Dagur semur við Japan til ársins 2024 Henry Birgir Gunnarsson skrifar 23. nóvember 2016 16:10 Mikið og langt ævintýri bíður Dags Sigurðssonar á nýju ári. vísir/getty „Þetta er búið að eiga sér langan aðdraganda. Það eru svona tíu ár síðan ég byrjaði að vera í stöðugu sambandi við japanska sambandið,“ segir Dagur Sigurðsson handboltaþjálfari við Vísi en í kvöld verður tilkynnt að hann hafi samið við japanska handknattleikssambandið. Er það var staðfest að Dagur myndi hætta með þýska landsliðið eftir HM í janúar var orðið ljóst að hann væri á leið til Japans. „Ég hef verið að aðstoða Japani með þjálfara og leikmenn hér í Þýskalandi síðustu ár. Svo hef ég flogið þarna yfir einu sinni á ári til að halda fyrirlestra.“ Dagur segir að eftir Ólympíuleikana í Ríó í ágúst hafi fyrst komið upp að japanska sambandið ætlaði að bjóða sér samning um að taka við landsliði þjóðarinnar og hjálpa til við að byggja upp handboltann í landinu. „Samningurinn er klár og þeir munu tilkynna um samninginn seint í kvöld,“ segir Dagur en talað hefur verið um að hann ætti að gera lið Japan samkeppnishæft fyrir ÓL í Tókýó árið 2020. Japanir horfa lengra en það og samningur Dags er því afar langur. „Þessi samningur er fram yfir Ólympíuleikana 2024 þannig að þetta er í raun rúmlega sjö ára samningur,“ segir Dagur en svo langt er í þá leika að ekki liggur enn fyrir hvar leikarnir árið 2024 verða. Það verður ákveðið í september. „Þetta er langtímaverkefni. Ég geri mér grein fyrir því að ég er ekki að búa til eitthvað súperlið fyrir árið 2020. Ég var til í að skoða þetta með þeim ef þeir væru að horfa á að lyfta boltanum upp í heild sinni. Ég mun vinna með deildarþjálfurunum og koma að ansi mörgum þáttum handboltans í Japan.“ Handbolti Tengdar fréttir Dagur hættir með þýska landsliðið og tekur við Japan Dagur Sigurðsson mun stýra þýska handboltalandsliðinu í síðasta sinn á HM í Frakklandi í byrjun næsta árs. Dagur hefur ákveðið að taka við japanska landsliðinu í sumar. 22. nóvember 2016 09:00 Bob Hanning: Dagur breytti hugsunarhættinum í þýskum handbolta Bob Hanning, varaforseti þýska handboltasambandsins, talar vel um Dag Sigurðsson í fréttinni um að íslenski þjálfarinn hafi ákveðið að hætta sem þjálfari þýska handboltalandsliðið eftir HM í Frakklandi. 22. nóvember 2016 09:19 Hanning: Staða okkar gagnvart Degi mjög þröng Varaforseti þýska handknattleikssambandsins segir að það hafi verið lítið hægt að gera til að halda Degi Sigurðssyni. 23. nóvember 2016 13:45 Kretzschmar: Gerðum við nóg til að halda Degi? Stefan Kretzschmar sér mjög á eftir Degi Sigurðssyni sem hefur ákveðið að hætta með þýska landsliðið. 23. nóvember 2016 17:00 Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Donni þarf líka að fara í aðgerð Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Fleiri fréttir Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM „Ég er bara Króati á morgun“ Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Donni þarf líka að fara í aðgerð „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Sjá meira
„Þetta er búið að eiga sér langan aðdraganda. Það eru svona tíu ár síðan ég byrjaði að vera í stöðugu sambandi við japanska sambandið,“ segir Dagur Sigurðsson handboltaþjálfari við Vísi en í kvöld verður tilkynnt að hann hafi samið við japanska handknattleikssambandið. Er það var staðfest að Dagur myndi hætta með þýska landsliðið eftir HM í janúar var orðið ljóst að hann væri á leið til Japans. „Ég hef verið að aðstoða Japani með þjálfara og leikmenn hér í Þýskalandi síðustu ár. Svo hef ég flogið þarna yfir einu sinni á ári til að halda fyrirlestra.“ Dagur segir að eftir Ólympíuleikana í Ríó í ágúst hafi fyrst komið upp að japanska sambandið ætlaði að bjóða sér samning um að taka við landsliði þjóðarinnar og hjálpa til við að byggja upp handboltann í landinu. „Samningurinn er klár og þeir munu tilkynna um samninginn seint í kvöld,“ segir Dagur en talað hefur verið um að hann ætti að gera lið Japan samkeppnishæft fyrir ÓL í Tókýó árið 2020. Japanir horfa lengra en það og samningur Dags er því afar langur. „Þessi samningur er fram yfir Ólympíuleikana 2024 þannig að þetta er í raun rúmlega sjö ára samningur,“ segir Dagur en svo langt er í þá leika að ekki liggur enn fyrir hvar leikarnir árið 2024 verða. Það verður ákveðið í september. „Þetta er langtímaverkefni. Ég geri mér grein fyrir því að ég er ekki að búa til eitthvað súperlið fyrir árið 2020. Ég var til í að skoða þetta með þeim ef þeir væru að horfa á að lyfta boltanum upp í heild sinni. Ég mun vinna með deildarþjálfurunum og koma að ansi mörgum þáttum handboltans í Japan.“
Handbolti Tengdar fréttir Dagur hættir með þýska landsliðið og tekur við Japan Dagur Sigurðsson mun stýra þýska handboltalandsliðinu í síðasta sinn á HM í Frakklandi í byrjun næsta árs. Dagur hefur ákveðið að taka við japanska landsliðinu í sumar. 22. nóvember 2016 09:00 Bob Hanning: Dagur breytti hugsunarhættinum í þýskum handbolta Bob Hanning, varaforseti þýska handboltasambandsins, talar vel um Dag Sigurðsson í fréttinni um að íslenski þjálfarinn hafi ákveðið að hætta sem þjálfari þýska handboltalandsliðið eftir HM í Frakklandi. 22. nóvember 2016 09:19 Hanning: Staða okkar gagnvart Degi mjög þröng Varaforseti þýska handknattleikssambandsins segir að það hafi verið lítið hægt að gera til að halda Degi Sigurðssyni. 23. nóvember 2016 13:45 Kretzschmar: Gerðum við nóg til að halda Degi? Stefan Kretzschmar sér mjög á eftir Degi Sigurðssyni sem hefur ákveðið að hætta með þýska landsliðið. 23. nóvember 2016 17:00 Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Donni þarf líka að fara í aðgerð Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Fleiri fréttir Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM „Ég er bara Króati á morgun“ Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Donni þarf líka að fara í aðgerð „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Sjá meira
Dagur hættir með þýska landsliðið og tekur við Japan Dagur Sigurðsson mun stýra þýska handboltalandsliðinu í síðasta sinn á HM í Frakklandi í byrjun næsta árs. Dagur hefur ákveðið að taka við japanska landsliðinu í sumar. 22. nóvember 2016 09:00
Bob Hanning: Dagur breytti hugsunarhættinum í þýskum handbolta Bob Hanning, varaforseti þýska handboltasambandsins, talar vel um Dag Sigurðsson í fréttinni um að íslenski þjálfarinn hafi ákveðið að hætta sem þjálfari þýska handboltalandsliðið eftir HM í Frakklandi. 22. nóvember 2016 09:19
Hanning: Staða okkar gagnvart Degi mjög þröng Varaforseti þýska handknattleikssambandsins segir að það hafi verið lítið hægt að gera til að halda Degi Sigurðssyni. 23. nóvember 2016 13:45
Kretzschmar: Gerðum við nóg til að halda Degi? Stefan Kretzschmar sér mjög á eftir Degi Sigurðssyni sem hefur ákveðið að hætta með þýska landsliðið. 23. nóvember 2016 17:00