Fékk skjól í boði velgjörðarmanns í nótt Una Sighvatsdóttir skrifar 19. mars 2016 12:27 Jamal Abdi hefur fengið hæli hér á landi en hann er úrræðalaus um hvernig hann getur komið undir sig fótunum, fundið húsnæði og vinnu. Sómalskur flóttamaður sem sá fram á að sofa á götunni eftir að hafa verið vísað úr húsnæði Útlendingastofnunar fékk inni á hóteli í nótt í boði velgjörðarmanns. Stjórnvöld stefna að því að jafna út þann mikla aðstöðumun sem er milli flóttafólks á Íslandi eftir því hvernig það kemur hingað.Fékk viðurkennda stöðu flóttamanns Rætt var við Jamal Abdil, 24 ára flóttamann frá Sómalíu, í fréttum Stöðvar2 í gærkvöldi en hann hafðist þá við á bak við ruslagám á Grensásvegi með allar eigur sínar. Í kjölfar fréttarinnar barst fréttastofu tölvupóstar frá nokkrum áhorfendum sem vildu bjóða Jamal aðstoð sína, en úr varð að maður sem starfað hefur sem túlkur fyrir hælisleitendur sótti Jamal og borgaði fyrir hann nótt á hóteli, á eigin kostnað, svo hann þyrfti ekki að sofa úti. Framhaldið er hinsvegar óljóst en túlkurinn ætlar að reyna að koma Jamal í samband við aðra úr samfélagi Sómala á Íslandi, sem er þó mjög smátt því afar fáir flóttamenn frá Sómalíu ná alla leið til Íslands. Jamal fékk viðurkennda stöðu flóttamanns fyrir um tveimur vikum og er því með íslenska kennitölu og dvalarleyfi. Ef hann væri svo kallaður kvóttaflóttamaður biði hans nú 12 til 18 mánaða aðlögunaráætlun með aðkomu Rauða krossins, þar sem honum væri veittur stuðningur til að finna húsnæði og atvinnu. En þar sem Jamal komst hingað af eigin rammleik þarf hann að bjarga sér sjálfur. Það getur hinsvegar reynst flóttafólki erfitt að koma undir sig fótunum í ókunnugu samfélagi.Atli Viðar Thorstensen er sviðstjóri hjálpar- og mannúðarsviðs hjá Rauða krossi ÍslandsGVAFlýja sömu aðstæður en fá ólíkar viðtökur Atli Viðar Thorstensen sviðsstjóri hjálpar- og mannúðarsviðs hjá Rauða krossinum, segir að kerfið eins og það er í dag mismuni í raun fólki og hóparnir tveir séu meðvitaðir um stöðu hvor annars. „Því þú getur haft fjölskyldur úr sama hverfinu sem eru að koma annars vegar sem kvótaflóttamenn og hinsvegar sem flóttamenn og fá hæli eftir hælismeðferð og það er allt önnur þjónusta jafnvel þótt fólkið sé að flýja nákvæmlega sama ástand og hafi nákvæmlega sömu réttarstöðu á Íslandi.“Vonast eftir breytingu fyrir árslok Atli Viðar segir að Rauði krossinn vilji aðstoða stjórnvöld við aðlögun flóttafólks með því að gera einn samning sem nái til beggja hópa um aðstoð á borð við þá sem aðeins kvótaflóttamenn njóta í dag. „Það líka tryggir okkar aðkomu, af því við eigum raunverulega enga aðkomu að þeim flóttamönnum sem að fá hæli. Við erum með ákveðin úrræði sem við viljum bjóða þeim en það vantar kannski skipulagðari nálgun bara til að tryggja samfélagsþátttöku, og virkniúræði þannig að fólk verði fljótar nýtir samfélagsþegnar og hluti af samfélaginu. Og Það er gott að halda því til haga að stjórnvöld hafa gefið það út að það eigi að jafna þennan aðstöðumun. Bæði forsætisráðherra og félagsmálaráðherra hafa gefið það út þannig að við bindum vonir við að það verði ráðist í það strax á þessu ári, þannig að fyrir lok þessa árs þá séum við að horfa upp á annað ástand fyrir þó flóttamenn sem eru að koma út úr hælismeðferð.“ Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Sjá meira
