Ekki tímabært að ausa fé í gæluverkefni Sveinn Arnarsson skrifar 7. desember 2016 07:00 Gert er ráð fyrir á þriðja tug milljarða í tekjuafgang ríkissjóðs. Viðvörunarljós blikka í fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Þensla og of hraður vöxtur ferðaþjónustu þýða að gæta þarf aðhalds næstu árin. Fjárlagafrumvarp fjármálaráðherra var lagt fram á þingi í dag í skugga stjórnarmyndunarviðræðna. Nýtt þing þarf nú að kljást við framlagt frumvarp í sameiningu, án hefðbundinna flokkadrátta minni- og meirihluta. Ekki var mælt fyrir frumvarpinu í gær eins og svo oft þegar frumvarp er kynnt alþjóð. Í fjárlagafrumvarpinu fyrir árið 2017 er gert ráð fyrir um 28,5 milljarða króna tekjuafgangi og er þetta í fjórða skipti sem hallalaus fjárlög eru kynnt. 28,5 milljarðar eru um eitt prósent af vergri landsframleiðslu. Tekjur ríkissjóðs eru áætlaðar um 772 milljarðar en gjöldin 743 milljarðar. Fjármálastefna hins opinbera til næstu fimm ára á grundvelli laga um opinber fjármál var samþykkt síðastliðið sumar af síðasta þingi. Fjárlagafrumvarpið nú byggist í öllum meginatriðum á þeirri stefnu og þeirri áætlun sem samþykkt var. Vel hefur tekist á þessu kjörtímabili að bæta afkomu ríkissjóðs. Samanlagður afgangur ríkisjóðs síðustu þriggja ára stefnir í að verða um eitt hundrað milljarðar króna og er þá ekki talið rétt tæplega 400 milljarða stöðugleikaframlag slitabúa föllnu bankanna. Sú upphæð mun nýtast til lækkunar skulda sem eru enn háar eftir bankahrunið í októbermánuði 2008. Þrátt fyrir glögg dæmi um bætta stöðu ríkissjóðs eru stór viðvörunarljós farin að blikka í stjórnborðum þeirra sem fara með fjármál ríkisins. Vaxandi þensla kann að ógna jafnvægi í ríkisfjármálum. Er þar nefnt að hraður vöxtur ferðaþjónustu setji viðvarandi þrýsting á gjaldmiðil okkar og að laun hafi hækkað umfram framleiðni. Í fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir að spenna nái hámarki í byrjun næsta árs. „Slík þenslumerki í hagkerfinu krefjast agaðrar hagstjórnar og kalla á réttar áherslur í opinberum fjármálum í heild þannig að þau stuðli ekki að frekari þenslu og ruðningsáhrifum,“ segir í frumvarpi til fjárlaga. „Áfram verður því þörf fyrir aðhaldssama stefnu um vöxt ríkisútgjalda til að auka afganginn og greiða niður skuldir.“Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Tekist á um Evrópumálin Innlent Fleiri fréttir Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Sjá meira
Viðvörunarljós blikka í fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Þensla og of hraður vöxtur ferðaþjónustu þýða að gæta þarf aðhalds næstu árin. Fjárlagafrumvarp fjármálaráðherra var lagt fram á þingi í dag í skugga stjórnarmyndunarviðræðna. Nýtt þing þarf nú að kljást við framlagt frumvarp í sameiningu, án hefðbundinna flokkadrátta minni- og meirihluta. Ekki var mælt fyrir frumvarpinu í gær eins og svo oft þegar frumvarp er kynnt alþjóð. Í fjárlagafrumvarpinu fyrir árið 2017 er gert ráð fyrir um 28,5 milljarða króna tekjuafgangi og er þetta í fjórða skipti sem hallalaus fjárlög eru kynnt. 28,5 milljarðar eru um eitt prósent af vergri landsframleiðslu. Tekjur ríkissjóðs eru áætlaðar um 772 milljarðar en gjöldin 743 milljarðar. Fjármálastefna hins opinbera til næstu fimm ára á grundvelli laga um opinber fjármál var samþykkt síðastliðið sumar af síðasta þingi. Fjárlagafrumvarpið nú byggist í öllum meginatriðum á þeirri stefnu og þeirri áætlun sem samþykkt var. Vel hefur tekist á þessu kjörtímabili að bæta afkomu ríkissjóðs. Samanlagður afgangur ríkisjóðs síðustu þriggja ára stefnir í að verða um eitt hundrað milljarðar króna og er þá ekki talið rétt tæplega 400 milljarða stöðugleikaframlag slitabúa föllnu bankanna. Sú upphæð mun nýtast til lækkunar skulda sem eru enn háar eftir bankahrunið í októbermánuði 2008. Þrátt fyrir glögg dæmi um bætta stöðu ríkissjóðs eru stór viðvörunarljós farin að blikka í stjórnborðum þeirra sem fara með fjármál ríkisins. Vaxandi þensla kann að ógna jafnvægi í ríkisfjármálum. Er þar nefnt að hraður vöxtur ferðaþjónustu setji viðvarandi þrýsting á gjaldmiðil okkar og að laun hafi hækkað umfram framleiðni. Í fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir að spenna nái hámarki í byrjun næsta árs. „Slík þenslumerki í hagkerfinu krefjast agaðrar hagstjórnar og kalla á réttar áherslur í opinberum fjármálum í heild þannig að þau stuðli ekki að frekari þenslu og ruðningsáhrifum,“ segir í frumvarpi til fjárlaga. „Áfram verður því þörf fyrir aðhaldssama stefnu um vöxt ríkisútgjalda til að auka afganginn og greiða niður skuldir.“Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Tekist á um Evrópumálin Innlent Fleiri fréttir Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Sjá meira