Ofurmáni birtist jarðarbúum í kvöld: „Eins og munurinn á 15 og 16 tommu pítsu“ Atli Ísleifsson skrifar 14. nóvember 2016 19:30 Sævar Helgi segist vonast til að létti til þannig að tunglið birtist Íslendingum á morgun eða næstu daga. Vísir/Hanna/AFP „Veðurspáin er frekar léleg þannig að ég efast um að nokkuð sjáist til tunglsins í kvöld,“ segir Sævar Helgi Bragason, formaður Stjörnufræðifélags Seltjarnarness. Mikið hefur verið rætt um að svokallaður „ofurmáni“ birtist jarðarbúum í kvöld. Tunglið hefur ekki verið eins nálægt jörðu síðan 1948 og er nú í 356.509 kílómetra fjarlægð. Þannig munu margir líta til himins í kvöld til að líta tunglið augum. Sævar Helgi segir að þegar tunglið er í innan við 367 þúsund kílómetra fjarlægð fjá jörðu sé talað um „fullt tungl í jarðnánd“ á fræðimáli. Það sé hins vegar ekki nógu þjált þannig að fólk hefur kallað það „ofurmána“.Ekkert „ofur“ við tunglið„Það er samt í raun ekkert „ofur“ við tunglið þó það sé svona nálægt okkur,“ segir Sævar Helgi. „Við sjáum engan sjáanlegan mun á stærð þess í kvöld eða annað kvöld eða í næsta mánuði. Það er ekki nema maður hafi þessi tvö fyrirbæri saman hlið við hlið að maður sjái einhvern mun á minnsta fulla tungli ársins og stærsta. Þannig að þetta er í raun mikið „hæp“ á netinu og því miður eru stofnanir eins og NASA að taka þátt í því. Þetta er í raun eins og munurinn á 15 og 16 tommu pítsu. Þú sérð ekki muninn nema þær eru hlið við hlið. Svo myndirðu aldrei kalla 16 tommu pítsu „ofurpítsu“,“ segir Sævar Helgi. Hann tekur þó fram að tunglið sé samt alltaf fallegt og stórmerkilegt og fólk ætti að horfa sem oftast á það, sama hvort það sé næst eða fjærst jörðinni. „Það er þarna og það er þökk sé því að við erum með 24 klukkustundir í sólarhring, ástæðan að við fáum vetur, sumar, vor og haust, og svo framvegis.“Ský, ský, burt með þigSævar Helgi segist vonast til að létti til þannig að tunglið birtist Íslendingum á morgun eða næstu daga. „Núna á að vera skýjað yfir öllu landinu en eitthvað á að létta til þegar líður á kvöldið, aðallega norðantil. Í fyrramálið ætti fólk á Austurlandi að sjá tunglið. Við á höfuðborgarsvæðinu erum hins vegar föst í skýjaþykkni eins og hefur verið síðustu daga,“ segir Sævar Helgi. Hann bendir á að síðustu þrjú fullu tungl hafa verið svokallaðir „ofurmánar“ og von sé á þeim næsta 14. desember. „Þá verður tunglið 3.000 kílómetrum fjær. Munurinn er svo hverfandi lítill að það verður enginn sjáanlegur munur. Það sama kvöld verður svo loftsteinadrífan Geminítar í hámarki.“ Sævari Helga gremst skýjaþykknið mjög þar sem það hefur komið í veg fyrir að sjáist hafi til stjananna í í tvær vikur. „Þetta er ömurlegt. Það er lítið hægt að gera nema bíða eftir að þetta gangi yfir. Vonandi gerist það sem allra fyrst.“Nánar er fjallað um „ofurmána“ í frétt Stjörnufræðivefsins. Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
„Veðurspáin er frekar léleg þannig að ég efast um að nokkuð sjáist til tunglsins í kvöld,“ segir Sævar Helgi Bragason, formaður Stjörnufræðifélags Seltjarnarness. Mikið hefur verið rætt um að svokallaður „ofurmáni“ birtist jarðarbúum í kvöld. Tunglið hefur ekki verið eins nálægt jörðu síðan 1948 og er nú í 356.509 kílómetra fjarlægð. Þannig munu margir líta til himins í kvöld til að líta tunglið augum. Sævar Helgi segir að þegar tunglið er í innan við 367 þúsund kílómetra fjarlægð fjá jörðu sé talað um „fullt tungl í jarðnánd“ á fræðimáli. Það sé hins vegar ekki nógu þjált þannig að fólk hefur kallað það „ofurmána“.Ekkert „ofur“ við tunglið„Það er samt í raun ekkert „ofur“ við tunglið þó það sé svona nálægt okkur,“ segir Sævar Helgi. „Við sjáum engan sjáanlegan mun á stærð þess í kvöld eða annað kvöld eða í næsta mánuði. Það er ekki nema maður hafi þessi tvö fyrirbæri saman hlið við hlið að maður sjái einhvern mun á minnsta fulla tungli ársins og stærsta. Þannig að þetta er í raun mikið „hæp“ á netinu og því miður eru stofnanir eins og NASA að taka þátt í því. Þetta er í raun eins og munurinn á 15 og 16 tommu pítsu. Þú sérð ekki muninn nema þær eru hlið við hlið. Svo myndirðu aldrei kalla 16 tommu pítsu „ofurpítsu“,“ segir Sævar Helgi. Hann tekur þó fram að tunglið sé samt alltaf fallegt og stórmerkilegt og fólk ætti að horfa sem oftast á það, sama hvort það sé næst eða fjærst jörðinni. „Það er þarna og það er þökk sé því að við erum með 24 klukkustundir í sólarhring, ástæðan að við fáum vetur, sumar, vor og haust, og svo framvegis.“Ský, ský, burt með þigSævar Helgi segist vonast til að létti til þannig að tunglið birtist Íslendingum á morgun eða næstu daga. „Núna á að vera skýjað yfir öllu landinu en eitthvað á að létta til þegar líður á kvöldið, aðallega norðantil. Í fyrramálið ætti fólk á Austurlandi að sjá tunglið. Við á höfuðborgarsvæðinu erum hins vegar föst í skýjaþykkni eins og hefur verið síðustu daga,“ segir Sævar Helgi. Hann bendir á að síðustu þrjú fullu tungl hafa verið svokallaðir „ofurmánar“ og von sé á þeim næsta 14. desember. „Þá verður tunglið 3.000 kílómetrum fjær. Munurinn er svo hverfandi lítill að það verður enginn sjáanlegur munur. Það sama kvöld verður svo loftsteinadrífan Geminítar í hámarki.“ Sævari Helga gremst skýjaþykknið mjög þar sem það hefur komið í veg fyrir að sjáist hafi til stjananna í í tvær vikur. „Þetta er ömurlegt. Það er lítið hægt að gera nema bíða eftir að þetta gangi yfir. Vonandi gerist það sem allra fyrst.“Nánar er fjallað um „ofurmána“ í frétt Stjörnufræðivefsins.
Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira