Samstaða þeirra sem voru einu sinni Litlar manneskjur Aðalbjörg Stefanía Helgadóttir skrifar 22. apríl 2016 13:41 Það er langt síðan ég hef séð jafnmikla samstöðu á veggnum mínum á Facebook og undanfarna daga. Samstaðan felst í því að allt í einu hafa hér um bil allir vinir mínir skipt um forsíðumynd hjá sér í tilefni Barnamenningarhátíðar 2016. Í stað hetjulegra forsíðamynda af sjálfum sér uppi á fjöllum, í sínu fínasta árshátíðarpússi eða með dreyminn svip í fjarlægu landi, þá birtast nú myndir af litlum manneskjum í vöggu, að borða, að skæla, að fara í skólann í fyrsta sinn, í sparifötum á jólunum, að hlæja í fangi ömmu og afa, að borða snúð, að sitja uppstillt í sófa, að vera brosandi með fléttur eða sitja í mjúku grasi með stóra bróður á heitum sumardegi. Við fyllumst ljúfsárri hlýju þegar við sjáum þessar myndir, sem kveikja jafnmargar og ólíkar æskuminningar eins og við erum mörg. Kannski vakna óuppgerðar tilfinningar, sársauki, óöryggi og vanlíðan. Eða öryggi, skjól og kærleikur. Hvernig sem því er háttað, þá förum við ósjálfrátt að hugsa til okkar þegar við vorum lítil og tökum utanum þessar litlu manneskjur sem voru kannski oft óttaslegnar við þessa stóru veröld.Aðalbjörg þegar hún var lítilÉg setti inn mynd af Litlu-mér þar sem ég sat í íslensku roki og sól á kletti á árbakka, brosandi út að eyrum. Minningin sem myndin vakti með mér var þessi: Litla-ég á ferðalagi með foreldrum mínum þegar hamingjan vitjaði mín á sama andartaki og ég brosti framan í framtíðina og fólkið sem elskaði mig umfram allt. Á sama tíma og við minnumst okkar þá hugsum við um hve gott það var að vita ekki þá allt sem ætti eftir að eiga sér stað. Við sáum þó öll fyrir okkur framtíð sem var lituð af þeim veruleika sem við bjuggum í og af þeim fyrirmyndum sem við höfðum; kennurum, konunni í búðinni, ömmu, mömmu, pabba, stóru frænku eða frænda. Nákvæmlega núna erum við þessar fyrirmyndir fyrir litla fólk dagsins í dag. Samstaðan á BabyFacebook er svo sterk vegna þess að við höfum öll verið litlar manneskjur og þess vegna öll verið í sporum litla fólksins í samfélagi nútímans. Við vitum hvernig þeim líður, við vitum hvað hræðir þau, hvað fyllir þau öryggi og hvað gleður þau. Við vitum líka hvers þau óska og vona. Gleymum því ekki þegar við eigum í samskiptum við litla fólkið í samfélaginu okkar í dag. Við munum öll að dýrmætasta tilfinningin sem Litlu-við fundum fyrir, innst í hjarta okkar, var fullvissan um að vera elskuð nákvæmlega eins og við erum. Nú erum við fólkið sem horfum í augu barna, ungmenna og allra annarra og segjum þeim að tilvera þeirra skiptir máli, þau eru elskuð og við ætlum vel fyrir þeim að sjá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Það er langt síðan ég hef séð jafnmikla samstöðu á veggnum mínum á Facebook og undanfarna daga. Samstaðan felst í því að allt í einu hafa hér um bil allir vinir mínir skipt um forsíðumynd hjá sér í tilefni Barnamenningarhátíðar 2016. Í stað hetjulegra forsíðamynda af sjálfum sér uppi á fjöllum, í sínu fínasta árshátíðarpússi eða með dreyminn svip í fjarlægu landi, þá birtast nú myndir af litlum manneskjum í vöggu, að borða, að skæla, að fara í skólann í fyrsta sinn, í sparifötum á jólunum, að hlæja í fangi ömmu og afa, að borða snúð, að sitja uppstillt í sófa, að vera brosandi með fléttur eða sitja í mjúku grasi með stóra bróður á heitum sumardegi. Við fyllumst ljúfsárri hlýju þegar við sjáum þessar myndir, sem kveikja jafnmargar og ólíkar æskuminningar eins og við erum mörg. Kannski vakna óuppgerðar tilfinningar, sársauki, óöryggi og vanlíðan. Eða öryggi, skjól og kærleikur. Hvernig sem því er háttað, þá förum við ósjálfrátt að hugsa til okkar þegar við vorum lítil og tökum utanum þessar litlu manneskjur sem voru kannski oft óttaslegnar við þessa stóru veröld.Aðalbjörg þegar hún var lítilÉg setti inn mynd af Litlu-mér þar sem ég sat í íslensku roki og sól á kletti á árbakka, brosandi út að eyrum. Minningin sem myndin vakti með mér var þessi: Litla-ég á ferðalagi með foreldrum mínum þegar hamingjan vitjaði mín á sama andartaki og ég brosti framan í framtíðina og fólkið sem elskaði mig umfram allt. Á sama tíma og við minnumst okkar þá hugsum við um hve gott það var að vita ekki þá allt sem ætti eftir að eiga sér stað. Við sáum þó öll fyrir okkur framtíð sem var lituð af þeim veruleika sem við bjuggum í og af þeim fyrirmyndum sem við höfðum; kennurum, konunni í búðinni, ömmu, mömmu, pabba, stóru frænku eða frænda. Nákvæmlega núna erum við þessar fyrirmyndir fyrir litla fólk dagsins í dag. Samstaðan á BabyFacebook er svo sterk vegna þess að við höfum öll verið litlar manneskjur og þess vegna öll verið í sporum litla fólksins í samfélagi nútímans. Við vitum hvernig þeim líður, við vitum hvað hræðir þau, hvað fyllir þau öryggi og hvað gleður þau. Við vitum líka hvers þau óska og vona. Gleymum því ekki þegar við eigum í samskiptum við litla fólkið í samfélaginu okkar í dag. Við munum öll að dýrmætasta tilfinningin sem Litlu-við fundum fyrir, innst í hjarta okkar, var fullvissan um að vera elskuð nákvæmlega eins og við erum. Nú erum við fólkið sem horfum í augu barna, ungmenna og allra annarra og segjum þeim að tilvera þeirra skiptir máli, þau eru elskuð og við ætlum vel fyrir þeim að sjá.
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun