Aron, sem leikur með Veszprém, spilaði vel bæði í undanúrslitunum og sjálfum úrslitaleiknum, en Veszprém mistókst þó að tryggja sér Evrópumeistaratitilinn í kvöld.
Þeir töpuðu þá fyrir Kielce í ótrúlegum handboltaleik, en úrslitin réðust í vítakastkeppni. Á tímapunkti hafði Veszprém níu marka forskot.
Aron skoraði sex mörk í dag úr tíu skotum, en í gær skoraði Aron fjögur mörk þegar Veszprém tryggði sér sæti í úrslitaleiknum eftir framlengingu við Kiel.
Mikkel Hansen var markahæsti leikmaður Meistaradeildarinnar þetta tímabilið, en hann skoraði 141 mörk fyrir PSG þetta tímabilið.
PSG vann leikinn um þriðja sætið gegn Kiel fyrr í dag.
Top scorer of this #veluxehfcl season is @mikkelhansen24 with 141 goals for @psghand@aronpalm is the #ehffinal4 MVP https://t.co/Rx4bE2QHJJ
— #ehffinal4 (@ehfcl) May 29, 2016