Má lögreglan leita á mér? Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar 25. júlí 2016 14:59 Þó friðhelgi einkalífs og vernd gegn afskiptum af líkama okkar og persónufrelsi eigi sess bæði í stjórnarskrá og Mannréttindasáttmála Evrópu, hefur ríkisvaldið engu að síður víðtækar heimildir til þess að ganga á þessi réttindi. Dæmi um það eru heimildir lögreglu til leita á okkur; að beita einstaklinga svokallaðri líkamsleit. Spurningunni í fyrirsögninni hér að ofan geta margir eflaust svarað án þess að kynna sér sérstaklega þau lög sem um líkamsleit gilda. Hið stutta svar er einfaldlega þetta: Já, lögreglan má leita á þér, en hún verður að hafa gilda ástæðu til þess. Strangt til tekið er meginreglan reyndar sú að úrskurð dómara þarf til að heimila líkamsleit, nema viðkomandi einstaklingur samþykki leitina. Hins vegar er líkamsleit einnig heimil, án dómsúrskurðar, ef brýn hætta er á að bið eftir úrskurði valdi sakarspjöllum. Þetta þýðir í raun að ef lögreglu grunar sterklega að einstaklingur, sem hún rekst á, hafi eitthvað að fela, t.d. fíkniefni eða þýfi, þá mun hún að öllum líkindum leita á viðkomandi, án dómsúrskurðar, hvort sem einstaklingurinn samþykkir leitina eða ekki, eftir atvikum með því að handtaka viðkomandi ef hann samþykkir ekki leitina. Með þessu getur reyndar oft verið teflt á tæpasta vað þeirra heimilda sem lögreglan hefur.En hvað gerist ef lögreglan finnur ekkert?Grunur lögreglu, um að einstaklingur geymi eitthvað misjafnt í fórum sínum, reynist að sjálfsögðu ekki alltaf réttur. Þegar svo ber undir vakna eðlilega spurningar um réttarstöðu þess sem fyrir líkamsleitinni varð og hefur ekkert til saka unnið. Í einfaldri mynd er staðan þá sú að rannsókn lögreglu ber að fella niður og viðkomandi einstaklingur getur átt rétt á skaðabótum frá íslenska ríkinu fyrir líkamsleitina, ef skilyrði sakamálalaga þar um eru uppfyllt. Í sakamálalögum er þannig til staðar bótaregla sem skyldar ríkið til að greiða þeim skaðabætur, sem að ósekju verða fyrir þvingunarráðstöfunum af hálfu lögreglu, að skilyrðum laganna uppfylltum. Um er að ræða svokallaða hlutlæga bótareglu sem þýðir að almennt séð er auðveldara fyrir viðkomandi að sækja bætur, heldur en ef venjuleg sakarábyrgð gilti. Ábyrgð ríkisins er því ströng. Dæmi um aðrar aðgerðir lögreglu, sem með sama hætti geta leitt til bótaréttar, eru handtaka, húsleit og leit í bifreið. Þeir sem saklausir lenda í slíkum aðgerðum geta átt rétt til bóta.Glatar maður bótarétti með því að samþykkja líkamsleit?Loks er til þess að líta að í bótamálum vegna þvingunarráðstafana heldur íslenska ríkið því gjarnan fram til varnar, að með því að samþykkja aðgerð, eins og t.d. líkamsleit, þá sé einstaklingur um leið að fyrirgera bótarétti sínum. Nýleg dómafordæmi benda hins vegar til þess að þetta sé rangt. Af dómum má þannig draga þá ályktun að einstaklingur missi ekki rétt til bóta, þó hann hafi samþykkt þvingunarráðstöfun. Það er eðlileg niðurstaða, enda er maður með samþykki að aðstoða lögregluna og leggja sitt af mörkum til þess að rannsókn máls gangi skjótt fyrir sig. Það væri ófyrirsinna að slík samvinnuþýðni leiddi til þess að saklaus einstaklingur missti bótarétt. Samvinnuþýðir sakborningar eiga ekki að eiga minni rétt en ósamvinnuþýðir.Samhengi valds og ábyrgðarSem áður segir hefur ríkisvaldið, og lögreglan sem fulltrúi þess, víðtækar heimildir til að ganga á friðhelgi einkalífs okkar og persónufrelsi. Við slíkar heimildir er ekki hægt una nema þeim fylgi jafnframt ströng ábyrgð og ríkur skaðabótaréttur þeirra sem að ósekju verða fyrir slíkum aðgerðum og inngripum. Í frjálsu samfélagi er slíkt samhengi valds og ábyrgðar einfaldlega nauðsynlegur þáttur réttarfarsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þó friðhelgi einkalífs og vernd gegn afskiptum af líkama okkar og persónufrelsi eigi sess bæði í stjórnarskrá og Mannréttindasáttmála Evrópu, hefur ríkisvaldið engu að síður víðtækar heimildir til þess að ganga á þessi réttindi. Dæmi um það eru heimildir lögreglu til leita á okkur; að beita einstaklinga svokallaðri líkamsleit. Spurningunni í fyrirsögninni hér að ofan geta margir eflaust svarað án þess að kynna sér sérstaklega þau lög sem um líkamsleit gilda. Hið stutta svar er einfaldlega þetta: Já, lögreglan má leita á þér, en hún verður að hafa gilda ástæðu til þess. Strangt til tekið er meginreglan reyndar sú að úrskurð dómara þarf til að heimila líkamsleit, nema viðkomandi einstaklingur samþykki leitina. Hins vegar er líkamsleit einnig heimil, án dómsúrskurðar, ef brýn hætta er á að bið eftir úrskurði valdi sakarspjöllum. Þetta þýðir í raun að ef lögreglu grunar sterklega að einstaklingur, sem hún rekst á, hafi eitthvað að fela, t.d. fíkniefni eða þýfi, þá mun hún að öllum líkindum leita á viðkomandi, án dómsúrskurðar, hvort sem einstaklingurinn samþykkir leitina eða ekki, eftir atvikum með því að handtaka viðkomandi ef hann samþykkir ekki leitina. Með þessu getur reyndar oft verið teflt á tæpasta vað þeirra heimilda sem lögreglan hefur.En hvað gerist ef lögreglan finnur ekkert?Grunur lögreglu, um að einstaklingur geymi eitthvað misjafnt í fórum sínum, reynist að sjálfsögðu ekki alltaf réttur. Þegar svo ber undir vakna eðlilega spurningar um réttarstöðu þess sem fyrir líkamsleitinni varð og hefur ekkert til saka unnið. Í einfaldri mynd er staðan þá sú að rannsókn lögreglu ber að fella niður og viðkomandi einstaklingur getur átt rétt á skaðabótum frá íslenska ríkinu fyrir líkamsleitina, ef skilyrði sakamálalaga þar um eru uppfyllt. Í sakamálalögum er þannig til staðar bótaregla sem skyldar ríkið til að greiða þeim skaðabætur, sem að ósekju verða fyrir þvingunarráðstöfunum af hálfu lögreglu, að skilyrðum laganna uppfylltum. Um er að ræða svokallaða hlutlæga bótareglu sem þýðir að almennt séð er auðveldara fyrir viðkomandi að sækja bætur, heldur en ef venjuleg sakarábyrgð gilti. Ábyrgð ríkisins er því ströng. Dæmi um aðrar aðgerðir lögreglu, sem með sama hætti geta leitt til bótaréttar, eru handtaka, húsleit og leit í bifreið. Þeir sem saklausir lenda í slíkum aðgerðum geta átt rétt til bóta.Glatar maður bótarétti með því að samþykkja líkamsleit?Loks er til þess að líta að í bótamálum vegna þvingunarráðstafana heldur íslenska ríkið því gjarnan fram til varnar, að með því að samþykkja aðgerð, eins og t.d. líkamsleit, þá sé einstaklingur um leið að fyrirgera bótarétti sínum. Nýleg dómafordæmi benda hins vegar til þess að þetta sé rangt. Af dómum má þannig draga þá ályktun að einstaklingur missi ekki rétt til bóta, þó hann hafi samþykkt þvingunarráðstöfun. Það er eðlileg niðurstaða, enda er maður með samþykki að aðstoða lögregluna og leggja sitt af mörkum til þess að rannsókn máls gangi skjótt fyrir sig. Það væri ófyrirsinna að slík samvinnuþýðni leiddi til þess að saklaus einstaklingur missti bótarétt. Samvinnuþýðir sakborningar eiga ekki að eiga minni rétt en ósamvinnuþýðir.Samhengi valds og ábyrgðarSem áður segir hefur ríkisvaldið, og lögreglan sem fulltrúi þess, víðtækar heimildir til að ganga á friðhelgi einkalífs okkar og persónufrelsi. Við slíkar heimildir er ekki hægt una nema þeim fylgi jafnframt ströng ábyrgð og ríkur skaðabótaréttur þeirra sem að ósekju verða fyrir slíkum aðgerðum og inngripum. Í frjálsu samfélagi er slíkt samhengi valds og ábyrgðar einfaldlega nauðsynlegur þáttur réttarfarsins.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar