Fjármálakreppan og fjöldamótmælin jón gunnar bernburg skrifar 24. ágúst 2016 13:43 Milli 1991 og 2003 áttu sér stað veigamiklar breytingar í viðskiptalífinu; fjármagnið fékk ferðafrelsi og ríkið seldi banka og veigamiklar stofnanir. Líkt og í öðrum löndum myndaðist staðföst trú meðal stjórnmálaleiðtoga að ríkisvaldið ætti ekki að stjórna fjármagnsöflunum lengur. Að ríkisforsjá bjagaði lögmál markaðarins og olli stöðnun. Óheft myndi fjármagnið aftur á móti leita í æ meiri hagkvæmni og samfélagið allt myndi hagnast. Vissulega heyrðist gagnrýni; sumir töluðu um ójöfnuð og náttúruspjöll og einhverjir vildu meina að efnishyggjan græfi undan góðum gildum. En drifkraftur breytinganna var alþjóðleg þróun sem erfitt var að sporna við. Þegar líða tók á tímabilið fór líka að vera erfitt að neita því að lífsafkoman væri að batna, jafnvel þótt það gerðist hraðar hjá sumum en öðrum. Gagnrýnin varð jaðarsett og fulltrúar hennar hafðir að háði; gagnrýnendur góðærisins voru sagðir á móti framförum. Þegar bankarnir hrundu upplifðu þjóðfélagsgagnrýnendur að boðskapur þeirra fékk loksins hljómgrunn. Hrunið skapaði útbreidda þörf fyrir skýringar; ótti og óvissa skapaðist og traust almennings á veigamiklar stofnanir brast, ekki síst á stjórnmálin. Stjórnvöld útskýrðu ástandið með því að benda á alþjóðleg öfl og fífldjarfa bankamenn, en trúverðugleikinn var laskaður; í augum margra voru þetta öflin sem höfðu frelsað fjármagnið og einkavætt bankana og loks hunsað viðvaranir. Í óttablöndnu óvissuástandi voru margir tilbúnir að hlusta aðrar raddir. Haustið 2008 myndaðist þannig sjaldgæft sóknarfæri fyrir pólitískt andóf. Aðgerðasinnar héldu mótmælafundi og ræðufólk skilgreindi fjármálakreppuna sem lýðræðisvanda. Mótmælafundir voru fámennir í fyrstu en þátttakan jókst og þá uxu líka væntingar um að mótmælin gætu haft áhrif á ráðamenn. Skilaboð mótmælenda heyrðust vel í umræðunni og andófsstemningin náði hámarki í janúar 2009 þegar um fjórðungur höfuðborgarbúa tók þátt í háværum mótmælum. Stjórnarsamstarfið brast undir pottaglamri og Íslendingar lærðu að fjöldamótmæli geta haft bein áhrif á valdhafa og jafnvel fellt sitjandi ríkisstjórn. Ekki er unnt að skýra atburðina í aprílmánuði síðastliðnum nema með vísan í þessa sögu. Opinberanir á aflandseignum stjórnmálamanna vöktu upp vantraustið til stjórnmálanna og lærdómurinn úr Búsáhaldabyltingunni, að fjöldamótmæli hafi áhrif á valdatafl stjórnmálanna, virkjaði þúsundir til þess að mótmæla. Á meðan vantraustið gagnvart stjórnmálunum blundar áfram í tilfinningalífi þjóðarinnar er líklegt að efnahagsleg áföll eða hneykslismál eða jafnvel bara ágreiningur milli fylkinga muni áfram kveikja í fjöldamótmælum hérlendis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Milli 1991 og 2003 áttu sér stað veigamiklar breytingar í viðskiptalífinu; fjármagnið fékk ferðafrelsi og ríkið seldi banka og veigamiklar stofnanir. Líkt og í öðrum löndum myndaðist staðföst trú meðal stjórnmálaleiðtoga að ríkisvaldið ætti ekki að stjórna fjármagnsöflunum lengur. Að ríkisforsjá bjagaði lögmál markaðarins og olli stöðnun. Óheft myndi fjármagnið aftur á móti leita í æ meiri hagkvæmni og samfélagið allt myndi hagnast. Vissulega heyrðist gagnrýni; sumir töluðu um ójöfnuð og náttúruspjöll og einhverjir vildu meina að efnishyggjan græfi undan góðum gildum. En drifkraftur breytinganna var alþjóðleg þróun sem erfitt var að sporna við. Þegar líða tók á tímabilið fór líka að vera erfitt að neita því að lífsafkoman væri að batna, jafnvel þótt það gerðist hraðar hjá sumum en öðrum. Gagnrýnin varð jaðarsett og fulltrúar hennar hafðir að háði; gagnrýnendur góðærisins voru sagðir á móti framförum. Þegar bankarnir hrundu upplifðu þjóðfélagsgagnrýnendur að boðskapur þeirra fékk loksins hljómgrunn. Hrunið skapaði útbreidda þörf fyrir skýringar; ótti og óvissa skapaðist og traust almennings á veigamiklar stofnanir brast, ekki síst á stjórnmálin. Stjórnvöld útskýrðu ástandið með því að benda á alþjóðleg öfl og fífldjarfa bankamenn, en trúverðugleikinn var laskaður; í augum margra voru þetta öflin sem höfðu frelsað fjármagnið og einkavætt bankana og loks hunsað viðvaranir. Í óttablöndnu óvissuástandi voru margir tilbúnir að hlusta aðrar raddir. Haustið 2008 myndaðist þannig sjaldgæft sóknarfæri fyrir pólitískt andóf. Aðgerðasinnar héldu mótmælafundi og ræðufólk skilgreindi fjármálakreppuna sem lýðræðisvanda. Mótmælafundir voru fámennir í fyrstu en þátttakan jókst og þá uxu líka væntingar um að mótmælin gætu haft áhrif á ráðamenn. Skilaboð mótmælenda heyrðust vel í umræðunni og andófsstemningin náði hámarki í janúar 2009 þegar um fjórðungur höfuðborgarbúa tók þátt í háværum mótmælum. Stjórnarsamstarfið brast undir pottaglamri og Íslendingar lærðu að fjöldamótmæli geta haft bein áhrif á valdhafa og jafnvel fellt sitjandi ríkisstjórn. Ekki er unnt að skýra atburðina í aprílmánuði síðastliðnum nema með vísan í þessa sögu. Opinberanir á aflandseignum stjórnmálamanna vöktu upp vantraustið til stjórnmálanna og lærdómurinn úr Búsáhaldabyltingunni, að fjöldamótmæli hafi áhrif á valdatafl stjórnmálanna, virkjaði þúsundir til þess að mótmæla. Á meðan vantraustið gagnvart stjórnmálunum blundar áfram í tilfinningalífi þjóðarinnar er líklegt að efnahagsleg áföll eða hneykslismál eða jafnvel bara ágreiningur milli fylkinga muni áfram kveikja í fjöldamótmælum hérlendis.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar