Innlent

Hagaskóli vann Skrekk

Atli Ísleifsson skrifar
Keppendur fögnuðu sigrinum ákaft.
Keppendur fögnuðu sigrinum ákaft. Vísir/Anton
Hagaskóli vann Skrekk í kvöld en keppt var til úrslita í Borgarleikhúsinu. Ölduselsskóli hreppti annað sætið og Árbæjarskóli lenti í þriðja sæti.

Átta grunnskólar í Reykjavík kepptu til úrslita en alls tóku 24 grunnskólar þátt að þessu sinni eða sex hundruð unglingar.

Þeir átta skólar sem kepptu til úrslita í kvöld voru Austurbæjarskóli, Árbæjarskóli, Hagaskóli, Hlíðaskóli, Ingunnarskóli, Réttarholtsskóli, Seljaskóli og Ölduselsskóli.

Atriðin voru öll frumsamin og flutt af unglingum í þessum skólum sem jafnframt sinntu öllum helstu verkum við uppfærsluna,  svo sem gerð sviðsmyndar, smink, hárgreiðslu, lýsingu og hljóðvinnslu.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.