Skerðing lífeyris eins og eignaupptaka! Björgvin Guðmundsson skrifar 12. júlí 2016 07:00 Þegar stjórn Alþýðuflokks, Sjálfstæðisflokks og Sósíalistaflokks kom almannatryggingunum á fót 1946 fór það ekki á milli mála fyrir hverja almannatryggingarnar áttu að vera. Tekið var skýrt fram, að almannatryggingarnar ættu að vera fyrir alla án tillits til efnahags og stéttar. Þær áttu ekki að vera fátækraframfærsla. Þegar lífeyrissjóðirnir voru stofnaðir kom það skýrt fram, að þeir áttu að vera viðbót við lífeyri almannatrygginga en ekki skerða almannatryggingar eins og gerist í dag. Ef það hefði legið fyrir, þá hefðu launamenn á Íslandi ekki greitt i lífeyrissjóðina. Ég hef sagt það áður, að skerðing lífeyris vegna greiðslna úr lífeyrissjóði er eins og eignaupptaka. Áhrifin af þessari gífurlegu skerðingu ríkisins á lífeyri almannatrygginga eru nákvæmlega eins og ríkið væri að gera upptækan hluta lífeyris eldri borgara í lífeyrissjóðum. Það er líkast því sem ríkið sé að taka hluta lífeyrisins ófrjálsri hendi. En þegar ríkið er búið að leika þann leik árum saman að taka hluta lífeyris eldri borgara reglulega traustataki, kemur ríkisstjórnin fram nú og segist ætla að skila hluta af þessu til baka, ætla að hætta að taka svona mikið af okkur „ófrjálsri hendi“. Og þá eigum við eldri borgarar að falla fram og þakka fyrir, að við fáum að halda örlitlu meira af þvi, sem við eigum. Þakka skyldi þeim. Verkefni ríkisstjórnarinnar númer eitt er að hafa lífeyri aldraðra það háan, að hann dugi til framfærslu. Ríkisstjórnin svíkst um það. Hún hækkar ekki lífeyrinn um eina krónu. Hún leggur fram tillögur um óbreyttan lífeyri. Þó er ekki unnt að lifa af honum. Lífeyrir einhleypra eldri borgara er 207 þúsund krónur á mánuði en í hjónabandi er lífeyrir 185 þúsund krónur, eftir skatt. Geta einhverjir aðrir lifað af þessari hungurlús? Ég held ekki. En verkefni ríkisstjórnarinnar númer tvö er að afnema tekjutengingarnar, afnema skerðingar með öllu. Það á ekki að draga úr þeim; það á að afnema þær. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, lofaði eldri borgurum því fyrir síðustu kosningar, að svo yrði gert. Við það á að standa. Stjórnmálamenn geta ekki gefið stór kosningaloforð án þess að standa við þau. Sá tími á að vera liðinn á Íslandi.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Sjá meira
Þegar stjórn Alþýðuflokks, Sjálfstæðisflokks og Sósíalistaflokks kom almannatryggingunum á fót 1946 fór það ekki á milli mála fyrir hverja almannatryggingarnar áttu að vera. Tekið var skýrt fram, að almannatryggingarnar ættu að vera fyrir alla án tillits til efnahags og stéttar. Þær áttu ekki að vera fátækraframfærsla. Þegar lífeyrissjóðirnir voru stofnaðir kom það skýrt fram, að þeir áttu að vera viðbót við lífeyri almannatrygginga en ekki skerða almannatryggingar eins og gerist í dag. Ef það hefði legið fyrir, þá hefðu launamenn á Íslandi ekki greitt i lífeyrissjóðina. Ég hef sagt það áður, að skerðing lífeyris vegna greiðslna úr lífeyrissjóði er eins og eignaupptaka. Áhrifin af þessari gífurlegu skerðingu ríkisins á lífeyri almannatrygginga eru nákvæmlega eins og ríkið væri að gera upptækan hluta lífeyris eldri borgara í lífeyrissjóðum. Það er líkast því sem ríkið sé að taka hluta lífeyrisins ófrjálsri hendi. En þegar ríkið er búið að leika þann leik árum saman að taka hluta lífeyris eldri borgara reglulega traustataki, kemur ríkisstjórnin fram nú og segist ætla að skila hluta af þessu til baka, ætla að hætta að taka svona mikið af okkur „ófrjálsri hendi“. Og þá eigum við eldri borgarar að falla fram og þakka fyrir, að við fáum að halda örlitlu meira af þvi, sem við eigum. Þakka skyldi þeim. Verkefni ríkisstjórnarinnar númer eitt er að hafa lífeyri aldraðra það háan, að hann dugi til framfærslu. Ríkisstjórnin svíkst um það. Hún hækkar ekki lífeyrinn um eina krónu. Hún leggur fram tillögur um óbreyttan lífeyri. Þó er ekki unnt að lifa af honum. Lífeyrir einhleypra eldri borgara er 207 þúsund krónur á mánuði en í hjónabandi er lífeyrir 185 þúsund krónur, eftir skatt. Geta einhverjir aðrir lifað af þessari hungurlús? Ég held ekki. En verkefni ríkisstjórnarinnar númer tvö er að afnema tekjutengingarnar, afnema skerðingar með öllu. Það á ekki að draga úr þeim; það á að afnema þær. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, lofaði eldri borgurum því fyrir síðustu kosningar, að svo yrði gert. Við það á að standa. Stjórnmálamenn geta ekki gefið stór kosningaloforð án þess að standa við þau. Sá tími á að vera liðinn á Íslandi.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar