Afmælisbarnið Sigrún: Erum með marga flotta karaktera í liðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. nóvember 2016 13:00 Hún á afmæli í dag. Sigrún Sjöfn Ámundadóttir. Mynd/S2/Böddi Sigrún Sjöfn Ámundadóttir verður í stóru hlutverki hjá íslenska kvennalandsliðinu í körfubolta á afmælisdaginn sinn. Íslensku stelpurnar mæta Portúgal í Laugardalshöllinni klukkan 19.30 í kvöld en þetta er sjötti og síðasti leikur íslenska liðsins í undankeppni EM 2017. Sigrún Sjöfn heldur upp á 28 ára afmælið sitt í dag en hún er fædd 23. nóvember 1988. Íslenska liðið þarf að rífa sig upp eftir 46 stiga tap út í Slóvakíu á laugardaginn. „Þetta var erfitt. Leikurinn var bara erfiður í alla staði og ég held að ég hafi aldrei spilað leik þar sem ég hef lent jafnoft á vegg. Við reyndum og reyndum en það gekk ekki. Þær voru stórar, sterkar og hraðar og það gekk ekkert upp hjá okkur,“ sagði Sigrún Sjöfn Ámundadóttir eftir æfingu liðsins í gær. Hvernig ætla stelpurnar að rífa sig upp eftir skellinn úti í Slóvakíu? „Við erum með marga flotta karaktera í liðinu. Við ætlum að gera betur og við munum gera betur. Þetta var erfitt en þetta er búið að það er ekkert sem við getum gert núna til þess að breyta því. Við ætlum að standa okkur í næsta leik og gera ennþá betur,“ sagði Sigrún. „Þetta er ný hópur sem er að koma saman. Það er því erfitt að byggja ofan á það sem við gerðum á síðasta vetri. Það er margt sem þarf að laga og þá sérstaklega í sóknarleiknum. Við þurfum að finna lausnir,“ sagði Sigrún. Sigrún var bæði stighæst og með flestar stoðsendingar hjá liðinu í leiknum á móti Slóvakíu. „Ég þarf að taka mig til og gera betur eins og allir aðrir í liðinu, bæði í sókn og vörn. Þetta er erfitt af því að þær eru stórar og sterkar en við eigum meiri möguleika á móti Portúgölunum,“ sagði Sigrún. Íslenska liðið vann frábæran sigur á Ungverjalandi í febrúar. „Við vorum hérna heima og fengum frábæran stuðning frá áhorfendum sem gaf okkur ennþá meiri kraft inn á völlinn. Ef við fáum góðan stuðning og tökum okkur allar saman og berjumst sem einn maður þá eigum við góða möguleika,“ sagði Sigrún. Fyrri leikurinn tapaðist út í Portúgal en það er eini sigur portúgalska liðsins í keppninni. Sigur tryggir íslenska liðinu þriðja sæti riðilsins. „Við höfum talað um það eftir síðasta leikinn á móti Portúgal að við ætlum að vinna þær hérna heima. Það er stefnan að vinna þær og taka þriðja sætið,“ sagði Sigrún að lokum. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Pálína ekki með gegn Portúgal Pálína Gunnlaugsdóttir verður ekki með íslenska landsliðinu þegar það mætir því portúgalska í undankeppni EM í körfubolta í Laugardalshöllinni á morgun. 22. nóvember 2016 11:22 Erfitt fyrir Helenu að horfa á íslenska liðið tapa út í Slóvakíu Helena Sverrisdóttir var mætt á æfingu hjá íslenska kvennalandsliðinu í körfubolta í gær en hún á von á barni og getur ekki hjálpað liðinu inn á vellinum í kvöld þegar stelpurnar mæta Portúgal í Laugardalshöllinni. 23. nóvember 2016 10:30 Mest lesið Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Fótbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Fótbolti Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit Körfubolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu Handbolti Fleiri fréttir Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Sjá meira
Sigrún Sjöfn Ámundadóttir verður í stóru hlutverki hjá íslenska kvennalandsliðinu í körfubolta á afmælisdaginn sinn. Íslensku stelpurnar mæta Portúgal í Laugardalshöllinni klukkan 19.30 í kvöld en þetta er sjötti og síðasti leikur íslenska liðsins í undankeppni EM 2017. Sigrún Sjöfn heldur upp á 28 ára afmælið sitt í dag en hún er fædd 23. nóvember 1988. Íslenska liðið þarf að rífa sig upp eftir 46 stiga tap út í Slóvakíu á laugardaginn. „Þetta var erfitt. Leikurinn var bara erfiður í alla staði og ég held að ég hafi aldrei spilað leik þar sem ég hef lent jafnoft á vegg. Við reyndum og reyndum en það gekk ekki. Þær voru stórar, sterkar og hraðar og það gekk ekkert upp hjá okkur,“ sagði Sigrún Sjöfn Ámundadóttir eftir æfingu liðsins í gær. Hvernig ætla stelpurnar að rífa sig upp eftir skellinn úti í Slóvakíu? „Við erum með marga flotta karaktera í liðinu. Við ætlum að gera betur og við munum gera betur. Þetta var erfitt en þetta er búið að það er ekkert sem við getum gert núna til þess að breyta því. Við ætlum að standa okkur í næsta leik og gera ennþá betur,“ sagði Sigrún. „Þetta er ný hópur sem er að koma saman. Það er því erfitt að byggja ofan á það sem við gerðum á síðasta vetri. Það er margt sem þarf að laga og þá sérstaklega í sóknarleiknum. Við þurfum að finna lausnir,“ sagði Sigrún. Sigrún var bæði stighæst og með flestar stoðsendingar hjá liðinu í leiknum á móti Slóvakíu. „Ég þarf að taka mig til og gera betur eins og allir aðrir í liðinu, bæði í sókn og vörn. Þetta er erfitt af því að þær eru stórar og sterkar en við eigum meiri möguleika á móti Portúgölunum,“ sagði Sigrún. Íslenska liðið vann frábæran sigur á Ungverjalandi í febrúar. „Við vorum hérna heima og fengum frábæran stuðning frá áhorfendum sem gaf okkur ennþá meiri kraft inn á völlinn. Ef við fáum góðan stuðning og tökum okkur allar saman og berjumst sem einn maður þá eigum við góða möguleika,“ sagði Sigrún. Fyrri leikurinn tapaðist út í Portúgal en það er eini sigur portúgalska liðsins í keppninni. Sigur tryggir íslenska liðinu þriðja sæti riðilsins. „Við höfum talað um það eftir síðasta leikinn á móti Portúgal að við ætlum að vinna þær hérna heima. Það er stefnan að vinna þær og taka þriðja sætið,“ sagði Sigrún að lokum.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Pálína ekki með gegn Portúgal Pálína Gunnlaugsdóttir verður ekki með íslenska landsliðinu þegar það mætir því portúgalska í undankeppni EM í körfubolta í Laugardalshöllinni á morgun. 22. nóvember 2016 11:22 Erfitt fyrir Helenu að horfa á íslenska liðið tapa út í Slóvakíu Helena Sverrisdóttir var mætt á æfingu hjá íslenska kvennalandsliðinu í körfubolta í gær en hún á von á barni og getur ekki hjálpað liðinu inn á vellinum í kvöld þegar stelpurnar mæta Portúgal í Laugardalshöllinni. 23. nóvember 2016 10:30 Mest lesið Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Fótbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Fótbolti Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit Körfubolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu Handbolti Fleiri fréttir Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Sjá meira
Pálína ekki með gegn Portúgal Pálína Gunnlaugsdóttir verður ekki með íslenska landsliðinu þegar það mætir því portúgalska í undankeppni EM í körfubolta í Laugardalshöllinni á morgun. 22. nóvember 2016 11:22
Erfitt fyrir Helenu að horfa á íslenska liðið tapa út í Slóvakíu Helena Sverrisdóttir var mætt á æfingu hjá íslenska kvennalandsliðinu í körfubolta í gær en hún á von á barni og getur ekki hjálpað liðinu inn á vellinum í kvöld þegar stelpurnar mæta Portúgal í Laugardalshöllinni. 23. nóvember 2016 10:30