Verðandi foreldrar efins um bólusetningar Ingvar Haraldsson skrifar 30. mars 2016 07:00 María Kristinsdóttir hjúkrunarfræðingur segir athyglisvert að hluti svarenda hafi óttast að bólusetningar gætu leitt til einhverfu og floga. Sjötta hvert verðandi foreldri sem tók þátt í nýrri könnun var nokkuð eða mjög ósammála þeirri fullyrðingu að bólusetningar væru öruggar. Þá var álíka stór hópur eða 15,3 prósent ósammála því að bólusetningar væru nauðsynlegar til að vernda heilsu barna. Könnunin var hluti af meistararitgerð Maríu Kristinsdóttur hjúkrunarfræðings í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum við Háskóla Íslands. Könnunin náði til 470 einstaklinga og var lögð fyrir hópa verðandi foreldra á Facebook. Þrátt fyrir efasemdir hluta þátttakenda um gagnsemi bólusetninga ætluðu 95,3 prósent þeirra engu að síður að láta bólusetja börn sín að fullu. Þá höfðu 3,5 prósent ekki leitt hugann að bólusetningum eða tekið ákvörðun um bólusetningar, 0,4 prósent hugðust ætla að láta bólusetja börn sín að hluta og 0,6 prósent ekki að láta bólusetja börn sín. María segir það hafa komið á óvart hve hlutfall foreldra sem töldu bólusetningar ekki öruggar eða nauðsynlegar hafi verið hátt. „Sérstaklega í ljósi þess að langstærstur meirihlutinn var búinn að taka ákvörðun um að láta bólusetja barnið sitt,“ segir María. „Það fær mann til að velta því fyrir sér af hverju fólk lætur bólusetja yfirleitt. Hvort það sé af því allir geri það,“ bætir hún við. Þá bendir María á að þriðjungur þátttakenda hafi sagst þekkja sjúkdómana lítið sem bólusett er gegn og tveir af hverjum þremur viti lítið um bóluefnin sjálf. María sagði það athyglisvert að 1,9 prósent þátttakenda hafi óttast að bólusetningar gætu leitt til dauðsfalla, 2,3 prósent til floga og 3,2 prósent til einhverfu. Haraldur Briem, settur sótvarnalæknir, segir bólusetningar vera álitnar öruggar. „Svona í stóru myndinni flokkast þær sem öruggar. Ávinningurinn er svo miklu miklu meiri af því heldur en ef þú gerðir það ekki að það er ekki stætt á öðru,“ segir hann. „Það þarf að ná ákveðnu hlutfalli barna sem eru bólusett til að ná hjarðónæmi. Við vitum að það er alltaf ákveðið hlutfall einstaklinga sem alls ekki vill þetta og er á móti þessu og svo eru kannski einhverjir með undirliggjandi sjúkdóma en þá verja allir hinir sem eru bólusettir þessa einstaklinga,“ segir hann. Þá bendir Haraldur á nýlega könnun sem hann og fleiri íslenskir heilbrigðisstarfsmenn unnu þar sem fram kom viðhorf Íslendinga til bólusetninga. Þar kom fram að tíu prósent almennings óttuðust að bólusetningar gætu haft alvarlega afleiðingar á heilsu þeirra sem væru bólusettir. Þátttakendur í könnun Maríu voru 470 og voru 90,5 prósent kvenkyns og 9,5 prósent karlkyns. Þá voru 58,6 prósent þátttakenda á þrítugsaldri og 38,3 prósent á fertugsaldri. Alls bjuggu 78,3 prósent þátttakenda á höfuðborgarsvæðinu. Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Sjötta hvert verðandi foreldri sem tók þátt í nýrri könnun var nokkuð eða mjög ósammála þeirri fullyrðingu að bólusetningar væru öruggar. Þá var álíka stór hópur eða 15,3 prósent ósammála því að bólusetningar væru nauðsynlegar til að vernda heilsu barna. Könnunin var hluti af meistararitgerð Maríu Kristinsdóttur hjúkrunarfræðings í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum við Háskóla Íslands. Könnunin náði til 470 einstaklinga og var lögð fyrir hópa verðandi foreldra á Facebook. Þrátt fyrir efasemdir hluta þátttakenda um gagnsemi bólusetninga ætluðu 95,3 prósent þeirra engu að síður að láta bólusetja börn sín að fullu. Þá höfðu 3,5 prósent ekki leitt hugann að bólusetningum eða tekið ákvörðun um bólusetningar, 0,4 prósent hugðust ætla að láta bólusetja börn sín að hluta og 0,6 prósent ekki að láta bólusetja börn sín. María segir það hafa komið á óvart hve hlutfall foreldra sem töldu bólusetningar ekki öruggar eða nauðsynlegar hafi verið hátt. „Sérstaklega í ljósi þess að langstærstur meirihlutinn var búinn að taka ákvörðun um að láta bólusetja barnið sitt,“ segir María. „Það fær mann til að velta því fyrir sér af hverju fólk lætur bólusetja yfirleitt. Hvort það sé af því allir geri það,“ bætir hún við. Þá bendir María á að þriðjungur þátttakenda hafi sagst þekkja sjúkdómana lítið sem bólusett er gegn og tveir af hverjum þremur viti lítið um bóluefnin sjálf. María sagði það athyglisvert að 1,9 prósent þátttakenda hafi óttast að bólusetningar gætu leitt til dauðsfalla, 2,3 prósent til floga og 3,2 prósent til einhverfu. Haraldur Briem, settur sótvarnalæknir, segir bólusetningar vera álitnar öruggar. „Svona í stóru myndinni flokkast þær sem öruggar. Ávinningurinn er svo miklu miklu meiri af því heldur en ef þú gerðir það ekki að það er ekki stætt á öðru,“ segir hann. „Það þarf að ná ákveðnu hlutfalli barna sem eru bólusett til að ná hjarðónæmi. Við vitum að það er alltaf ákveðið hlutfall einstaklinga sem alls ekki vill þetta og er á móti þessu og svo eru kannski einhverjir með undirliggjandi sjúkdóma en þá verja allir hinir sem eru bólusettir þessa einstaklinga,“ segir hann. Þá bendir Haraldur á nýlega könnun sem hann og fleiri íslenskir heilbrigðisstarfsmenn unnu þar sem fram kom viðhorf Íslendinga til bólusetninga. Þar kom fram að tíu prósent almennings óttuðust að bólusetningar gætu haft alvarlega afleiðingar á heilsu þeirra sem væru bólusettir. Þátttakendur í könnun Maríu voru 470 og voru 90,5 prósent kvenkyns og 9,5 prósent karlkyns. Þá voru 58,6 prósent þátttakenda á þrítugsaldri og 38,3 prósent á fertugsaldri. Alls bjuggu 78,3 prósent þátttakenda á höfuðborgarsvæðinu.
Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira