Erlent

Fundinn sekur um morðið á Smith

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Will Smith.
Will Smith. vísir/getty
Dómstóll í Louisiana í Bandaríkjunum hefur fundið Cardell Hayes sekan um morðið á Will Smith, fyrrverandi leikmanni í NFL-ruðningsdeildinni. Hayes gæti átt yfir höfði sér allt að fjörutíu ára fangelsi en dómur verður kveðinn upp í febrúar á næsta ári.

Cardell Hayes gæti farið í allt að fjörutíu ára fangelsi.vísir/epa
Hayes, sem er 29 ára, var jafnframt dæmdur fyrir tilraun til manndráps fyrir að hafa skotið á og sært eiginkonu Smith. Árásin átti sér stað í apríl síðastliðnum.

Hayes og Smith hafði lent saman eftir árekstur og sagðist Hayes fyrir rétti hafa verið reiður og fullur. Hann sagði Smith hafa kýlt sig og tekið upp byssu – því hafi hann sjálfur gert hið sama. Ekkert virðist þó benda til þess að Smith hafi verið vopnaður, að því er segir á vef breska ríkisútvarpsins.

Dómurinn verður kveðinn upp 17. febrúar næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×