Ofurmáni birtist jarðarbúum í kvöld: „Eins og munurinn á 15 og 16 tommu pítsu“ Atli Ísleifsson skrifar 14. nóvember 2016 19:30 Sævar Helgi segist vonast til að létti til þannig að tunglið birtist Íslendingum á morgun eða næstu daga. Vísir/Hanna/AFP „Veðurspáin er frekar léleg þannig að ég efast um að nokkuð sjáist til tunglsins í kvöld,“ segir Sævar Helgi Bragason, formaður Stjörnufræðifélags Seltjarnarness. Mikið hefur verið rætt um að svokallaður „ofurmáni“ birtist jarðarbúum í kvöld. Tunglið hefur ekki verið eins nálægt jörðu síðan 1948 og er nú í 356.509 kílómetra fjarlægð. Þannig munu margir líta til himins í kvöld til að líta tunglið augum. Sævar Helgi segir að þegar tunglið er í innan við 367 þúsund kílómetra fjarlægð fjá jörðu sé talað um „fullt tungl í jarðnánd“ á fræðimáli. Það sé hins vegar ekki nógu þjált þannig að fólk hefur kallað það „ofurmána“.Ekkert „ofur“ við tunglið„Það er samt í raun ekkert „ofur“ við tunglið þó það sé svona nálægt okkur,“ segir Sævar Helgi. „Við sjáum engan sjáanlegan mun á stærð þess í kvöld eða annað kvöld eða í næsta mánuði. Það er ekki nema maður hafi þessi tvö fyrirbæri saman hlið við hlið að maður sjái einhvern mun á minnsta fulla tungli ársins og stærsta. Þannig að þetta er í raun mikið „hæp“ á netinu og því miður eru stofnanir eins og NASA að taka þátt í því. Þetta er í raun eins og munurinn á 15 og 16 tommu pítsu. Þú sérð ekki muninn nema þær eru hlið við hlið. Svo myndirðu aldrei kalla 16 tommu pítsu „ofurpítsu“,“ segir Sævar Helgi. Hann tekur þó fram að tunglið sé samt alltaf fallegt og stórmerkilegt og fólk ætti að horfa sem oftast á það, sama hvort það sé næst eða fjærst jörðinni. „Það er þarna og það er þökk sé því að við erum með 24 klukkustundir í sólarhring, ástæðan að við fáum vetur, sumar, vor og haust, og svo framvegis.“Ský, ský, burt með þigSævar Helgi segist vonast til að létti til þannig að tunglið birtist Íslendingum á morgun eða næstu daga. „Núna á að vera skýjað yfir öllu landinu en eitthvað á að létta til þegar líður á kvöldið, aðallega norðantil. Í fyrramálið ætti fólk á Austurlandi að sjá tunglið. Við á höfuðborgarsvæðinu erum hins vegar föst í skýjaþykkni eins og hefur verið síðustu daga,“ segir Sævar Helgi. Hann bendir á að síðustu þrjú fullu tungl hafa verið svokallaðir „ofurmánar“ og von sé á þeim næsta 14. desember. „Þá verður tunglið 3.000 kílómetrum fjær. Munurinn er svo hverfandi lítill að það verður enginn sjáanlegur munur. Það sama kvöld verður svo loftsteinadrífan Geminítar í hámarki.“ Sævari Helga gremst skýjaþykknið mjög þar sem það hefur komið í veg fyrir að sjáist hafi til stjananna í í tvær vikur. „Þetta er ömurlegt. Það er lítið hægt að gera nema bíða eftir að þetta gangi yfir. Vonandi gerist það sem allra fyrst.“Nánar er fjallað um „ofurmána“ í frétt Stjörnufræðivefsins. Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
„Veðurspáin er frekar léleg þannig að ég efast um að nokkuð sjáist til tunglsins í kvöld,“ segir Sævar Helgi Bragason, formaður Stjörnufræðifélags Seltjarnarness. Mikið hefur verið rætt um að svokallaður „ofurmáni“ birtist jarðarbúum í kvöld. Tunglið hefur ekki verið eins nálægt jörðu síðan 1948 og er nú í 356.509 kílómetra fjarlægð. Þannig munu margir líta til himins í kvöld til að líta tunglið augum. Sævar Helgi segir að þegar tunglið er í innan við 367 þúsund kílómetra fjarlægð fjá jörðu sé talað um „fullt tungl í jarðnánd“ á fræðimáli. Það sé hins vegar ekki nógu þjált þannig að fólk hefur kallað það „ofurmána“.Ekkert „ofur“ við tunglið„Það er samt í raun ekkert „ofur“ við tunglið þó það sé svona nálægt okkur,“ segir Sævar Helgi. „Við sjáum engan sjáanlegan mun á stærð þess í kvöld eða annað kvöld eða í næsta mánuði. Það er ekki nema maður hafi þessi tvö fyrirbæri saman hlið við hlið að maður sjái einhvern mun á minnsta fulla tungli ársins og stærsta. Þannig að þetta er í raun mikið „hæp“ á netinu og því miður eru stofnanir eins og NASA að taka þátt í því. Þetta er í raun eins og munurinn á 15 og 16 tommu pítsu. Þú sérð ekki muninn nema þær eru hlið við hlið. Svo myndirðu aldrei kalla 16 tommu pítsu „ofurpítsu“,“ segir Sævar Helgi. Hann tekur þó fram að tunglið sé samt alltaf fallegt og stórmerkilegt og fólk ætti að horfa sem oftast á það, sama hvort það sé næst eða fjærst jörðinni. „Það er þarna og það er þökk sé því að við erum með 24 klukkustundir í sólarhring, ástæðan að við fáum vetur, sumar, vor og haust, og svo framvegis.“Ský, ský, burt með þigSævar Helgi segist vonast til að létti til þannig að tunglið birtist Íslendingum á morgun eða næstu daga. „Núna á að vera skýjað yfir öllu landinu en eitthvað á að létta til þegar líður á kvöldið, aðallega norðantil. Í fyrramálið ætti fólk á Austurlandi að sjá tunglið. Við á höfuðborgarsvæðinu erum hins vegar föst í skýjaþykkni eins og hefur verið síðustu daga,“ segir Sævar Helgi. Hann bendir á að síðustu þrjú fullu tungl hafa verið svokallaðir „ofurmánar“ og von sé á þeim næsta 14. desember. „Þá verður tunglið 3.000 kílómetrum fjær. Munurinn er svo hverfandi lítill að það verður enginn sjáanlegur munur. Það sama kvöld verður svo loftsteinadrífan Geminítar í hámarki.“ Sævari Helga gremst skýjaþykknið mjög þar sem það hefur komið í veg fyrir að sjáist hafi til stjananna í í tvær vikur. „Þetta er ömurlegt. Það er lítið hægt að gera nema bíða eftir að þetta gangi yfir. Vonandi gerist það sem allra fyrst.“Nánar er fjallað um „ofurmána“ í frétt Stjörnufræðivefsins.
Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira