Hugmyndir að Halloween búningum Stefán Þór Hjartarson skrifar 22. október 2016 12:30 Margir halda upp á Halloween-hátíðina um næstu helgi. Það er gott að hafa varann á og byrja að undirbúa búninginn. Fréttablaðið tók saman nokkrar hugmyndir út frá skemmtilegum atburðum á árinu enda gaman að vera í viðeigandi búningi.Sigurður Ingi Soprano Sigurður Ingi vakti athygli fyrr á árinu þegar hann kom askvaðandi út úr Stjórnarráðinu með flagaraklút um hálsinn og þumalhring. Fjölmiðlar veltu þessum klæðaburði töluvert fyrir sér og líkti tískusérfræðingurinn Sindri Snær Jensson Sigurði Inga meðal annars við mafíósann Tony Soprano. Það er auðvitað tilvalið að mæta sem forsætisráðherra vor í Halloweenfögnuðinn.Hótel Adam Hótelið við Skólavörðustíg hefur verið í fréttum á árinu. Þarna leynast búningahugmyndir – það væri til að mynda hægt að klæðast grænu og hvítu, drekka tékkneskan bjór, reyna að selja öllum rándýrt kranavatn í flösku (það væri hægt að gera úr þessu athöfn) og hafa á sér einn latexhanska, en eins og glöggir muna úr heimsókn Kolbeins Tuma, fréttamanns Vísis, á hótelið var búið að klæða reykskynjarann í herberginu hans í slíkan hanska.Sigrún Magnúsdóttir og RÚV leynigesturinn Ein hugmynd að parabúningi gæti verið Sigrún Magnúsdóttir og RÚV-leynigesturinn sem hún talaði um í frægu viðtali. Annar aðilinn gæti tæklað Sigrúnu með þv og hinn aðilinn gæti svo verið í svörtum í að klæðast í Framsóknargræna dragt fötum með spurningarmerki á eða jafnvel draugabúningi með RÚV-lógóinu á.Villtur túristi Ferðamaðurinn Noel Santillan villtist óvart til Siglufjarðar í ruglingi á Laugavegi og Laugarvegi og það gæti verið nokkuð gott efni í búning sem hentar öllum kynjum. Til að mynda væri hægt að vera í týp- ískum túristagalla eins og allir sem hafa gengið Laugaveginn upp á síð- kastið ættu að kannast vel við og halda á skilti sem á stendur „Laugavegur/ Laugarvegur?“Ólafur Darri mjólkursvelgur Ólafur Darri Ólafsson lék aðalhlutverkið í sjónvarpsseríunni Ófærð þar sem hann fór á kostum sem lögreglumaðurinn Andri Ólafsson sem var algjör „no bullshit“ náungi og þambaði meðal annars mjólk í gríð og erg. Þetta væri hægt að túlka í búning með því til dæmis að vera í stórri, frá- hnepptri vetrarúlpu, alskegg með mjólk í og halda á mjólkurglasi eða jafnvel bara fernunni.Tólfuliði á EM EM var auðvitað stærsti viðburðurinn á árinu og mikið af búningahugmyndum sem geta komið þaðan. Ein hugmyndin væri að klæða sig upp í Tólfugalla, vera með vatn í poka með röri eins og um vökva í æð væri að ræða og vera í sífellu að taka Víkingaklappið. Það myndi auðvitað gjörsamlega slá í gegn í hvaða partíi sem er. Mest lesið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira
Margir halda upp á Halloween-hátíðina um næstu helgi. Það er gott að hafa varann á og byrja að undirbúa búninginn. Fréttablaðið tók saman nokkrar hugmyndir út frá skemmtilegum atburðum á árinu enda gaman að vera í viðeigandi búningi.Sigurður Ingi Soprano Sigurður Ingi vakti athygli fyrr á árinu þegar hann kom askvaðandi út úr Stjórnarráðinu með flagaraklút um hálsinn og þumalhring. Fjölmiðlar veltu þessum klæðaburði töluvert fyrir sér og líkti tískusérfræðingurinn Sindri Snær Jensson Sigurði Inga meðal annars við mafíósann Tony Soprano. Það er auðvitað tilvalið að mæta sem forsætisráðherra vor í Halloweenfögnuðinn.Hótel Adam Hótelið við Skólavörðustíg hefur verið í fréttum á árinu. Þarna leynast búningahugmyndir – það væri til að mynda hægt að klæðast grænu og hvítu, drekka tékkneskan bjór, reyna að selja öllum rándýrt kranavatn í flösku (það væri hægt að gera úr þessu athöfn) og hafa á sér einn latexhanska, en eins og glöggir muna úr heimsókn Kolbeins Tuma, fréttamanns Vísis, á hótelið var búið að klæða reykskynjarann í herberginu hans í slíkan hanska.Sigrún Magnúsdóttir og RÚV leynigesturinn Ein hugmynd að parabúningi gæti verið Sigrún Magnúsdóttir og RÚV-leynigesturinn sem hún talaði um í frægu viðtali. Annar aðilinn gæti tæklað Sigrúnu með þv og hinn aðilinn gæti svo verið í svörtum í að klæðast í Framsóknargræna dragt fötum með spurningarmerki á eða jafnvel draugabúningi með RÚV-lógóinu á.Villtur túristi Ferðamaðurinn Noel Santillan villtist óvart til Siglufjarðar í ruglingi á Laugavegi og Laugarvegi og það gæti verið nokkuð gott efni í búning sem hentar öllum kynjum. Til að mynda væri hægt að vera í týp- ískum túristagalla eins og allir sem hafa gengið Laugaveginn upp á síð- kastið ættu að kannast vel við og halda á skilti sem á stendur „Laugavegur/ Laugarvegur?“Ólafur Darri mjólkursvelgur Ólafur Darri Ólafsson lék aðalhlutverkið í sjónvarpsseríunni Ófærð þar sem hann fór á kostum sem lögreglumaðurinn Andri Ólafsson sem var algjör „no bullshit“ náungi og þambaði meðal annars mjólk í gríð og erg. Þetta væri hægt að túlka í búning með því til dæmis að vera í stórri, frá- hnepptri vetrarúlpu, alskegg með mjólk í og halda á mjólkurglasi eða jafnvel bara fernunni.Tólfuliði á EM EM var auðvitað stærsti viðburðurinn á árinu og mikið af búningahugmyndum sem geta komið þaðan. Ein hugmyndin væri að klæða sig upp í Tólfugalla, vera með vatn í poka með röri eins og um vökva í æð væri að ræða og vera í sífellu að taka Víkingaklappið. Það myndi auðvitað gjörsamlega slá í gegn í hvaða partíi sem er.
Mest lesið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira