Tegundasvik í sölu á fiski virðast útbreitt vandamál Svavar Hávarðsson skrifar 31. mars 2016 07:00 Tegundasvik virðast tíðkast um allan heim. Rannsóknir alþjóðlegu náttúruverndarsamtakanna Oceana á tegundasvikum í sölu sjávarfangs sýna áþekkar niðurstöður og rannsóknir Matís hér á landi. Rannsóknir samtakanna í 21 fylki í Bandaríkjunum sýndu að af 1.200 sýnum sem safnað var voru í 33 prósentum tilfella aðrar fisktegundir í pakkningum en merkingar sögðu til um. Oceana rannsakaði einnig hvernig málin stæðu á veitingastöðum í Brussel og í mötuneytum stofnana Evrópusambandsins. Í Brussel var um að ræða aðra tegund en fram kom á matseðli í 31,8 prósenta tilfella, segir í frétt Matís. Í alþjóðlegri rannsókn sem Matís er þátttakandi í, og er enn ólokið, kom meðal annars fram að um 30 prósent allra sýna, sem tekin hafa verið á veitingastöðum hérlendis, innihéldu annan fisk en tilgreint var á matseðli, eins og fram hefur komið í fréttum Matís. Rannsóknin nær til tegundagreiningar á fiski, hvort fisktegund, samanber niðurstöður erfðarannsókna, sé í samræmi við það sem gefið er upp, og taka yfir fjörutíu aðilar um alla Evrópu þátt. Í frétt Matís segir að ljóst sé að heilindi með sjávarfang sé mikið efnahagslegt hagsmunamál fyrir framleiðendur, seljendur, neytendur og ekki síst þau lönd sem keppa um markaðshlutdeild á alþjóðlegum mörkuðum. Matís tekur lýsandi dæmi: Þegar ódýr hvítfiskur er seldur sem þorskur úr Norður-Atlantshafi getur verðmunurinn verið mjög mikill og leitt af sér lægra verð fyrir þorskinn og þorskafurðir. Marine Stewardship Council (MSC) hefur bent á að hefðbundið verð fyrir brauðaðan pangasíus, sem er eldisfiskur upprunninn í Víetnam, sé um fjórar evrur [575 krónur] á hvert kíló en verðið á þorski geti verið um 25 evrur [3.600] á hvert kíló. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 31. mars. Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Sjá meira
Rannsóknir alþjóðlegu náttúruverndarsamtakanna Oceana á tegundasvikum í sölu sjávarfangs sýna áþekkar niðurstöður og rannsóknir Matís hér á landi. Rannsóknir samtakanna í 21 fylki í Bandaríkjunum sýndu að af 1.200 sýnum sem safnað var voru í 33 prósentum tilfella aðrar fisktegundir í pakkningum en merkingar sögðu til um. Oceana rannsakaði einnig hvernig málin stæðu á veitingastöðum í Brussel og í mötuneytum stofnana Evrópusambandsins. Í Brussel var um að ræða aðra tegund en fram kom á matseðli í 31,8 prósenta tilfella, segir í frétt Matís. Í alþjóðlegri rannsókn sem Matís er þátttakandi í, og er enn ólokið, kom meðal annars fram að um 30 prósent allra sýna, sem tekin hafa verið á veitingastöðum hérlendis, innihéldu annan fisk en tilgreint var á matseðli, eins og fram hefur komið í fréttum Matís. Rannsóknin nær til tegundagreiningar á fiski, hvort fisktegund, samanber niðurstöður erfðarannsókna, sé í samræmi við það sem gefið er upp, og taka yfir fjörutíu aðilar um alla Evrópu þátt. Í frétt Matís segir að ljóst sé að heilindi með sjávarfang sé mikið efnahagslegt hagsmunamál fyrir framleiðendur, seljendur, neytendur og ekki síst þau lönd sem keppa um markaðshlutdeild á alþjóðlegum mörkuðum. Matís tekur lýsandi dæmi: Þegar ódýr hvítfiskur er seldur sem þorskur úr Norður-Atlantshafi getur verðmunurinn verið mjög mikill og leitt af sér lægra verð fyrir þorskinn og þorskafurðir. Marine Stewardship Council (MSC) hefur bent á að hefðbundið verð fyrir brauðaðan pangasíus, sem er eldisfiskur upprunninn í Víetnam, sé um fjórar evrur [575 krónur] á hvert kíló en verðið á þorski geti verið um 25 evrur [3.600] á hvert kíló. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 31. mars.
Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Sjá meira