Má lögreglan leita á mér? Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar 25. júlí 2016 14:59 Þó friðhelgi einkalífs og vernd gegn afskiptum af líkama okkar og persónufrelsi eigi sess bæði í stjórnarskrá og Mannréttindasáttmála Evrópu, hefur ríkisvaldið engu að síður víðtækar heimildir til þess að ganga á þessi réttindi. Dæmi um það eru heimildir lögreglu til leita á okkur; að beita einstaklinga svokallaðri líkamsleit. Spurningunni í fyrirsögninni hér að ofan geta margir eflaust svarað án þess að kynna sér sérstaklega þau lög sem um líkamsleit gilda. Hið stutta svar er einfaldlega þetta: Já, lögreglan má leita á þér, en hún verður að hafa gilda ástæðu til þess. Strangt til tekið er meginreglan reyndar sú að úrskurð dómara þarf til að heimila líkamsleit, nema viðkomandi einstaklingur samþykki leitina. Hins vegar er líkamsleit einnig heimil, án dómsúrskurðar, ef brýn hætta er á að bið eftir úrskurði valdi sakarspjöllum. Þetta þýðir í raun að ef lögreglu grunar sterklega að einstaklingur, sem hún rekst á, hafi eitthvað að fela, t.d. fíkniefni eða þýfi, þá mun hún að öllum líkindum leita á viðkomandi, án dómsúrskurðar, hvort sem einstaklingurinn samþykkir leitina eða ekki, eftir atvikum með því að handtaka viðkomandi ef hann samþykkir ekki leitina. Með þessu getur reyndar oft verið teflt á tæpasta vað þeirra heimilda sem lögreglan hefur.En hvað gerist ef lögreglan finnur ekkert?Grunur lögreglu, um að einstaklingur geymi eitthvað misjafnt í fórum sínum, reynist að sjálfsögðu ekki alltaf réttur. Þegar svo ber undir vakna eðlilega spurningar um réttarstöðu þess sem fyrir líkamsleitinni varð og hefur ekkert til saka unnið. Í einfaldri mynd er staðan þá sú að rannsókn lögreglu ber að fella niður og viðkomandi einstaklingur getur átt rétt á skaðabótum frá íslenska ríkinu fyrir líkamsleitina, ef skilyrði sakamálalaga þar um eru uppfyllt. Í sakamálalögum er þannig til staðar bótaregla sem skyldar ríkið til að greiða þeim skaðabætur, sem að ósekju verða fyrir þvingunarráðstöfunum af hálfu lögreglu, að skilyrðum laganna uppfylltum. Um er að ræða svokallaða hlutlæga bótareglu sem þýðir að almennt séð er auðveldara fyrir viðkomandi að sækja bætur, heldur en ef venjuleg sakarábyrgð gilti. Ábyrgð ríkisins er því ströng. Dæmi um aðrar aðgerðir lögreglu, sem með sama hætti geta leitt til bótaréttar, eru handtaka, húsleit og leit í bifreið. Þeir sem saklausir lenda í slíkum aðgerðum geta átt rétt til bóta.Glatar maður bótarétti með því að samþykkja líkamsleit?Loks er til þess að líta að í bótamálum vegna þvingunarráðstafana heldur íslenska ríkið því gjarnan fram til varnar, að með því að samþykkja aðgerð, eins og t.d. líkamsleit, þá sé einstaklingur um leið að fyrirgera bótarétti sínum. Nýleg dómafordæmi benda hins vegar til þess að þetta sé rangt. Af dómum má þannig draga þá ályktun að einstaklingur missi ekki rétt til bóta, þó hann hafi samþykkt þvingunarráðstöfun. Það er eðlileg niðurstaða, enda er maður með samþykki að aðstoða lögregluna og leggja sitt af mörkum til þess að rannsókn máls gangi skjótt fyrir sig. Það væri ófyrirsinna að slík samvinnuþýðni leiddi til þess að saklaus einstaklingur missti bótarétt. Samvinnuþýðir sakborningar eiga ekki að eiga minni rétt en ósamvinnuþýðir.Samhengi valds og ábyrgðarSem áður segir hefur ríkisvaldið, og lögreglan sem fulltrúi þess, víðtækar heimildir til að ganga á friðhelgi einkalífs okkar og persónufrelsi. Við slíkar heimildir er ekki hægt una nema þeim fylgi jafnframt ströng ábyrgð og ríkur skaðabótaréttur þeirra sem að ósekju verða fyrir slíkum aðgerðum og inngripum. Í frjálsu samfélagi er slíkt samhengi valds og ábyrgðar einfaldlega nauðsynlegur þáttur réttarfarsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Þó friðhelgi einkalífs og vernd gegn afskiptum af líkama okkar og persónufrelsi eigi sess bæði í stjórnarskrá og Mannréttindasáttmála Evrópu, hefur ríkisvaldið engu að síður víðtækar heimildir til þess að ganga á þessi réttindi. Dæmi um það eru heimildir lögreglu til leita á okkur; að beita einstaklinga svokallaðri líkamsleit. Spurningunni í fyrirsögninni hér að ofan geta margir eflaust svarað án þess að kynna sér sérstaklega þau lög sem um líkamsleit gilda. Hið stutta svar er einfaldlega þetta: Já, lögreglan má leita á þér, en hún verður að hafa gilda ástæðu til þess. Strangt til tekið er meginreglan reyndar sú að úrskurð dómara þarf til að heimila líkamsleit, nema viðkomandi einstaklingur samþykki leitina. Hins vegar er líkamsleit einnig heimil, án dómsúrskurðar, ef brýn hætta er á að bið eftir úrskurði valdi sakarspjöllum. Þetta þýðir í raun að ef lögreglu grunar sterklega að einstaklingur, sem hún rekst á, hafi eitthvað að fela, t.d. fíkniefni eða þýfi, þá mun hún að öllum líkindum leita á viðkomandi, án dómsúrskurðar, hvort sem einstaklingurinn samþykkir leitina eða ekki, eftir atvikum með því að handtaka viðkomandi ef hann samþykkir ekki leitina. Með þessu getur reyndar oft verið teflt á tæpasta vað þeirra heimilda sem lögreglan hefur.En hvað gerist ef lögreglan finnur ekkert?Grunur lögreglu, um að einstaklingur geymi eitthvað misjafnt í fórum sínum, reynist að sjálfsögðu ekki alltaf réttur. Þegar svo ber undir vakna eðlilega spurningar um réttarstöðu þess sem fyrir líkamsleitinni varð og hefur ekkert til saka unnið. Í einfaldri mynd er staðan þá sú að rannsókn lögreglu ber að fella niður og viðkomandi einstaklingur getur átt rétt á skaðabótum frá íslenska ríkinu fyrir líkamsleitina, ef skilyrði sakamálalaga þar um eru uppfyllt. Í sakamálalögum er þannig til staðar bótaregla sem skyldar ríkið til að greiða þeim skaðabætur, sem að ósekju verða fyrir þvingunarráðstöfunum af hálfu lögreglu, að skilyrðum laganna uppfylltum. Um er að ræða svokallaða hlutlæga bótareglu sem þýðir að almennt séð er auðveldara fyrir viðkomandi að sækja bætur, heldur en ef venjuleg sakarábyrgð gilti. Ábyrgð ríkisins er því ströng. Dæmi um aðrar aðgerðir lögreglu, sem með sama hætti geta leitt til bótaréttar, eru handtaka, húsleit og leit í bifreið. Þeir sem saklausir lenda í slíkum aðgerðum geta átt rétt til bóta.Glatar maður bótarétti með því að samþykkja líkamsleit?Loks er til þess að líta að í bótamálum vegna þvingunarráðstafana heldur íslenska ríkið því gjarnan fram til varnar, að með því að samþykkja aðgerð, eins og t.d. líkamsleit, þá sé einstaklingur um leið að fyrirgera bótarétti sínum. Nýleg dómafordæmi benda hins vegar til þess að þetta sé rangt. Af dómum má þannig draga þá ályktun að einstaklingur missi ekki rétt til bóta, þó hann hafi samþykkt þvingunarráðstöfun. Það er eðlileg niðurstaða, enda er maður með samþykki að aðstoða lögregluna og leggja sitt af mörkum til þess að rannsókn máls gangi skjótt fyrir sig. Það væri ófyrirsinna að slík samvinnuþýðni leiddi til þess að saklaus einstaklingur missti bótarétt. Samvinnuþýðir sakborningar eiga ekki að eiga minni rétt en ósamvinnuþýðir.Samhengi valds og ábyrgðarSem áður segir hefur ríkisvaldið, og lögreglan sem fulltrúi þess, víðtækar heimildir til að ganga á friðhelgi einkalífs okkar og persónufrelsi. Við slíkar heimildir er ekki hægt una nema þeim fylgi jafnframt ströng ábyrgð og ríkur skaðabótaréttur þeirra sem að ósekju verða fyrir slíkum aðgerðum og inngripum. Í frjálsu samfélagi er slíkt samhengi valds og ábyrgðar einfaldlega nauðsynlegur þáttur réttarfarsins.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun