Verðandi foreldrar efins um bólusetningar Ingvar Haraldsson skrifar 30. mars 2016 07:00 María Kristinsdóttir hjúkrunarfræðingur segir athyglisvert að hluti svarenda hafi óttast að bólusetningar gætu leitt til einhverfu og floga. Sjötta hvert verðandi foreldri sem tók þátt í nýrri könnun var nokkuð eða mjög ósammála þeirri fullyrðingu að bólusetningar væru öruggar. Þá var álíka stór hópur eða 15,3 prósent ósammála því að bólusetningar væru nauðsynlegar til að vernda heilsu barna. Könnunin var hluti af meistararitgerð Maríu Kristinsdóttur hjúkrunarfræðings í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum við Háskóla Íslands. Könnunin náði til 470 einstaklinga og var lögð fyrir hópa verðandi foreldra á Facebook. Þrátt fyrir efasemdir hluta þátttakenda um gagnsemi bólusetninga ætluðu 95,3 prósent þeirra engu að síður að láta bólusetja börn sín að fullu. Þá höfðu 3,5 prósent ekki leitt hugann að bólusetningum eða tekið ákvörðun um bólusetningar, 0,4 prósent hugðust ætla að láta bólusetja börn sín að hluta og 0,6 prósent ekki að láta bólusetja börn sín. María segir það hafa komið á óvart hve hlutfall foreldra sem töldu bólusetningar ekki öruggar eða nauðsynlegar hafi verið hátt. „Sérstaklega í ljósi þess að langstærstur meirihlutinn var búinn að taka ákvörðun um að láta bólusetja barnið sitt,“ segir María. „Það fær mann til að velta því fyrir sér af hverju fólk lætur bólusetja yfirleitt. Hvort það sé af því allir geri það,“ bætir hún við. Þá bendir María á að þriðjungur þátttakenda hafi sagst þekkja sjúkdómana lítið sem bólusett er gegn og tveir af hverjum þremur viti lítið um bóluefnin sjálf. María sagði það athyglisvert að 1,9 prósent þátttakenda hafi óttast að bólusetningar gætu leitt til dauðsfalla, 2,3 prósent til floga og 3,2 prósent til einhverfu. Haraldur Briem, settur sótvarnalæknir, segir bólusetningar vera álitnar öruggar. „Svona í stóru myndinni flokkast þær sem öruggar. Ávinningurinn er svo miklu miklu meiri af því heldur en ef þú gerðir það ekki að það er ekki stætt á öðru,“ segir hann. „Það þarf að ná ákveðnu hlutfalli barna sem eru bólusett til að ná hjarðónæmi. Við vitum að það er alltaf ákveðið hlutfall einstaklinga sem alls ekki vill þetta og er á móti þessu og svo eru kannski einhverjir með undirliggjandi sjúkdóma en þá verja allir hinir sem eru bólusettir þessa einstaklinga,“ segir hann. Þá bendir Haraldur á nýlega könnun sem hann og fleiri íslenskir heilbrigðisstarfsmenn unnu þar sem fram kom viðhorf Íslendinga til bólusetninga. Þar kom fram að tíu prósent almennings óttuðust að bólusetningar gætu haft alvarlega afleiðingar á heilsu þeirra sem væru bólusettir. Þátttakendur í könnun Maríu voru 470 og voru 90,5 prósent kvenkyns og 9,5 prósent karlkyns. Þá voru 58,6 prósent þátttakenda á þrítugsaldri og 38,3 prósent á fertugsaldri. Alls bjuggu 78,3 prósent þátttakenda á höfuðborgarsvæðinu. Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Samstarf um farsímasjónvarp Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Sjötta hvert verðandi foreldri sem tók þátt í nýrri könnun var nokkuð eða mjög ósammála þeirri fullyrðingu að bólusetningar væru öruggar. Þá var álíka stór hópur eða 15,3 prósent ósammála því að bólusetningar væru nauðsynlegar til að vernda heilsu barna. Könnunin var hluti af meistararitgerð Maríu Kristinsdóttur hjúkrunarfræðings í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum við Háskóla Íslands. Könnunin náði til 470 einstaklinga og var lögð fyrir hópa verðandi foreldra á Facebook. Þrátt fyrir efasemdir hluta þátttakenda um gagnsemi bólusetninga ætluðu 95,3 prósent þeirra engu að síður að láta bólusetja börn sín að fullu. Þá höfðu 3,5 prósent ekki leitt hugann að bólusetningum eða tekið ákvörðun um bólusetningar, 0,4 prósent hugðust ætla að láta bólusetja börn sín að hluta og 0,6 prósent ekki að láta bólusetja börn sín. María segir það hafa komið á óvart hve hlutfall foreldra sem töldu bólusetningar ekki öruggar eða nauðsynlegar hafi verið hátt. „Sérstaklega í ljósi þess að langstærstur meirihlutinn var búinn að taka ákvörðun um að láta bólusetja barnið sitt,“ segir María. „Það fær mann til að velta því fyrir sér af hverju fólk lætur bólusetja yfirleitt. Hvort það sé af því allir geri það,“ bætir hún við. Þá bendir María á að þriðjungur þátttakenda hafi sagst þekkja sjúkdómana lítið sem bólusett er gegn og tveir af hverjum þremur viti lítið um bóluefnin sjálf. María sagði það athyglisvert að 1,9 prósent þátttakenda hafi óttast að bólusetningar gætu leitt til dauðsfalla, 2,3 prósent til floga og 3,2 prósent til einhverfu. Haraldur Briem, settur sótvarnalæknir, segir bólusetningar vera álitnar öruggar. „Svona í stóru myndinni flokkast þær sem öruggar. Ávinningurinn er svo miklu miklu meiri af því heldur en ef þú gerðir það ekki að það er ekki stætt á öðru,“ segir hann. „Það þarf að ná ákveðnu hlutfalli barna sem eru bólusett til að ná hjarðónæmi. Við vitum að það er alltaf ákveðið hlutfall einstaklinga sem alls ekki vill þetta og er á móti þessu og svo eru kannski einhverjir með undirliggjandi sjúkdóma en þá verja allir hinir sem eru bólusettir þessa einstaklinga,“ segir hann. Þá bendir Haraldur á nýlega könnun sem hann og fleiri íslenskir heilbrigðisstarfsmenn unnu þar sem fram kom viðhorf Íslendinga til bólusetninga. Þar kom fram að tíu prósent almennings óttuðust að bólusetningar gætu haft alvarlega afleiðingar á heilsu þeirra sem væru bólusettir. Þátttakendur í könnun Maríu voru 470 og voru 90,5 prósent kvenkyns og 9,5 prósent karlkyns. Þá voru 58,6 prósent þátttakenda á þrítugsaldri og 38,3 prósent á fertugsaldri. Alls bjuggu 78,3 prósent þátttakenda á höfuðborgarsvæðinu.
Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Samstarf um farsímasjónvarp Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira