Hvorki dúfurnar né húsnæðið tryggt Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 4. janúar 2016 19:30 Stór hluti íslenska skrautdúfnastofnsins drapst í eldsvoða í Hafnarfirði í gær. Eigendur dúfnanna segja tjónið bæði tilfinningalegt og fjárhagslegt, en hvorki dúfurnar né húsnæðið sem þær voru í, var tryggt. Vegfarandi tilkynnti slökkviliðinu um reyk frá húsinu á fjóðra tímanum í nótt og var sendur slökkvibíll á vettvang, og þá kom í ljós að eldur logaði í húsinu. Dúfurnar voru í búrum og tókst slökkviliðsmönnum að bjarga nokkrum búrum út en flestar dúfurnar drápust. Talið er öruggt að kviknað hafi í út frá hitalampa í kofanum en fjórir slökkviliðsbílar voru notaðir til að slökkva eldinn og voru slökkviliðsmenn að í um þrjár klukkustundir. Eins og sést á myndskeiðnu hér að ofan er aðkoman ljót og húsið ónýtt, en á bilinu tvö til þrjú hundruð dúfur drápust í brunanum. Þorvaldur Færseth, formaður Skrautdúfnafélags Hafnarfjarðar, segir að áralöng kynbótaræktun hafi orðið að engu í eldsvoðanum. „Þetta er alveg skelfilegt. Það er ömurlegt að vakna við svona fréttir eftir áralanga ræktun. Þetta er meira tilfinningalegt tjón en fjárhagslegt. Maður hefur bara ekki metið fuglana til fjár,“ segir hann en hvorki voru tryggingar á húsinu né dúfunum. Jón Magnús Guðmundsson missti einnig allar sínar dúfur í brunanum en hann hefur verið með annan fótinn í dúfnarækt frá barnsaldri. Þeir stofnar sem hann átti og hafði byggt upp eru nú allir farnir. Hann segist ekki hafa gert upp við sig hvort hann ætli að hefja ræktun að nýju. „Ég bara veit það ekki, við verðum að sjá hvað gerist,“ segir Jón Magnús. Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Innlent Fleiri fréttir Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Sjá meira
Stór hluti íslenska skrautdúfnastofnsins drapst í eldsvoða í Hafnarfirði í gær. Eigendur dúfnanna segja tjónið bæði tilfinningalegt og fjárhagslegt, en hvorki dúfurnar né húsnæðið sem þær voru í, var tryggt. Vegfarandi tilkynnti slökkviliðinu um reyk frá húsinu á fjóðra tímanum í nótt og var sendur slökkvibíll á vettvang, og þá kom í ljós að eldur logaði í húsinu. Dúfurnar voru í búrum og tókst slökkviliðsmönnum að bjarga nokkrum búrum út en flestar dúfurnar drápust. Talið er öruggt að kviknað hafi í út frá hitalampa í kofanum en fjórir slökkviliðsbílar voru notaðir til að slökkva eldinn og voru slökkviliðsmenn að í um þrjár klukkustundir. Eins og sést á myndskeiðnu hér að ofan er aðkoman ljót og húsið ónýtt, en á bilinu tvö til þrjú hundruð dúfur drápust í brunanum. Þorvaldur Færseth, formaður Skrautdúfnafélags Hafnarfjarðar, segir að áralöng kynbótaræktun hafi orðið að engu í eldsvoðanum. „Þetta er alveg skelfilegt. Það er ömurlegt að vakna við svona fréttir eftir áralanga ræktun. Þetta er meira tilfinningalegt tjón en fjárhagslegt. Maður hefur bara ekki metið fuglana til fjár,“ segir hann en hvorki voru tryggingar á húsinu né dúfunum. Jón Magnús Guðmundsson missti einnig allar sínar dúfur í brunanum en hann hefur verið með annan fótinn í dúfnarækt frá barnsaldri. Þeir stofnar sem hann átti og hafði byggt upp eru nú allir farnir. Hann segist ekki hafa gert upp við sig hvort hann ætli að hefja ræktun að nýju. „Ég bara veit það ekki, við verðum að sjá hvað gerist,“ segir Jón Magnús.
Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Innlent Fleiri fréttir Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Sjá meira