Innlent

Fækkun slökkviliðsmanna ógnar ekki öryggi

Jóhann K. Jóhannson skrifar
Slökkviliðsstjóri segir öryggi á höfuðborgarsvæðinu ekki ógnað með fækkun slökkvilismanna. Hann segir niðurskurðinn tímabundinn og vonast til að hann gangi til baka í haust.

Slökkviliðsstjóri segir að álag í verkefnum og fækkun slökkviliðsmanna á vakt hafi ekki áhrif á útkallsmátt Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. Álaginu sé stýrt á starfsmenn og reynt sé að halda háu þjónustustigi. Fækkunin ógni ekki öryggi á höfuðborgarsvæðinu?

„Það tel ég ekki vera. Við stöndum ágætlega að vígi við erum með mjög dugmikla og flotta starfsmenn sem eru vel þjálfaðir og þeir kunna til verks,“ segir Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðststjóri á höfuðborgarsvæðinu.

Eins og sagt var frá í fréttum Stöðvar 2 í gær standa tveir til þrír menn vaktina á slökkvistöðinni í Mosfellsbæ sem jafnan ætti að vera mönnuð fjórum mönnum. Ósamræmis gætir í málflutningi stjórnenda slökkviliðsins og starfsmanna um alvarleika þess að álag og undirmönnun sé of mikil innan liðsins.

„Þetta er eitthvað sem þeir upplifa og maður hefur skilning á sumu öðru ekki. Það sem er aðalatriðið fyrir okkur er að við tökum ákvörðun út frá áhættumati.“

Slökkviliðsstjóri segir að rekstrarvanda slökkviliðsins megi rekja til launaþróunar slökkviliðsmanna á síðustu misserum en 83% af rekstrarfé slökkviliðins eru laun og launatengd gjöld.

Þessir kjaraasamningar, þessar hækkanir komu inn á mjög löngum tíma. Þetta voru mjög erfiðir samningar. Starfsmat í gangi sem tók mjög langan tíma. Mun lengri tíma en menn áttu von á. Samningarnir voru gerðir árið 2011 en loka niðurstöður voru að koma í hús á síðasta ári.“

En hefðu stjórnendur slökkviliðsins átt að finna lausn í samráði við starfsmenn?

„Við settumst niður með fulltrúum starfsmanna og fórum yfir þessa hluti en þegar verið er að taka svona stórar ákvarðanir þá held ég að það sé rétt að stjórinn beri ábyrgð á því.“

Áttu von á að þessi niðurskurður gangi til baka?

„Eins og ég sagði áðan þá er þetta svona sumarúrræði hjá okkur þannig að ég á vona á því að ég breyti því aftur í haust.“

Verður þá aftur fullmannað á Skarhólabraut í september?

„Við erum vel mannaðir núna. Við erum með flott starfsfólk í vinnu og ég á vona á að við getum mannað betur í haust heldur en við höfum gert í sumar. En þetta er bara, og ég ítreka það, að það er enginn í hættu útaf þessu,“ segir Jón Viðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×