Ríkissaksóknari hefur ákært karlmann fyrir frelsissviptingu, líkamsárás, hótanir, kynferðisbrot og stórfelldar ærumeiðingar geng sambýliskonu sinni en meint brot áttu sér stað þann 5. febrúar síðastliðinn.
Konan leitaði samdægurs til lögreglu sem hóf þá rannsókn á málinu en maðurinn hefur setið í gæsluvarðhaldi frá því 7. febrúar. Fyrst var maðurinn í gæslu á grundvelli rannsóknarhagsmuna en síðan 10. febrúar á grundvelli almannahagsmuna.
Hæstiréttur staðfesti svo í dag úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að maðurinn skuli áfram sæta gæsluvarðhaldi til 27. apríl næstkomandi.
Ákærður fyrir alvarleg brot gegn sambýliskonu sinni

Tengdar fréttir

Í gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa beitt sambýliskonu sína grófu ofbeldi
Karlmaður hefur verið úrskurðaður í þriggja vikna gæsluvarðhald en hann er grunaður um að hafa svipt sambýliskonu sína frelsi sínu og beitt hana líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi.