Brjóta ekki á eignarrétti en þurfa að rökstyðja „nei“ í hvert skipti Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. maí 2016 15:12 Helgi Áss Grétarsson er dósent við lagadeild Háskóla Íslands vísir Helgi Áss Grétarsson, dósent við lagadeild Háskóla Íslands, segir að almennt séð geti sveitarfélag tekið upp þá stefnu að standa gegn því að íbúðir séu leigðar út í skammtímaleigu, líkt og sveitarstjórn Mýrdalshrepps hefur ákveðið að gera. Slíkt ætti jafnan að vera í samræmi við meginreglur um stjórnskipunarlega eignarréttarvernd og grundvallarreglur um jafnræði og meðalhóf en Helgi telur að ákvörðun sveitarstjórnarinnar í Mýrdalshreppi byggi á tilteknu lagaákvæði í lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald. „Íbúðir eða hús sem leigð eru út til dæmis í gegnum Airbnb myndu flokkast sem gististaðir án vetinga en samkvæmt lögunum er það svo að sýslumaður á hverjum stað veitir rekstrarleyfi sem skilgreint er í 3. grein laganna. Hann getur hins vegar ekki veitt leyfið fyrr en hann hefur fengið umsögn frá tilteknum aðilum, og þar á meðal sveitarstjórn. Ef einn aðili veitir svo neikvæða umsögn er útilokað fyrir sýslumann að veita rekstarleyfi,“ segir Helgi.Orkar tvímælis ef umsagnir eru neikvæðar án tillits til aðstæðna hverju sinni Hann bendir á að svo virðist sem Mýrdalshreppur hafi nú ákveðið að beita þessu umsagnarvaldi sínu á neikvæðan hátt. Slíkt getur orkað tvímælis þar sem umsögn sveitarfélagsins þarf að vera skýr og rökstudd í hverju máli fyrir sig samkvæmt fyrrnefndum lögum. „Hér gefur umsagnaraðili sem sagt út að allar umsagnir hans munu verða neikvæðar án tillits til aðstæðna hverju sinni. Slíkt orkar tvímælis. Sé afstaða sveitarfélagsins hins vegar rökstudd í hverju tilviki og afstaðan byggir á málefnalegum forsendum, verður ekki annað séð en að sveitarfélag geti staðið svona að málum,“ segir Helgi. Þá segir hann einnig að hafa verði hugfast að sveitarfélag getur stýrt þróun fasteigna í krafti skipulagsvalds síns í samræmi við skipulagslög. „Af þessum ástæðum ætti sveitarstjórn iðulega kost á að hafna því að veita jákvæða umsögn í skjóli þess að umsókn um fyrirhugað rekstrarleyfi bryti í bága við fyrirliggjandi skipulag, til dæmis að ekki eigi að blanda saman atvinnurekstri og íbúðarhúsnæði,“ segir Helgi.Fasteignaeigendur geti ekki gert hvað sem er við eignir sínar En þá kviknar spurningin um eignarrétt fasteignaeigenda en eignarrétturinn er stjórnarskrárvarinn. Brjóta þessar takmarkanir sveitarfélagsins ekki í bága við hann? „Ég tel að stjórnskipunarleg eignarréttarvernd tryggi fasteignaeigendum ekki þann rétt að meðhöndla eignir sínar með hvaða hætti sem er því almenni löggjafinn getur sett takmarkanir og það er mjög algengt varðandi það að stýra þróun og eðli fasteigna. Það er meðal annars gert með skipulagslögum og líka með þessum lögum um gististaði, veitingastaði og skemmtanahald. Þannig að ég tel ekki að þetta brjóti við eignarréttsákvæði stjórnarskrárinnar,“ segir Helgi. Tengdar fréttir Skammtímaleiga íbúðarhúsnæðis ekki lengur leyfð í Vík Ásgeir Magnússon, sveitarstjóri Mýrdalshrepps, segir að málið snúist fyrst og fremst um það að vilja búa í hefðbundnu samfélagi. 4. maí 2016 10:01 Mest lesið Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Fleiri fréttir Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Sjá meira
Helgi Áss Grétarsson, dósent við lagadeild Háskóla Íslands, segir að almennt séð geti sveitarfélag tekið upp þá stefnu að standa gegn því að íbúðir séu leigðar út í skammtímaleigu, líkt og sveitarstjórn Mýrdalshrepps hefur ákveðið að gera. Slíkt ætti jafnan að vera í samræmi við meginreglur um stjórnskipunarlega eignarréttarvernd og grundvallarreglur um jafnræði og meðalhóf en Helgi telur að ákvörðun sveitarstjórnarinnar í Mýrdalshreppi byggi á tilteknu lagaákvæði í lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald. „Íbúðir eða hús sem leigð eru út til dæmis í gegnum Airbnb myndu flokkast sem gististaðir án vetinga en samkvæmt lögunum er það svo að sýslumaður á hverjum stað veitir rekstrarleyfi sem skilgreint er í 3. grein laganna. Hann getur hins vegar ekki veitt leyfið fyrr en hann hefur fengið umsögn frá tilteknum aðilum, og þar á meðal sveitarstjórn. Ef einn aðili veitir svo neikvæða umsögn er útilokað fyrir sýslumann að veita rekstarleyfi,“ segir Helgi.Orkar tvímælis ef umsagnir eru neikvæðar án tillits til aðstæðna hverju sinni Hann bendir á að svo virðist sem Mýrdalshreppur hafi nú ákveðið að beita þessu umsagnarvaldi sínu á neikvæðan hátt. Slíkt getur orkað tvímælis þar sem umsögn sveitarfélagsins þarf að vera skýr og rökstudd í hverju máli fyrir sig samkvæmt fyrrnefndum lögum. „Hér gefur umsagnaraðili sem sagt út að allar umsagnir hans munu verða neikvæðar án tillits til aðstæðna hverju sinni. Slíkt orkar tvímælis. Sé afstaða sveitarfélagsins hins vegar rökstudd í hverju tilviki og afstaðan byggir á málefnalegum forsendum, verður ekki annað séð en að sveitarfélag geti staðið svona að málum,“ segir Helgi. Þá segir hann einnig að hafa verði hugfast að sveitarfélag getur stýrt þróun fasteigna í krafti skipulagsvalds síns í samræmi við skipulagslög. „Af þessum ástæðum ætti sveitarstjórn iðulega kost á að hafna því að veita jákvæða umsögn í skjóli þess að umsókn um fyrirhugað rekstrarleyfi bryti í bága við fyrirliggjandi skipulag, til dæmis að ekki eigi að blanda saman atvinnurekstri og íbúðarhúsnæði,“ segir Helgi.Fasteignaeigendur geti ekki gert hvað sem er við eignir sínar En þá kviknar spurningin um eignarrétt fasteignaeigenda en eignarrétturinn er stjórnarskrárvarinn. Brjóta þessar takmarkanir sveitarfélagsins ekki í bága við hann? „Ég tel að stjórnskipunarleg eignarréttarvernd tryggi fasteignaeigendum ekki þann rétt að meðhöndla eignir sínar með hvaða hætti sem er því almenni löggjafinn getur sett takmarkanir og það er mjög algengt varðandi það að stýra þróun og eðli fasteigna. Það er meðal annars gert með skipulagslögum og líka með þessum lögum um gististaði, veitingastaði og skemmtanahald. Þannig að ég tel ekki að þetta brjóti við eignarréttsákvæði stjórnarskrárinnar,“ segir Helgi.
Tengdar fréttir Skammtímaleiga íbúðarhúsnæðis ekki lengur leyfð í Vík Ásgeir Magnússon, sveitarstjóri Mýrdalshrepps, segir að málið snúist fyrst og fremst um það að vilja búa í hefðbundnu samfélagi. 4. maí 2016 10:01 Mest lesið Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Fleiri fréttir Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Sjá meira
Skammtímaleiga íbúðarhúsnæðis ekki lengur leyfð í Vík Ásgeir Magnússon, sveitarstjóri Mýrdalshrepps, segir að málið snúist fyrst og fremst um það að vilja búa í hefðbundnu samfélagi. 4. maí 2016 10:01