Löggilding starfsheitis heilsunuddara komi í veg fyrir áreiti Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 17. apríl 2016 19:30 Íslenskir heilsunuddarar af báðum kynjum verða reglulega fyrir kynferðislegu áreiti í starfi sínu. Formaður Félags heilsunuddara segir félagið sorglega lítið geta gert, þar sem þau séu hvorki með séttarfélag né kjarasamninga, en löggilding starfsheitisins fæst ekki samþykkt af Velferðarráðuneytinu. Um 180 meðlimir eru í félagi heilsunuddara á Íslandi. Nám til heilsunuddara er þrjú ár og á bilinu 15-20 manns útskrifast úr því á hverju ári. Reglulega koma upp atvik þar sem nuddarar af báðum kynjum lenda í kynferðisáreiti í vinnunni. „Nudd er eina starfsstéttin svo ég viti til sem er notuð sem yfirskin fyrir vændi. Þetta vita allir. Það hefur komið fyrir að nuddarar í sakleysi sínu hafa sett inn smáauglýsingu einhverstaðar og hafa bara fengið til sín hrúgu af kúnnum sem eru að leita að annari þjónustu. Við hjá félaginu getum sorglega lítið gert í þessu og það þykir okkur mjög leiðinlegt. Við bendum fólki þó á að tala við lögreglu,“ segir Unnur Kolka Leifsdóttir, formaður Félags heilsunuddara. Ástæðan fyrir úrræðaleysinu er að félagið getur ekki stofnað stéttarfélag með kjarasamningum þar sem starfsheiti heilsunuddara fæst ekki löggilt. Því gera nuddara aðrar ráðstafanir sín á milli við aðstæðum sem upp geta komið. „Það eru óskrifaðar reglur meðal nuddara. Ein ef þessum reglum er að vera ekki ein að nudda ókunnugt fólk. Önnur regla sem er kannski óvenjuleg er að fólk auglýsir sig ekki í smáauglýsingum blaða. Frekar að dreifa nafnspjöldum, láta orðið ganga og eitthvað slíkt,“ segir Unnur. Félag heilsunuddara hefur í tuttugu ár reynt að fá starfsheitið heilsunuddari löggilt en ekki haft erindi sem erfiði. Síðast var lögð inn umsókn fyrir þremur árum en í vikunni hafnaði Velferðarráðuneytið henni. Var sú ákvörðun meðal annars rökstudd þannig að ekki væri þörf á fleiri löggiltum heilbrigðisstéttum í íslensku heilbrigðiskerfi að svo stöddu. Unnur gefur lítið fyrir þau rök og segir íslenskt nuddnám mjög gott á alþjóðlegan mælikvarða. Hún telur að löggildingin myndi breyta miklu fyrir stéttina. „Ég held að þetta sé kannski eina leiðin fyrir okkur til að verja okkur fyrir þessu. Það er margt annað sem ég get talið upp en þetta er kannski eitt það brýnasta, að við getum verndað okkar stétt með þessum hætti.“ Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Fleiri fréttir „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Sjá meira
Íslenskir heilsunuddarar af báðum kynjum verða reglulega fyrir kynferðislegu áreiti í starfi sínu. Formaður Félags heilsunuddara segir félagið sorglega lítið geta gert, þar sem þau séu hvorki með séttarfélag né kjarasamninga, en löggilding starfsheitisins fæst ekki samþykkt af Velferðarráðuneytinu. Um 180 meðlimir eru í félagi heilsunuddara á Íslandi. Nám til heilsunuddara er þrjú ár og á bilinu 15-20 manns útskrifast úr því á hverju ári. Reglulega koma upp atvik þar sem nuddarar af báðum kynjum lenda í kynferðisáreiti í vinnunni. „Nudd er eina starfsstéttin svo ég viti til sem er notuð sem yfirskin fyrir vændi. Þetta vita allir. Það hefur komið fyrir að nuddarar í sakleysi sínu hafa sett inn smáauglýsingu einhverstaðar og hafa bara fengið til sín hrúgu af kúnnum sem eru að leita að annari þjónustu. Við hjá félaginu getum sorglega lítið gert í þessu og það þykir okkur mjög leiðinlegt. Við bendum fólki þó á að tala við lögreglu,“ segir Unnur Kolka Leifsdóttir, formaður Félags heilsunuddara. Ástæðan fyrir úrræðaleysinu er að félagið getur ekki stofnað stéttarfélag með kjarasamningum þar sem starfsheiti heilsunuddara fæst ekki löggilt. Því gera nuddara aðrar ráðstafanir sín á milli við aðstæðum sem upp geta komið. „Það eru óskrifaðar reglur meðal nuddara. Ein ef þessum reglum er að vera ekki ein að nudda ókunnugt fólk. Önnur regla sem er kannski óvenjuleg er að fólk auglýsir sig ekki í smáauglýsingum blaða. Frekar að dreifa nafnspjöldum, láta orðið ganga og eitthvað slíkt,“ segir Unnur. Félag heilsunuddara hefur í tuttugu ár reynt að fá starfsheitið heilsunuddari löggilt en ekki haft erindi sem erfiði. Síðast var lögð inn umsókn fyrir þremur árum en í vikunni hafnaði Velferðarráðuneytið henni. Var sú ákvörðun meðal annars rökstudd þannig að ekki væri þörf á fleiri löggiltum heilbrigðisstéttum í íslensku heilbrigðiskerfi að svo stöddu. Unnur gefur lítið fyrir þau rök og segir íslenskt nuddnám mjög gott á alþjóðlegan mælikvarða. Hún telur að löggildingin myndi breyta miklu fyrir stéttina. „Ég held að þetta sé kannski eina leiðin fyrir okkur til að verja okkur fyrir þessu. Það er margt annað sem ég get talið upp en þetta er kannski eitt það brýnasta, að við getum verndað okkar stétt með þessum hætti.“
Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Fleiri fréttir „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Sjá meira