Vont að lifa í skugga skilnaðar Elín Albertsdóttir skrifar 7. október 2016 11:45 Anna Sigríður Pálsdóttir, prestur og ráðgjafi, aðstoðar fólk eftir skilnað við að eignast nýtt og betra líf. Anna Sigríður Pálsdóttir prestur á að baki langan og farsælan feril sem ráðgjafi. Hún hefur haldið vinsæl meðvirkninámskeið í Skálholti. Anna Sigríður starfar núna hjá Lausnum og heldur meðal annars úti sérsniðnu námskeiði fyrir fólk sem hefur gengið í gegnum skilnað. Námskeiðið sem nefnist Er líf eftir skilnað? er ætlað öllum þeim sem gengið hafa í gegnum hjónaskilnað fyrr eða síðar og vilja vinna úr sárum sínum. „Svo sannarlega er líf eftir skilnað,“ svarar Anna Sigríður þegar hún er spurð um námskeiðið. „Hins vegar getur verið erfitt fyrir suma að öðlast það aftur. Margir eru mjög lengi að jafna sig eftir skilnað ef þeir gera það einhvern tíma. Hvernig skilnað ber að getur skipt máli og hversu langt sambandið hefur verið. Eftir mjög langt hjónaband getur verið flókið að halda utan um líf sitt án maka,“ segir hún.Sátt með presti Anna Sigríður gekk sjálf í gegnum skilnað fyrir 30 árum. „Ég þurfti að fara til prests til að fá sáttavottorð og mér fannst ég svolítið tóm þar á eftir. Það var engin eftirfylgni. Þegar ég varð sjálf prestur fór ég að skoða þetta og komst að því að þetta sáttavottorð er í raun arfur frá gömlum barnaverndarlögum. Þess var vænst að presturinn væri í góðu sambandi við báða foreldra ef eitthvað kæmi upp á með börnin. Þess vegna þurfa hjón ekki sáttavottorð ef börnin eru komin á lögaldur. Um tíma vann ég hjá Fjölskylduþjónustu kirkjunnar og þá fékk ég tækifæri til að leggja drög að þessu skilnaðarnámskeiði og eftirfylgni til að fólk gæti fært líf sitt í betra horf. Fyrstu skilnaðarnámskeiðin hélt ég í Grafarvogskirkju. Þessi námskeið hafa alltaf verið vel sótt, jafnt af körlum og konum,“ útskýrir Anna Sigríður. „Námskeiðið byggi ég á amerískri bók sem heitir The Good Divorce. Ég fer í gegnum skilnaðarferlið, því að þótt skilnað geti borið að brátt þá er oftast ferill á bak við hvern skilnað. Oft er það aðeins annar aðilinn sem er að fara í gegn um skilnaðarhugsanir án þess að hinn aðilinn hafi hugmynd um. Skilnaði fylgir vanlíðan, vonbrigði, erfiðleikar, sorg og tilfinningaflækjur. Því er mikilvægt að endurmeta líf sitt og vinna úr erfiðum tilfinningum. Það gerum við á þessu námskeiði. Við byrjum á fyrirlestri en við það opnast á samræður. Síðan er eftirfylgni í þrjár vikur eftir námskeiðið,“ segir Anna Sigríður.Vilja ekki hittast Þegar hún er spurð hvort fólk ætti að koma fljótt eftir skilnað, svarar hún því neitandi. „Það er eiginlega betra að vera aðeins búinn að fóta sig eftir skilnað. Ég hef fengið konu á námskeið nokkrum áratugum eftir skilnað. Börnin hennar fóru fram á að hún færi á námskeið og tæki líf sitt til endurskoðunar. Þessi kona hafði aldrei jafnað sig eftir skilnaðinn og það litaði öll samskipti í fjölskyldunni. Ég þekki það vel sem prestur að fullorðin skilnaðarbörn eru oft að færa til viðburði í lífi sínu vegna þess að foreldrarnir vilja ekki hittast. Það er staðreynd sem er mjög algeng. Það þarf hins vegar ekki að vera þannig,“ segir Anna Sigríður og bætir við að þegar fólk opni sig um skilnaðinn sleppi það gjarnan taki á reiðinni. „Það er mjög vont að lifa í skugga skilnaðar í áratugi. Fólk getur ekki notið lífsins ef það heldur fast í erfiðar tilfinningar.“ Anna Sigríður var sóknarprestur í Dómkirkjunni en hætti þegar hún náði 67 ára aldri fyrir tveimur árum. Hún er þó ekki tilbúin að hætta að vinna og setjast í helgan stein. „Ég hef fullt starfsþrek og sé enga ástæðu til þess,“ segir hún. „Ég veit ég get hjálpað fólki og hef séð að þessi námskeið skila miklum árangri,“ segir hún. Námskeiðið er á morgun hjá Lausnum og hægt að forvitnast um það og skrá sig á heimasíðunni lausnin.is. Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Auður segir skilið við Gímaldið Menning Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Fleiri fréttir „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Sjá meira
Anna Sigríður Pálsdóttir prestur á að baki langan og farsælan feril sem ráðgjafi. Hún hefur haldið vinsæl meðvirkninámskeið í Skálholti. Anna Sigríður starfar núna hjá Lausnum og heldur meðal annars úti sérsniðnu námskeiði fyrir fólk sem hefur gengið í gegnum skilnað. Námskeiðið sem nefnist Er líf eftir skilnað? er ætlað öllum þeim sem gengið hafa í gegnum hjónaskilnað fyrr eða síðar og vilja vinna úr sárum sínum. „Svo sannarlega er líf eftir skilnað,“ svarar Anna Sigríður þegar hún er spurð um námskeiðið. „Hins vegar getur verið erfitt fyrir suma að öðlast það aftur. Margir eru mjög lengi að jafna sig eftir skilnað ef þeir gera það einhvern tíma. Hvernig skilnað ber að getur skipt máli og hversu langt sambandið hefur verið. Eftir mjög langt hjónaband getur verið flókið að halda utan um líf sitt án maka,“ segir hún.Sátt með presti Anna Sigríður gekk sjálf í gegnum skilnað fyrir 30 árum. „Ég þurfti að fara til prests til að fá sáttavottorð og mér fannst ég svolítið tóm þar á eftir. Það var engin eftirfylgni. Þegar ég varð sjálf prestur fór ég að skoða þetta og komst að því að þetta sáttavottorð er í raun arfur frá gömlum barnaverndarlögum. Þess var vænst að presturinn væri í góðu sambandi við báða foreldra ef eitthvað kæmi upp á með börnin. Þess vegna þurfa hjón ekki sáttavottorð ef börnin eru komin á lögaldur. Um tíma vann ég hjá Fjölskylduþjónustu kirkjunnar og þá fékk ég tækifæri til að leggja drög að þessu skilnaðarnámskeiði og eftirfylgni til að fólk gæti fært líf sitt í betra horf. Fyrstu skilnaðarnámskeiðin hélt ég í Grafarvogskirkju. Þessi námskeið hafa alltaf verið vel sótt, jafnt af körlum og konum,“ útskýrir Anna Sigríður. „Námskeiðið byggi ég á amerískri bók sem heitir The Good Divorce. Ég fer í gegnum skilnaðarferlið, því að þótt skilnað geti borið að brátt þá er oftast ferill á bak við hvern skilnað. Oft er það aðeins annar aðilinn sem er að fara í gegn um skilnaðarhugsanir án þess að hinn aðilinn hafi hugmynd um. Skilnaði fylgir vanlíðan, vonbrigði, erfiðleikar, sorg og tilfinningaflækjur. Því er mikilvægt að endurmeta líf sitt og vinna úr erfiðum tilfinningum. Það gerum við á þessu námskeiði. Við byrjum á fyrirlestri en við það opnast á samræður. Síðan er eftirfylgni í þrjár vikur eftir námskeiðið,“ segir Anna Sigríður.Vilja ekki hittast Þegar hún er spurð hvort fólk ætti að koma fljótt eftir skilnað, svarar hún því neitandi. „Það er eiginlega betra að vera aðeins búinn að fóta sig eftir skilnað. Ég hef fengið konu á námskeið nokkrum áratugum eftir skilnað. Börnin hennar fóru fram á að hún færi á námskeið og tæki líf sitt til endurskoðunar. Þessi kona hafði aldrei jafnað sig eftir skilnaðinn og það litaði öll samskipti í fjölskyldunni. Ég þekki það vel sem prestur að fullorðin skilnaðarbörn eru oft að færa til viðburði í lífi sínu vegna þess að foreldrarnir vilja ekki hittast. Það er staðreynd sem er mjög algeng. Það þarf hins vegar ekki að vera þannig,“ segir Anna Sigríður og bætir við að þegar fólk opni sig um skilnaðinn sleppi það gjarnan taki á reiðinni. „Það er mjög vont að lifa í skugga skilnaðar í áratugi. Fólk getur ekki notið lífsins ef það heldur fast í erfiðar tilfinningar.“ Anna Sigríður var sóknarprestur í Dómkirkjunni en hætti þegar hún náði 67 ára aldri fyrir tveimur árum. Hún er þó ekki tilbúin að hætta að vinna og setjast í helgan stein. „Ég hef fullt starfsþrek og sé enga ástæðu til þess,“ segir hún. „Ég veit ég get hjálpað fólki og hef séð að þessi námskeið skila miklum árangri,“ segir hún. Námskeiðið er á morgun hjá Lausnum og hægt að forvitnast um það og skrá sig á heimasíðunni lausnin.is.
Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Auður segir skilið við Gímaldið Menning Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Fleiri fréttir „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Sjá meira