Stjórnarandstaðan fundar með skattrannsóknarstjóra Jakob Bjarnar skrifar 1. apríl 2016 13:52 Árni Páll horfir á eftir þeim Sigmundi Davíð og Bjarna Benediktssyni sem nú eru til ahugunar stjórnarandstöðu og skattrannsóknarstjóra. visir/valli Formenn þeirra flokka sem mynda stjórnarandstöðuna sitja nú fund með skattrannsóknarstjóra. Tilefni fundarins er að fara yfir stöðu mála, þá er snýr að fréttum af aflandsreikningum stjórnmálamanna – og hver staða þeirra sé gagnvart skattayfirvöldum. Vísi tókst að ná stuttlega tali af Árna Páli Árnasyni, formanni Samfylkingarinnar, nú rétt í þessu: „Við erum með skattrannsóknastjóra. Erum að afla okkur upplýsinga um eðli skattaskjóla, skattskil vegna slíkra eigna og yfirstandandi rannsóknir,“ segir Árni Páll. Fram hefur komið að kona forsætisráðherra, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, á slíka reikninga auk þess sem hún var einn kröfuhafa á þrotabú bankanna í kjölfar hruns. Þá hefur jafnframt komið fram að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Ólöf Nordal innanríkisráðherra hafi tengst reikningum sem vistaðir hafa verið í svoköllum skattaskjólum. Um þann reikning sagði Bjarni, í yfirlýsingu eftir að frá var greint, meðal annars eftirfarandi, en hann átti hlut í félagi sem var vistað á Seychelles. „Eini tilgangur félagsins var að halda utan um eignina í Dubai en svo fór að við tókum aldrei við henni. Ákveðið var að ganga út úr kaupunum árið 2008 og árið 2009 var málið gert upp með tapi og félagið sett í afskráningarferli. Það hafði engar tekjur, skuldaði ekkert, tók aldrei lán, átti engar aðrar eignir, hvorki fyrr né síðar og hafði enga starfsemi.“ Ólöf hefur einnig skýrt málið hvað sig varðar, segir: „Hvorki ég né eiginmaður minn eigum eða höfum átt hlut í fjárfestingar- eða eignarhaldsfélögum sem skráð eru á Bresku Jómfrúareyjum eða í nokkru öðru landi sem talin eru til skattaskjóla.“ Því hefur til dæmis verið haldið fram í umræðunni um skattaskjól og aflandsfélög undanfarnar vikur að skattalegt hagræði íslenskra eigenda aflandsfélaga sé úr sögunni vegna nýrra laga sem tóku gildi árið 2010. Þessu er Indriði H. Þorláksson, fyrrverandi ríkisskattstjóri, ósammála og segir að möguleikarnir á því að hafi skattahagræði af aflandsfélögum séu hvergi nærri horfnir þó að með nýju lögunum hafa eigendum slíkra félaga vissulega verið gert erfiðara fyrir að hafa skattalegt hagræði af þeim.Vísir fjallaði ítarlega um þetta atriði í gær. Uppfært 14:26Ath! Í fyrri útgáfu fréttarinnar var ranglega sagt að fundur stjórnarandstöðunnar væri með ríkisskattstjóra en ekki skattrannsóknarstjóra og er beðist velvirðingar á mistökunum. Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Fleiri fréttir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Sjá meira
Formenn þeirra flokka sem mynda stjórnarandstöðuna sitja nú fund með skattrannsóknarstjóra. Tilefni fundarins er að fara yfir stöðu mála, þá er snýr að fréttum af aflandsreikningum stjórnmálamanna – og hver staða þeirra sé gagnvart skattayfirvöldum. Vísi tókst að ná stuttlega tali af Árna Páli Árnasyni, formanni Samfylkingarinnar, nú rétt í þessu: „Við erum með skattrannsóknastjóra. Erum að afla okkur upplýsinga um eðli skattaskjóla, skattskil vegna slíkra eigna og yfirstandandi rannsóknir,“ segir Árni Páll. Fram hefur komið að kona forsætisráðherra, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, á slíka reikninga auk þess sem hún var einn kröfuhafa á þrotabú bankanna í kjölfar hruns. Þá hefur jafnframt komið fram að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Ólöf Nordal innanríkisráðherra hafi tengst reikningum sem vistaðir hafa verið í svoköllum skattaskjólum. Um þann reikning sagði Bjarni, í yfirlýsingu eftir að frá var greint, meðal annars eftirfarandi, en hann átti hlut í félagi sem var vistað á Seychelles. „Eini tilgangur félagsins var að halda utan um eignina í Dubai en svo fór að við tókum aldrei við henni. Ákveðið var að ganga út úr kaupunum árið 2008 og árið 2009 var málið gert upp með tapi og félagið sett í afskráningarferli. Það hafði engar tekjur, skuldaði ekkert, tók aldrei lán, átti engar aðrar eignir, hvorki fyrr né síðar og hafði enga starfsemi.“ Ólöf hefur einnig skýrt málið hvað sig varðar, segir: „Hvorki ég né eiginmaður minn eigum eða höfum átt hlut í fjárfestingar- eða eignarhaldsfélögum sem skráð eru á Bresku Jómfrúareyjum eða í nokkru öðru landi sem talin eru til skattaskjóla.“ Því hefur til dæmis verið haldið fram í umræðunni um skattaskjól og aflandsfélög undanfarnar vikur að skattalegt hagræði íslenskra eigenda aflandsfélaga sé úr sögunni vegna nýrra laga sem tóku gildi árið 2010. Þessu er Indriði H. Þorláksson, fyrrverandi ríkisskattstjóri, ósammála og segir að möguleikarnir á því að hafi skattahagræði af aflandsfélögum séu hvergi nærri horfnir þó að með nýju lögunum hafa eigendum slíkra félaga vissulega verið gert erfiðara fyrir að hafa skattalegt hagræði af þeim.Vísir fjallaði ítarlega um þetta atriði í gær. Uppfært 14:26Ath! Í fyrri útgáfu fréttarinnar var ranglega sagt að fundur stjórnarandstöðunnar væri með ríkisskattstjóra en ekki skattrannsóknarstjóra og er beðist velvirðingar á mistökunum.
Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Fleiri fréttir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Sjá meira