Skerðing lífeyris eins og eignaupptaka! Björgvin Guðmundsson skrifar 12. júlí 2016 07:00 Þegar stjórn Alþýðuflokks, Sjálfstæðisflokks og Sósíalistaflokks kom almannatryggingunum á fót 1946 fór það ekki á milli mála fyrir hverja almannatryggingarnar áttu að vera. Tekið var skýrt fram, að almannatryggingarnar ættu að vera fyrir alla án tillits til efnahags og stéttar. Þær áttu ekki að vera fátækraframfærsla. Þegar lífeyrissjóðirnir voru stofnaðir kom það skýrt fram, að þeir áttu að vera viðbót við lífeyri almannatrygginga en ekki skerða almannatryggingar eins og gerist í dag. Ef það hefði legið fyrir, þá hefðu launamenn á Íslandi ekki greitt i lífeyrissjóðina. Ég hef sagt það áður, að skerðing lífeyris vegna greiðslna úr lífeyrissjóði er eins og eignaupptaka. Áhrifin af þessari gífurlegu skerðingu ríkisins á lífeyri almannatrygginga eru nákvæmlega eins og ríkið væri að gera upptækan hluta lífeyris eldri borgara í lífeyrissjóðum. Það er líkast því sem ríkið sé að taka hluta lífeyrisins ófrjálsri hendi. En þegar ríkið er búið að leika þann leik árum saman að taka hluta lífeyris eldri borgara reglulega traustataki, kemur ríkisstjórnin fram nú og segist ætla að skila hluta af þessu til baka, ætla að hætta að taka svona mikið af okkur „ófrjálsri hendi“. Og þá eigum við eldri borgarar að falla fram og þakka fyrir, að við fáum að halda örlitlu meira af þvi, sem við eigum. Þakka skyldi þeim. Verkefni ríkisstjórnarinnar númer eitt er að hafa lífeyri aldraðra það háan, að hann dugi til framfærslu. Ríkisstjórnin svíkst um það. Hún hækkar ekki lífeyrinn um eina krónu. Hún leggur fram tillögur um óbreyttan lífeyri. Þó er ekki unnt að lifa af honum. Lífeyrir einhleypra eldri borgara er 207 þúsund krónur á mánuði en í hjónabandi er lífeyrir 185 þúsund krónur, eftir skatt. Geta einhverjir aðrir lifað af þessari hungurlús? Ég held ekki. En verkefni ríkisstjórnarinnar númer tvö er að afnema tekjutengingarnar, afnema skerðingar með öllu. Það á ekki að draga úr þeim; það á að afnema þær. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, lofaði eldri borgurum því fyrir síðustu kosningar, að svo yrði gert. Við það á að standa. Stjórnmálamenn geta ekki gefið stór kosningaloforð án þess að standa við þau. Sá tími á að vera liðinn á Íslandi.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Sjá meira
Þegar stjórn Alþýðuflokks, Sjálfstæðisflokks og Sósíalistaflokks kom almannatryggingunum á fót 1946 fór það ekki á milli mála fyrir hverja almannatryggingarnar áttu að vera. Tekið var skýrt fram, að almannatryggingarnar ættu að vera fyrir alla án tillits til efnahags og stéttar. Þær áttu ekki að vera fátækraframfærsla. Þegar lífeyrissjóðirnir voru stofnaðir kom það skýrt fram, að þeir áttu að vera viðbót við lífeyri almannatrygginga en ekki skerða almannatryggingar eins og gerist í dag. Ef það hefði legið fyrir, þá hefðu launamenn á Íslandi ekki greitt i lífeyrissjóðina. Ég hef sagt það áður, að skerðing lífeyris vegna greiðslna úr lífeyrissjóði er eins og eignaupptaka. Áhrifin af þessari gífurlegu skerðingu ríkisins á lífeyri almannatrygginga eru nákvæmlega eins og ríkið væri að gera upptækan hluta lífeyris eldri borgara í lífeyrissjóðum. Það er líkast því sem ríkið sé að taka hluta lífeyrisins ófrjálsri hendi. En þegar ríkið er búið að leika þann leik árum saman að taka hluta lífeyris eldri borgara reglulega traustataki, kemur ríkisstjórnin fram nú og segist ætla að skila hluta af þessu til baka, ætla að hætta að taka svona mikið af okkur „ófrjálsri hendi“. Og þá eigum við eldri borgarar að falla fram og þakka fyrir, að við fáum að halda örlitlu meira af þvi, sem við eigum. Þakka skyldi þeim. Verkefni ríkisstjórnarinnar númer eitt er að hafa lífeyri aldraðra það háan, að hann dugi til framfærslu. Ríkisstjórnin svíkst um það. Hún hækkar ekki lífeyrinn um eina krónu. Hún leggur fram tillögur um óbreyttan lífeyri. Þó er ekki unnt að lifa af honum. Lífeyrir einhleypra eldri borgara er 207 þúsund krónur á mánuði en í hjónabandi er lífeyrir 185 þúsund krónur, eftir skatt. Geta einhverjir aðrir lifað af þessari hungurlús? Ég held ekki. En verkefni ríkisstjórnarinnar númer tvö er að afnema tekjutengingarnar, afnema skerðingar með öllu. Það á ekki að draga úr þeim; það á að afnema þær. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, lofaði eldri borgurum því fyrir síðustu kosningar, að svo yrði gert. Við það á að standa. Stjórnmálamenn geta ekki gefið stór kosningaloforð án þess að standa við þau. Sá tími á að vera liðinn á Íslandi.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar