Gummi Ben lýsti körfuboltaleik án þess að vita af því Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. október 2016 22:00 Guðmundur Benediktsson og LeBron James. Vísir/Samsett mynd Íslenski íþróttafréttamaðurinn Guðmundur Benediktsson varð heimsfrægur síðasta sumar eftir ógleymanlega lýsingu hans á sigurmarki íslenska fótboltalandsliðsins á móti Austurríki á EM í Frakklandi. Gummi Ben gjörsamlega missti sig þegar Arnór Ingvi Traustason tryggði íslenska liðinu sigur og þar með leik á móti Englandi í sextán liða úrslitunum. Lýsing Gumma Ben fór eins og eldur um sinu um allan veraldavefinn þetta miðvikudagskvöld í júní enda innlifun hans engu öðru lík. Það var ekki nóg með að heimurinn var búinn að horfa á lýsinguna aftur og aftur þá höfðu einhverjir sniðugir einnig sett saman þungarokkslag með lýsingu Guðmundar undir. Það var þá en lýsing Guðmundar er samt enn að poppa upp á netinu. Það eru liðnir rúmir þrír mánuðir frá þessum ótrúlegu dögum í júnímánuði en hin stóra sportfréttastofa ESPN hefur nú látið útbúa myndband þar sem þessi eftirminnilega lýsing Gumma Ben kemur fyrir. Þremur dögum fyrir leik Íslands og Austurríkis í París hafði Cleveland Cavaliers tryggt sér NBA-titilinn í fyrsta skiptið í sögu félagsins. LeBron James var stórkostlegur í lokaúrslitunum og eitt frægasta atvik úrslitanna var þegar hann birtist allt í einu og varði skot Andre Iguodala í hraðaupphlaupi. Í stað þess að koma Golden State Warriors yfir (staðan var 89-89) fór Cleveland-liðið í sókn, Kyrie Irving setti niður þrist og James og félagar fögnuðu sigri. ESPN ákvað að setja saman myndbrot af þessu magnaða varða skoti LeBron James og lýsingu Gumma Ben af sigurmarki Arnórs Ingva Traustasonar. Myndbandið heitir: „LeBron´s epic block as heard in Iceland“ Það má sjá útkomuna hér fyrir neðan. EM 2016 í Frakklandi NBA Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Fleiri fréttir Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Sjá meira
Íslenski íþróttafréttamaðurinn Guðmundur Benediktsson varð heimsfrægur síðasta sumar eftir ógleymanlega lýsingu hans á sigurmarki íslenska fótboltalandsliðsins á móti Austurríki á EM í Frakklandi. Gummi Ben gjörsamlega missti sig þegar Arnór Ingvi Traustason tryggði íslenska liðinu sigur og þar með leik á móti Englandi í sextán liða úrslitunum. Lýsing Gumma Ben fór eins og eldur um sinu um allan veraldavefinn þetta miðvikudagskvöld í júní enda innlifun hans engu öðru lík. Það var ekki nóg með að heimurinn var búinn að horfa á lýsinguna aftur og aftur þá höfðu einhverjir sniðugir einnig sett saman þungarokkslag með lýsingu Guðmundar undir. Það var þá en lýsing Guðmundar er samt enn að poppa upp á netinu. Það eru liðnir rúmir þrír mánuðir frá þessum ótrúlegu dögum í júnímánuði en hin stóra sportfréttastofa ESPN hefur nú látið útbúa myndband þar sem þessi eftirminnilega lýsing Gumma Ben kemur fyrir. Þremur dögum fyrir leik Íslands og Austurríkis í París hafði Cleveland Cavaliers tryggt sér NBA-titilinn í fyrsta skiptið í sögu félagsins. LeBron James var stórkostlegur í lokaúrslitunum og eitt frægasta atvik úrslitanna var þegar hann birtist allt í einu og varði skot Andre Iguodala í hraðaupphlaupi. Í stað þess að koma Golden State Warriors yfir (staðan var 89-89) fór Cleveland-liðið í sókn, Kyrie Irving setti niður þrist og James og félagar fögnuðu sigri. ESPN ákvað að setja saman myndbrot af þessu magnaða varða skoti LeBron James og lýsingu Gumma Ben af sigurmarki Arnórs Ingva Traustasonar. Myndbandið heitir: „LeBron´s epic block as heard in Iceland“ Það má sjá útkomuna hér fyrir neðan.
EM 2016 í Frakklandi NBA Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Fleiri fréttir Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Sjá meira