Auglýsti eftir kærasta á Brask og brall: Hrúguðust inn ábendingar á nokkrum mínútum Stefán Árni Pálsson skrifar 8. mars 2016 12:45 Inga Vala veit hvað hún vill. vísir „Ég auglýsti eftir kærasta, ekki maka, höfum það alveg á hreinu,“ segir Inga Vala Birgisdóttir, í samtali við Brennsluna á FM957 í morgun. Hún fór nýjar leiðir í leit sinni og auglýsti eftir kærasta á hinni vinsælu Facebook-grúppu Brask og brall. „Mér fannst þetta bara góður tími til að auglýsa eftir kærasta. Það vantaði bara svona smá stemningu í laugardagskvöldið mitt. Ég hefði auðvitað getað farið út að skemmta mér, fengið með eitthvað að drekka og verið með rosalegan móral daginn eftir. Ég hugsaði frekar að vera bara heiðarleg og skrifa um mig eins og ég er.“ Inga segir að færslunni hafi verið eytt af síðunni. „Það var bara rétt byrjað að hrúgast inn ábendingar um tilvonandi kærasta og svo bara þagnaði allt eftir tvær mínútur,“ segir Inga sem fékk samt sem áður nokkur skilaboð frá karlmönnum eftir þann stutta tíma sem auglýsingin var í loftinu. „Ég svaraði þeim ekki, þetta var ekki nægilega spennandi. Ég verð 46 ára á morgun og ég er ekkert endalaust úti á lífinu lengur. Ég er heldur ekkert ræktarfrík svo ég kynnist ekki karlmönnum í ræktinni. Ég sá því fyrir mér að ég myndi vaka aðeins lengur en til hálf eitt á laugardagskvöldið, því þetta byrjaði spennandi eftir að auglýsingin kom inn. Svo var bara slökkt á auglýsingunni og því fór ég bara að sofa snemma.“ Inga hefur áhuga á manni sem hefur svipuð áhugamál og hún. „Hann verður að fara með mér út að labba með hundana. Hann má ekki vera eitthvað íþróttafrík sem fer upp fimm fjöll á dag. Það væri kostur ef hann gæti eldað.“ Hér að neðan má heyra viðtalið sem þeir Kjartan og Hjörvar tóku við hana Ingu í morgun. Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Fleiri fréttir Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Sjá meira
„Ég auglýsti eftir kærasta, ekki maka, höfum það alveg á hreinu,“ segir Inga Vala Birgisdóttir, í samtali við Brennsluna á FM957 í morgun. Hún fór nýjar leiðir í leit sinni og auglýsti eftir kærasta á hinni vinsælu Facebook-grúppu Brask og brall. „Mér fannst þetta bara góður tími til að auglýsa eftir kærasta. Það vantaði bara svona smá stemningu í laugardagskvöldið mitt. Ég hefði auðvitað getað farið út að skemmta mér, fengið með eitthvað að drekka og verið með rosalegan móral daginn eftir. Ég hugsaði frekar að vera bara heiðarleg og skrifa um mig eins og ég er.“ Inga segir að færslunni hafi verið eytt af síðunni. „Það var bara rétt byrjað að hrúgast inn ábendingar um tilvonandi kærasta og svo bara þagnaði allt eftir tvær mínútur,“ segir Inga sem fékk samt sem áður nokkur skilaboð frá karlmönnum eftir þann stutta tíma sem auglýsingin var í loftinu. „Ég svaraði þeim ekki, þetta var ekki nægilega spennandi. Ég verð 46 ára á morgun og ég er ekkert endalaust úti á lífinu lengur. Ég er heldur ekkert ræktarfrík svo ég kynnist ekki karlmönnum í ræktinni. Ég sá því fyrir mér að ég myndi vaka aðeins lengur en til hálf eitt á laugardagskvöldið, því þetta byrjaði spennandi eftir að auglýsingin kom inn. Svo var bara slökkt á auglýsingunni og því fór ég bara að sofa snemma.“ Inga hefur áhuga á manni sem hefur svipuð áhugamál og hún. „Hann verður að fara með mér út að labba með hundana. Hann má ekki vera eitthvað íþróttafrík sem fer upp fimm fjöll á dag. Það væri kostur ef hann gæti eldað.“ Hér að neðan má heyra viðtalið sem þeir Kjartan og Hjörvar tóku við hana Ingu í morgun.
Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Fleiri fréttir Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Sjá meira