Fiskikóngurinn og Atlantsolía í hörðu auglýsingastríði Stefán Árni Pálsson skrifar 14. október 2016 16:37 Nokkuð skemmtilegt. Fiskikóngurinn og Atlantsolía hafa átt í auglýsingastríði um nokkurt skeið sem náði hámarki nú í hádeginu þegar fyrirtækin voru nánast búin að kaupa upp allt auglýsingapláss fyrir hádegisfréttatíma Bylgjunnar og Rásar 2. Í auglýsingatímanum skutu talsmenn fyrirtækjanna hart á hvorn annan. Upphafið að stríðinu má rekja til þess að Atlantsolía nýtti sér stíl Fiskikóngsins með því að auglýsa „Bensín, bensín, bensín! Bensínkóngurinn!“ en sú auglýsing var stæling á auglýsingu Fiskikóngsins sem hefur auglýst humar með þessum hætti um langt skeið. Fiskikóngurinn svaraði Atlantsolíu seint í sumar og síðan þá hafa skotin gengið á milli þar til hápunktinum var sem fyrr segir náð í hádeginu en auglýsingastríð þeirra spannaði heilar fimm mínútur sem telst nokkuð mikið þegar kemur að birtingum auglýsinga. „Við höfum alltaf haft gaman af auglýsingum Fiskikóngsins enda vekja þær öllu jafna mikla athygli,“ segir Hugi Hreiðarsson, markaðsstjóri Atlantsolíu. „Við ákváðum aðeins að stríða Fiskikónginum. Hann tók eftir því og svaraði á glettinn máta - svo vatt þetta svona hressilega uppá sig.“ „Þetta er í fyrsta sinn sem fyrirtæki úr ólíkum geirum fara í svona auglýsingastríð mér vitandi,“ segir Páll Guðbrandsson hjá H:N Markaðssamskiptum sem sér um auglýsingar Atlantsolíu. „Það er alltaf gaman að vinna með fyrirtækjum sem þora að brjóta upp hefðbundið markaðsstarf og prófa nýja hluti og það á svo sannarlega við um Atlantsolíu og Fiskikónginn.“ Hér að neðan má heyra umræddar auglýsingar. Mest lesið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Lífið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið Fáklædd og flott á dreglinum Tíska og hönnun Rick Davies í Supertramp er látinn Lífið Fleiri fréttir Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Sjá meira
Fiskikóngurinn og Atlantsolía hafa átt í auglýsingastríði um nokkurt skeið sem náði hámarki nú í hádeginu þegar fyrirtækin voru nánast búin að kaupa upp allt auglýsingapláss fyrir hádegisfréttatíma Bylgjunnar og Rásar 2. Í auglýsingatímanum skutu talsmenn fyrirtækjanna hart á hvorn annan. Upphafið að stríðinu má rekja til þess að Atlantsolía nýtti sér stíl Fiskikóngsins með því að auglýsa „Bensín, bensín, bensín! Bensínkóngurinn!“ en sú auglýsing var stæling á auglýsingu Fiskikóngsins sem hefur auglýst humar með þessum hætti um langt skeið. Fiskikóngurinn svaraði Atlantsolíu seint í sumar og síðan þá hafa skotin gengið á milli þar til hápunktinum var sem fyrr segir náð í hádeginu en auglýsingastríð þeirra spannaði heilar fimm mínútur sem telst nokkuð mikið þegar kemur að birtingum auglýsinga. „Við höfum alltaf haft gaman af auglýsingum Fiskikóngsins enda vekja þær öllu jafna mikla athygli,“ segir Hugi Hreiðarsson, markaðsstjóri Atlantsolíu. „Við ákváðum aðeins að stríða Fiskikónginum. Hann tók eftir því og svaraði á glettinn máta - svo vatt þetta svona hressilega uppá sig.“ „Þetta er í fyrsta sinn sem fyrirtæki úr ólíkum geirum fara í svona auglýsingastríð mér vitandi,“ segir Páll Guðbrandsson hjá H:N Markaðssamskiptum sem sér um auglýsingar Atlantsolíu. „Það er alltaf gaman að vinna með fyrirtækjum sem þora að brjóta upp hefðbundið markaðsstarf og prófa nýja hluti og það á svo sannarlega við um Atlantsolíu og Fiskikónginn.“ Hér að neðan má heyra umræddar auglýsingar.
Mest lesið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Lífið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið Fáklædd og flott á dreglinum Tíska og hönnun Rick Davies í Supertramp er látinn Lífið Fleiri fréttir Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Sjá meira