Brjóta ekki á eignarrétti en þurfa að rökstyðja „nei“ í hvert skipti Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. maí 2016 15:12 Helgi Áss Grétarsson er dósent við lagadeild Háskóla Íslands vísir Helgi Áss Grétarsson, dósent við lagadeild Háskóla Íslands, segir að almennt séð geti sveitarfélag tekið upp þá stefnu að standa gegn því að íbúðir séu leigðar út í skammtímaleigu, líkt og sveitarstjórn Mýrdalshrepps hefur ákveðið að gera. Slíkt ætti jafnan að vera í samræmi við meginreglur um stjórnskipunarlega eignarréttarvernd og grundvallarreglur um jafnræði og meðalhóf en Helgi telur að ákvörðun sveitarstjórnarinnar í Mýrdalshreppi byggi á tilteknu lagaákvæði í lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald. „Íbúðir eða hús sem leigð eru út til dæmis í gegnum Airbnb myndu flokkast sem gististaðir án vetinga en samkvæmt lögunum er það svo að sýslumaður á hverjum stað veitir rekstrarleyfi sem skilgreint er í 3. grein laganna. Hann getur hins vegar ekki veitt leyfið fyrr en hann hefur fengið umsögn frá tilteknum aðilum, og þar á meðal sveitarstjórn. Ef einn aðili veitir svo neikvæða umsögn er útilokað fyrir sýslumann að veita rekstarleyfi,“ segir Helgi.Orkar tvímælis ef umsagnir eru neikvæðar án tillits til aðstæðna hverju sinni Hann bendir á að svo virðist sem Mýrdalshreppur hafi nú ákveðið að beita þessu umsagnarvaldi sínu á neikvæðan hátt. Slíkt getur orkað tvímælis þar sem umsögn sveitarfélagsins þarf að vera skýr og rökstudd í hverju máli fyrir sig samkvæmt fyrrnefndum lögum. „Hér gefur umsagnaraðili sem sagt út að allar umsagnir hans munu verða neikvæðar án tillits til aðstæðna hverju sinni. Slíkt orkar tvímælis. Sé afstaða sveitarfélagsins hins vegar rökstudd í hverju tilviki og afstaðan byggir á málefnalegum forsendum, verður ekki annað séð en að sveitarfélag geti staðið svona að málum,“ segir Helgi. Þá segir hann einnig að hafa verði hugfast að sveitarfélag getur stýrt þróun fasteigna í krafti skipulagsvalds síns í samræmi við skipulagslög. „Af þessum ástæðum ætti sveitarstjórn iðulega kost á að hafna því að veita jákvæða umsögn í skjóli þess að umsókn um fyrirhugað rekstrarleyfi bryti í bága við fyrirliggjandi skipulag, til dæmis að ekki eigi að blanda saman atvinnurekstri og íbúðarhúsnæði,“ segir Helgi.Fasteignaeigendur geti ekki gert hvað sem er við eignir sínar En þá kviknar spurningin um eignarrétt fasteignaeigenda en eignarrétturinn er stjórnarskrárvarinn. Brjóta þessar takmarkanir sveitarfélagsins ekki í bága við hann? „Ég tel að stjórnskipunarleg eignarréttarvernd tryggi fasteignaeigendum ekki þann rétt að meðhöndla eignir sínar með hvaða hætti sem er því almenni löggjafinn getur sett takmarkanir og það er mjög algengt varðandi það að stýra þróun og eðli fasteigna. Það er meðal annars gert með skipulagslögum og líka með þessum lögum um gististaði, veitingastaði og skemmtanahald. Þannig að ég tel ekki að þetta brjóti við eignarréttsákvæði stjórnarskrárinnar,“ segir Helgi. Tengdar fréttir Skammtímaleiga íbúðarhúsnæðis ekki lengur leyfð í Vík Ásgeir Magnússon, sveitarstjóri Mýrdalshrepps, segir að málið snúist fyrst og fremst um það að vilja búa í hefðbundnu samfélagi. 4. maí 2016 10:01 Mest lesið „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru Sjá meira
Helgi Áss Grétarsson, dósent við lagadeild Háskóla Íslands, segir að almennt séð geti sveitarfélag tekið upp þá stefnu að standa gegn því að íbúðir séu leigðar út í skammtímaleigu, líkt og sveitarstjórn Mýrdalshrepps hefur ákveðið að gera. Slíkt ætti jafnan að vera í samræmi við meginreglur um stjórnskipunarlega eignarréttarvernd og grundvallarreglur um jafnræði og meðalhóf en Helgi telur að ákvörðun sveitarstjórnarinnar í Mýrdalshreppi byggi á tilteknu lagaákvæði í lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald. „Íbúðir eða hús sem leigð eru út til dæmis í gegnum Airbnb myndu flokkast sem gististaðir án vetinga en samkvæmt lögunum er það svo að sýslumaður á hverjum stað veitir rekstrarleyfi sem skilgreint er í 3. grein laganna. Hann getur hins vegar ekki veitt leyfið fyrr en hann hefur fengið umsögn frá tilteknum aðilum, og þar á meðal sveitarstjórn. Ef einn aðili veitir svo neikvæða umsögn er útilokað fyrir sýslumann að veita rekstarleyfi,“ segir Helgi.Orkar tvímælis ef umsagnir eru neikvæðar án tillits til aðstæðna hverju sinni Hann bendir á að svo virðist sem Mýrdalshreppur hafi nú ákveðið að beita þessu umsagnarvaldi sínu á neikvæðan hátt. Slíkt getur orkað tvímælis þar sem umsögn sveitarfélagsins þarf að vera skýr og rökstudd í hverju máli fyrir sig samkvæmt fyrrnefndum lögum. „Hér gefur umsagnaraðili sem sagt út að allar umsagnir hans munu verða neikvæðar án tillits til aðstæðna hverju sinni. Slíkt orkar tvímælis. Sé afstaða sveitarfélagsins hins vegar rökstudd í hverju tilviki og afstaðan byggir á málefnalegum forsendum, verður ekki annað séð en að sveitarfélag geti staðið svona að málum,“ segir Helgi. Þá segir hann einnig að hafa verði hugfast að sveitarfélag getur stýrt þróun fasteigna í krafti skipulagsvalds síns í samræmi við skipulagslög. „Af þessum ástæðum ætti sveitarstjórn iðulega kost á að hafna því að veita jákvæða umsögn í skjóli þess að umsókn um fyrirhugað rekstrarleyfi bryti í bága við fyrirliggjandi skipulag, til dæmis að ekki eigi að blanda saman atvinnurekstri og íbúðarhúsnæði,“ segir Helgi.Fasteignaeigendur geti ekki gert hvað sem er við eignir sínar En þá kviknar spurningin um eignarrétt fasteignaeigenda en eignarrétturinn er stjórnarskrárvarinn. Brjóta þessar takmarkanir sveitarfélagsins ekki í bága við hann? „Ég tel að stjórnskipunarleg eignarréttarvernd tryggi fasteignaeigendum ekki þann rétt að meðhöndla eignir sínar með hvaða hætti sem er því almenni löggjafinn getur sett takmarkanir og það er mjög algengt varðandi það að stýra þróun og eðli fasteigna. Það er meðal annars gert með skipulagslögum og líka með þessum lögum um gististaði, veitingastaði og skemmtanahald. Þannig að ég tel ekki að þetta brjóti við eignarréttsákvæði stjórnarskrárinnar,“ segir Helgi.
Tengdar fréttir Skammtímaleiga íbúðarhúsnæðis ekki lengur leyfð í Vík Ásgeir Magnússon, sveitarstjóri Mýrdalshrepps, segir að málið snúist fyrst og fremst um það að vilja búa í hefðbundnu samfélagi. 4. maí 2016 10:01 Mest lesið „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru Sjá meira
Skammtímaleiga íbúðarhúsnæðis ekki lengur leyfð í Vík Ásgeir Magnússon, sveitarstjóri Mýrdalshrepps, segir að málið snúist fyrst og fremst um það að vilja búa í hefðbundnu samfélagi. 4. maí 2016 10:01