Nemandi í FG: „Öll borðin eru kjaftfull af rusli“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. febrúar 2016 11:45 Nemendur í FG mega margir hverjir taka sig á í umgengni ef marka má aðgerðir skólastjóra. Vísir/Sigurjón Kristinn Þorsteinsson skólameistari lokaði mötuneytinu í Fjölbrautarskólanum í Garðabæ í gær og í dag. Um uppeldisráð er að ræða en nemendur eru sagðir ganga afar illa um. Nemendur hafa því engan aðgang að mat og drykk í skólanum þessa tvo daga og þurfa að mæta með nesti eða fara í göngutúr í næstu búð. Rögnvaldur Ágúst Ragnarsson, nemandi í FG, ræddi málin í útvarpsþættinum Brennslunni á FM957 í morgun og viðurkenndi að hegðun nemenda hvað umgengni ræðir væri ekki góð. „Umgengni hefur verið mjög slæm síðustu vikur,“ sagði Rögnvaldur í þættinum. Hann sagði alls ekki um stæla að ræða í Kristni Þorsteinssyni skólameistara heldur kynnti hann þetta fyrir nemendum sem uppeldisráð. Aðspurður hvort málið tengdist því eitthvað að um unglinga úr Garðabæ væri að ræða sagðist Rögnvaldur í það minnsta ekki hafa heyrt af því að loka þyrfti mötuneytum í öðrum skólum vegna slæmrar umgengni nemenda.Stadusinn á FG! #lokaðmötuneyti #fglifid #brennslanfm @BrennslanFM pic.twitter.com/gaxyP4ZxGw— Ingeborg Garðarsd (@gardarsd) February 12, 2016 Starfsfólkið langþreytt Rögnvaldur segir að það komi fyrir að nemendur hendi rusli á gólfið en þetta snúist aðallega að borðunum í mötuneytinu. „Öll borðin eru kjaftfull af rusli,“ segir Rögnvaldur. Starfsfólk í mötuneytinu sé orðið langþreytt á að þrífa upp eftir menntaskólanema sem geti ekki farið með umbúðir, diska og fleira á réttan stað. Rögnvaldur segist hafa heyrt af pirringi nemenda sem geta ekki fengið sér kaffi, vatn eða keypt nokkuð í skólanum. Nú verði bara að mæta með nesti að heiman. „Það er ekkert annað í stöðunni.“ Mötuneytið verður opnað aftur á mánudaginn og verður fróðlegt að sjá hvort umgengni í mötuneytinu verði betri að loknu þessu útspili skólameistarans.Viðtalið við Rögnvald í Brennslunni má finna hér að neðan. Tengdar fréttir Mötuneytinu lokað vegna ömurlegrar umgengni nemenda Kristinn Þorsteinsson skólameistari í Garðabæ gripið til þess að loka mötuneyti skólans vegna slæmrar umgengni. 11. febrúar 2016 13:23 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Sjá meira
Kristinn Þorsteinsson skólameistari lokaði mötuneytinu í Fjölbrautarskólanum í Garðabæ í gær og í dag. Um uppeldisráð er að ræða en nemendur eru sagðir ganga afar illa um. Nemendur hafa því engan aðgang að mat og drykk í skólanum þessa tvo daga og þurfa að mæta með nesti eða fara í göngutúr í næstu búð. Rögnvaldur Ágúst Ragnarsson, nemandi í FG, ræddi málin í útvarpsþættinum Brennslunni á FM957 í morgun og viðurkenndi að hegðun nemenda hvað umgengni ræðir væri ekki góð. „Umgengni hefur verið mjög slæm síðustu vikur,“ sagði Rögnvaldur í þættinum. Hann sagði alls ekki um stæla að ræða í Kristni Þorsteinssyni skólameistara heldur kynnti hann þetta fyrir nemendum sem uppeldisráð. Aðspurður hvort málið tengdist því eitthvað að um unglinga úr Garðabæ væri að ræða sagðist Rögnvaldur í það minnsta ekki hafa heyrt af því að loka þyrfti mötuneytum í öðrum skólum vegna slæmrar umgengni nemenda.Stadusinn á FG! #lokaðmötuneyti #fglifid #brennslanfm @BrennslanFM pic.twitter.com/gaxyP4ZxGw— Ingeborg Garðarsd (@gardarsd) February 12, 2016 Starfsfólkið langþreytt Rögnvaldur segir að það komi fyrir að nemendur hendi rusli á gólfið en þetta snúist aðallega að borðunum í mötuneytinu. „Öll borðin eru kjaftfull af rusli,“ segir Rögnvaldur. Starfsfólk í mötuneytinu sé orðið langþreytt á að þrífa upp eftir menntaskólanema sem geti ekki farið með umbúðir, diska og fleira á réttan stað. Rögnvaldur segist hafa heyrt af pirringi nemenda sem geta ekki fengið sér kaffi, vatn eða keypt nokkuð í skólanum. Nú verði bara að mæta með nesti að heiman. „Það er ekkert annað í stöðunni.“ Mötuneytið verður opnað aftur á mánudaginn og verður fróðlegt að sjá hvort umgengni í mötuneytinu verði betri að loknu þessu útspili skólameistarans.Viðtalið við Rögnvald í Brennslunni má finna hér að neðan.
Tengdar fréttir Mötuneytinu lokað vegna ömurlegrar umgengni nemenda Kristinn Þorsteinsson skólameistari í Garðabæ gripið til þess að loka mötuneyti skólans vegna slæmrar umgengni. 11. febrúar 2016 13:23 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Sjá meira
Mötuneytinu lokað vegna ömurlegrar umgengni nemenda Kristinn Þorsteinsson skólameistari í Garðabæ gripið til þess að loka mötuneyti skólans vegna slæmrar umgengni. 11. febrúar 2016 13:23