Fékk skjól í boði velgjörðarmanns í nótt Una Sighvatsdóttir skrifar 19. mars 2016 12:27 Jamal Abdi hefur fengið hæli hér á landi en hann er úrræðalaus um hvernig hann getur komið undir sig fótunum, fundið húsnæði og vinnu. Sómalskur flóttamaður sem sá fram á að sofa á götunni eftir að hafa verið vísað úr húsnæði Útlendingastofnunar fékk inni á hóteli í nótt í boði velgjörðarmanns. Stjórnvöld stefna að því að jafna út þann mikla aðstöðumun sem er milli flóttafólks á Íslandi eftir því hvernig það kemur hingað.Fékk viðurkennda stöðu flóttamanns Rætt var við Jamal Abdil, 24 ára flóttamann frá Sómalíu, í fréttum Stöðvar2 í gærkvöldi en hann hafðist þá við á bak við ruslagám á Grensásvegi með allar eigur sínar. Í kjölfar fréttarinnar barst fréttastofu tölvupóstar frá nokkrum áhorfendum sem vildu bjóða Jamal aðstoð sína, en úr varð að maður sem starfað hefur sem túlkur fyrir hælisleitendur sótti Jamal og borgaði fyrir hann nótt á hóteli, á eigin kostnað, svo hann þyrfti ekki að sofa úti. Framhaldið er hinsvegar óljóst en túlkurinn ætlar að reyna að koma Jamal í samband við aðra úr samfélagi Sómala á Íslandi, sem er þó mjög smátt því afar fáir flóttamenn frá Sómalíu ná alla leið til Íslands. Jamal fékk viðurkennda stöðu flóttamanns fyrir um tveimur vikum og er því með íslenska kennitölu og dvalarleyfi. Ef hann væri svo kallaður kvóttaflóttamaður biði hans nú 12 til 18 mánaða aðlögunaráætlun með aðkomu Rauða krossins, þar sem honum væri veittur stuðningur til að finna húsnæði og atvinnu. En þar sem Jamal komst hingað af eigin rammleik þarf hann að bjarga sér sjálfur. Það getur hinsvegar reynst flóttafólki erfitt að koma undir sig fótunum í ókunnugu samfélagi.Atli Viðar Thorstensen er sviðstjóri hjálpar- og mannúðarsviðs hjá Rauða krossi ÍslandsGVAFlýja sömu aðstæður en fá ólíkar viðtökur Atli Viðar Thorstensen sviðsstjóri hjálpar- og mannúðarsviðs hjá Rauða krossinum, segir að kerfið eins og það er í dag mismuni í raun fólki og hóparnir tveir séu meðvitaðir um stöðu hvor annars. „Því þú getur haft fjölskyldur úr sama hverfinu sem eru að koma annars vegar sem kvótaflóttamenn og hinsvegar sem flóttamenn og fá hæli eftir hælismeðferð og það er allt önnur þjónusta jafnvel þótt fólkið sé að flýja nákvæmlega sama ástand og hafi nákvæmlega sömu réttarstöðu á Íslandi.“Vonast eftir breytingu fyrir árslok Atli Viðar segir að Rauði krossinn vilji aðstoða stjórnvöld við aðlögun flóttafólks með því að gera einn samning sem nái til beggja hópa um aðstoð á borð við þá sem aðeins kvótaflóttamenn njóta í dag. „Það líka tryggir okkar aðkomu, af því við eigum raunverulega enga aðkomu að þeim flóttamönnum sem að fá hæli. Við erum með ákveðin úrræði sem við viljum bjóða þeim en það vantar kannski skipulagðari nálgun bara til að tryggja samfélagsþátttöku, og virkniúræði þannig að fólk verði fljótar nýtir samfélagsþegnar og hluti af samfélaginu. Og Það er gott að halda því til haga að stjórnvöld hafa gefið það út að það eigi að jafna þennan aðstöðumun. Bæði forsætisráðherra og félagsmálaráðherra hafa gefið það út þannig að við bindum vonir við að það verði ráðist í það strax á þessu ári, þannig að fyrir lok þessa árs þá séum við að horfa upp á annað ástand fyrir þó flóttamenn sem eru að koma út úr hælismeðferð.“ Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Sómalskur flóttamaður sem sá fram á að sofa á götunni eftir að hafa verið vísað úr húsnæði Útlendingastofnunar fékk inni á hóteli í nótt í boði velgjörðarmanns. Stjórnvöld stefna að því að jafna út þann mikla aðstöðumun sem er milli flóttafólks á Íslandi eftir því hvernig það kemur hingað.Fékk viðurkennda stöðu flóttamanns Rætt var við Jamal Abdil, 24 ára flóttamann frá Sómalíu, í fréttum Stöðvar2 í gærkvöldi en hann hafðist þá við á bak við ruslagám á Grensásvegi með allar eigur sínar. Í kjölfar fréttarinnar barst fréttastofu tölvupóstar frá nokkrum áhorfendum sem vildu bjóða Jamal aðstoð sína, en úr varð að maður sem starfað hefur sem túlkur fyrir hælisleitendur sótti Jamal og borgaði fyrir hann nótt á hóteli, á eigin kostnað, svo hann þyrfti ekki að sofa úti. Framhaldið er hinsvegar óljóst en túlkurinn ætlar að reyna að koma Jamal í samband við aðra úr samfélagi Sómala á Íslandi, sem er þó mjög smátt því afar fáir flóttamenn frá Sómalíu ná alla leið til Íslands. Jamal fékk viðurkennda stöðu flóttamanns fyrir um tveimur vikum og er því með íslenska kennitölu og dvalarleyfi. Ef hann væri svo kallaður kvóttaflóttamaður biði hans nú 12 til 18 mánaða aðlögunaráætlun með aðkomu Rauða krossins, þar sem honum væri veittur stuðningur til að finna húsnæði og atvinnu. En þar sem Jamal komst hingað af eigin rammleik þarf hann að bjarga sér sjálfur. Það getur hinsvegar reynst flóttafólki erfitt að koma undir sig fótunum í ókunnugu samfélagi.Atli Viðar Thorstensen er sviðstjóri hjálpar- og mannúðarsviðs hjá Rauða krossi ÍslandsGVAFlýja sömu aðstæður en fá ólíkar viðtökur Atli Viðar Thorstensen sviðsstjóri hjálpar- og mannúðarsviðs hjá Rauða krossinum, segir að kerfið eins og það er í dag mismuni í raun fólki og hóparnir tveir séu meðvitaðir um stöðu hvor annars. „Því þú getur haft fjölskyldur úr sama hverfinu sem eru að koma annars vegar sem kvótaflóttamenn og hinsvegar sem flóttamenn og fá hæli eftir hælismeðferð og það er allt önnur þjónusta jafnvel þótt fólkið sé að flýja nákvæmlega sama ástand og hafi nákvæmlega sömu réttarstöðu á Íslandi.“Vonast eftir breytingu fyrir árslok Atli Viðar segir að Rauði krossinn vilji aðstoða stjórnvöld við aðlögun flóttafólks með því að gera einn samning sem nái til beggja hópa um aðstoð á borð við þá sem aðeins kvótaflóttamenn njóta í dag. „Það líka tryggir okkar aðkomu, af því við eigum raunverulega enga aðkomu að þeim flóttamönnum sem að fá hæli. Við erum með ákveðin úrræði sem við viljum bjóða þeim en það vantar kannski skipulagðari nálgun bara til að tryggja samfélagsþátttöku, og virkniúræði þannig að fólk verði fljótar nýtir samfélagsþegnar og hluti af samfélaginu. Og Það er gott að halda því til haga að stjórnvöld hafa gefið það út að það eigi að jafna þennan aðstöðumun. Bæði forsætisráðherra og félagsmálaráðherra hafa gefið það út þannig að við bindum vonir við að það verði ráðist í það strax á þessu ári, þannig að fyrir lok þessa árs þá séum við að horfa upp á annað ástand fyrir þó flóttamenn sem eru að koma út úr hælismeðferð.“
Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira