Offituummæli dósentsins njóta stuðnings víða Jakob Bjarnar skrifar 1. apríl 2016 11:09 Þó Salka hafi verið ósátt við orð Rúnars Helga um offitufaraldurinn eru þeir miklu fleiri sem lýsa yfir stuðningi við hreinskiptin ummæli hans. visir/pjetur/stefán Rúnar Helgi Vignisson, dósent í ritlist við Háskóla Íslands, segist hafa fengið víðtækar stuðningsyfirlýsingar vegna orða sinna um offitufaraldurinn; jafnvel þakkir frá útlöndum.Dósent í kröppum dansi Vísir greindi í vikunni frá verulegum væringum sem risu í kjölfar hreinskilins pistils dósentsins á Facebooksíðu sinni, en þar lýsti hann yfir þungum áhyggjum af offitufaraldrinum sem nú herjaði á Ísland. Honum rennur til rifja afskræmingu líkamans, auðvitað sé ekki gott við þetta að búa en þetta mun jafnframt reynast þungur baggi á velferðarkerfinu öllu – heilbrigðiskerfið hlýtur óhjákvæmilega að bregðast við og kostnaður er því samfara. Rúnar Helgi var umsvifalaust sakaður um fitufordóma, og leiðbeinandi í ritlistinni, Salka Guðmundsdóttir, skáld og nýráðið hirðskáld Borgarleikhússins, tjáði honum háðsk í bragði á síðu hans að hún ætlaði að sveipa sig búrku til að hlífa honum við þessari afskræmingu líkamans. Það fylgdi þeirri sögu að hann færi einum leiðbeinanda fátækari við ritvinnsluleiðbeiningar innan veggja akademíunnar. Dósentinn sá sitt óvænna, reyndi að malda í móinn en var ofurliði borinn af móðguðum Facebook-vinum og svo fór að Rúnar Helgi lét færsluna hverfa. En, hún er nú komin upp aftur.Brattari dósent í dag en í gær Nú er hann öllu brattari og var fyrir stundu að upplýsa Facebookvini sína um að þó hann hafi verið harðlega „af fáeinum aðilum fyrir skrif mín um offitufaraldurinn, þá er rétt að geta þess að margfalt fleiri hafa lýst ánægju sinni með þau, margir hafa litið inn til mín, stoppað mig á förnum vegi, hringt í mig og jafnvel sent mér þakkir frá útlöndum fyrir að tjá mig á þann hátt sem ég gerði.“ Rúnar Helgi segist jafnframt telja það skyldu sína að rjúfa þöggun sem ríki um þennan málaflokk þó sársaukafullt kunni að reynast fyrir suma. „Vonandi vekja skrif mín okkur sem þjóð til umhugsunar um hvert við stefnum í lýðheilsumálum.“ Og Rúnar Helgi nýtur stuðnings frá kollegum sínum úr akademíunni sem og úr stétt rithöfunda því Helga Kress prófessor emerítus gefur merki um velþóknun sem og rithöfundurinn Ágúst Borgþór Sverrisson. Tengdar fréttir Dósent sakaður um fitufordóma Salka Guðmundsdóttir hefur sagt sig frá ritlistartímum í umsjá Rúnars Helga Vignissonar sökum orða dósentsins um offitu. 30. mars 2016 09:45 Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Fleiri fréttir Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Sjá meira
Rúnar Helgi Vignisson, dósent í ritlist við Háskóla Íslands, segist hafa fengið víðtækar stuðningsyfirlýsingar vegna orða sinna um offitufaraldurinn; jafnvel þakkir frá útlöndum.Dósent í kröppum dansi Vísir greindi í vikunni frá verulegum væringum sem risu í kjölfar hreinskilins pistils dósentsins á Facebooksíðu sinni, en þar lýsti hann yfir þungum áhyggjum af offitufaraldrinum sem nú herjaði á Ísland. Honum rennur til rifja afskræmingu líkamans, auðvitað sé ekki gott við þetta að búa en þetta mun jafnframt reynast þungur baggi á velferðarkerfinu öllu – heilbrigðiskerfið hlýtur óhjákvæmilega að bregðast við og kostnaður er því samfara. Rúnar Helgi var umsvifalaust sakaður um fitufordóma, og leiðbeinandi í ritlistinni, Salka Guðmundsdóttir, skáld og nýráðið hirðskáld Borgarleikhússins, tjáði honum háðsk í bragði á síðu hans að hún ætlaði að sveipa sig búrku til að hlífa honum við þessari afskræmingu líkamans. Það fylgdi þeirri sögu að hann færi einum leiðbeinanda fátækari við ritvinnsluleiðbeiningar innan veggja akademíunnar. Dósentinn sá sitt óvænna, reyndi að malda í móinn en var ofurliði borinn af móðguðum Facebook-vinum og svo fór að Rúnar Helgi lét færsluna hverfa. En, hún er nú komin upp aftur.Brattari dósent í dag en í gær Nú er hann öllu brattari og var fyrir stundu að upplýsa Facebookvini sína um að þó hann hafi verið harðlega „af fáeinum aðilum fyrir skrif mín um offitufaraldurinn, þá er rétt að geta þess að margfalt fleiri hafa lýst ánægju sinni með þau, margir hafa litið inn til mín, stoppað mig á förnum vegi, hringt í mig og jafnvel sent mér þakkir frá útlöndum fyrir að tjá mig á þann hátt sem ég gerði.“ Rúnar Helgi segist jafnframt telja það skyldu sína að rjúfa þöggun sem ríki um þennan málaflokk þó sársaukafullt kunni að reynast fyrir suma. „Vonandi vekja skrif mín okkur sem þjóð til umhugsunar um hvert við stefnum í lýðheilsumálum.“ Og Rúnar Helgi nýtur stuðnings frá kollegum sínum úr akademíunni sem og úr stétt rithöfunda því Helga Kress prófessor emerítus gefur merki um velþóknun sem og rithöfundurinn Ágúst Borgþór Sverrisson.
Tengdar fréttir Dósent sakaður um fitufordóma Salka Guðmundsdóttir hefur sagt sig frá ritlistartímum í umsjá Rúnars Helga Vignissonar sökum orða dósentsins um offitu. 30. mars 2016 09:45 Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Fleiri fréttir Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Sjá meira
Dósent sakaður um fitufordóma Salka Guðmundsdóttir hefur sagt sig frá ritlistartímum í umsjá Rúnars Helga Vignissonar sökum orða dósentsins um offitu. 30. mars 2016 09:45