Erlent

Maður skotinn fyrir utan Hvíta húsið

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/AFP
Útsendarar Leyniþjónustu Bandaríkjanna skutu mann sem gekk að öryggishliði nærri Hvíta húsinu í Washington. Maður er sagður hafa neitað að leggja frá sér vopnið og var hann skotinn í skrokkinn og fluttur á sjúkrahús. Öryggisgæsla við Hvíta húsið var aukin verulega um tíma en búið er að draga aukið viðbúnaðarstig til baka.

Talsmaður lögreglunnar segir manninn í alvarlegu ástandi.

Barack Obama, forseti, er ekki staddur í Hvíta húsinu. Joe Biden, varaforseti Bandaríkjanna, er hins vegar á svæðinu, en öryggi hans hefur verið tryggt. Engan annan sakaði.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.