Sómalskur flóttamaður sem sá fram á að sofa á götunni eftir að hafa verið vísað úr húsnæði Útlendingastofnunar fékk inni á hóteli í nótt í boði velgjörðarmanns. Stjórnvöld stefna að því að jafna út þann mikla aðstöðumun sem er milli flóttafólks á Íslandi eftir því hvernig það kemur hingað.Fékk viðurkennda stöðu flóttamanns Rætt var við Jamal Abdil, 24 ára flóttamann frá Sómalíu, í fréttum Stöðvar2 í gærkvöldi en hann hafðist þá við á bak við ruslagám á Grensásvegi með allar eigur sínar. Í kjölfar fréttarinnar barst fréttastofu tölvupóstar frá nokkrum áhorfendum sem vildu bjóða Jamal aðstoð sína, en úr varð að maður sem starfað hefur sem túlkur fyrir hælisleitendur sótti Jamal og borgaði fyrir hann nótt á hóteli, á eigin kostnað, svo hann þyrfti ekki að sofa úti. Framhaldið er hinsvegar óljóst en túlkurinn ætlar að reyna að koma Jamal í samband við aðra úr samfélagi Sómala á Íslandi, sem er þó mjög smátt því afar fáir flóttamenn frá Sómalíu ná alla leið til Íslands. Jamal fékk viðurkennda stöðu flóttamanns fyrir um tveimur vikum og er því með íslenska kennitölu og dvalarleyfi. Ef hann væri svo kallaður kvóttaflóttamaður biði hans nú 12 til 18 mánaða aðlögunaráætlun með aðkomu Rauða krossins, þar sem honum væri veittur stuðningur til að finna húsnæði og atvinnu. En þar sem Jamal komst hingað af eigin rammleik þarf hann að bjarga sér sjálfur. Það getur hinsvegar reynst flóttafólki erfitt að koma undir sig fótunum í ókunnugu samfélagi.Atli Viðar Thorstensen er sviðstjóri hjálpar- og mannúðarsviðs hjá Rauða krossi ÍslandsGVAFlýja sömu aðstæður en fá ólíkar viðtökur Atli Viðar Thorstensen sviðsstjóri hjálpar- og mannúðarsviðs hjá Rauða krossinum, segir að kerfið eins og það er í dag mismuni í raun fólki og hóparnir tveir séu meðvitaðir um stöðu hvor annars. „Því þú getur haft fjölskyldur úr sama hverfinu sem eru að koma annars vegar sem kvótaflóttamenn og hinsvegar sem flóttamenn og fá hæli eftir hælismeðferð og það er allt önnur þjónusta jafnvel þótt fólkið sé að flýja nákvæmlega sama ástand og hafi nákvæmlega sömu réttarstöðu á Íslandi.“Vonast eftir breytingu fyrir árslok Atli Viðar segir að Rauði krossinn vilji aðstoða stjórnvöld við aðlögun flóttafólks með því að gera einn samning sem nái til beggja hópa um aðstoð á borð við þá sem aðeins kvótaflóttamenn njóta í dag. „Það líka tryggir okkar aðkomu, af því við eigum raunverulega enga aðkomu að þeim flóttamönnum sem að fá hæli. Við erum með ákveðin úrræði sem við viljum bjóða þeim en það vantar kannski skipulagðari nálgun bara til að tryggja samfélagsþátttöku, og virkniúræði þannig að fólk verði fljótar nýtir samfélagsþegnar og hluti af samfélaginu. Og Það er gott að halda því til haga að stjórnvöld hafa gefið það út að það eigi að jafna þennan aðstöðumun. Bæði forsætisráðherra og félagsmálaráðherra hafa gefið það út þannig að við bindum vonir við að það verði ráðist í það strax á þessu ári, þannig að fyrir lok þessa árs þá séum við að horfa upp á annað ástand fyrir þó flóttamenn sem eru að koma út úr hælismeðferð.“
Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Sjá meira