Erlent

Enn einn skíðamaðurinn lætur lífið í snjóflóði í Ölpunum

Atli Ísleifsson skrifar
Snjóflóðið varð í fjallinu Mittelallalin í suðurhluta Sviss og var hópurinn á leið til bæjarins Saas-Almagell. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Snjóflóðið varð í fjallinu Mittelallalin í suðurhluta Sviss og var hópurinn á leið til bæjarins Saas-Almagell. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/AFP
36 ára skíðamaður lést á sjúkrahúsi í svissnesku höfuðborginni Bern og annar er alvarlega slasaður eftir að sex manna hópur lenti í snjóflóði í Ölpunum í morgun.

Í frétt DR kemur fram að hópurinn hafi skíðað á ótroðnu svæði.

Snjóflóðið varð í fjallinu Mittelallalin í suðurhluta Sviss og var hópurinn á leið til bæjarins Saas-Almagell.

Fjórum úr hópnum tókst að grafa sig úr snjónum af sjálfsdáðum.

Snjóflóðahætta hefur verið mikil í Ölpunum í vetur þar sem fimmtán manns hafa látið lífið það sem af er.

Sex þeirra voru liðsmenn í frönsku útlendingahersveitinni sem lentu í snjóflóði við æfingar og þá létust fimm tékkneskir skíðamenn í snjóflóði í Austurríki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×