Innlent

Tveir fluttir á slysadeild eftir árekstur í Ártúnsbrekku

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Umferð um Vesturlandsveg getur verið ansi þung á tímum. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Umferð um Vesturlandsveg getur verið ansi þung á tímum. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Daníel
Árekstur varð á Vesturlandsvegi við Ártúnsbrekku um klukkan hálftólf í dag þegar bíll keyrði aftan á annan bíl á austurleið. Tveir voru fluttir á slysadeild með minniháttar áverka, bæði ökumaður og farþegi bílsins sem ekið var á. MBL greindi fyrst frá málinu.

Töluverðar skemmdir eru á bílunum en þó telur slökkvilið áreksturinn ekki hafa verið sérstaklega harðan. Fólkið sem var flutt á slysadeild fékk hnykk á bak og háls og fær nú aðhlynningu vegna þessa á slysadeild.

Slökkvilið kom á vettvang en það var statt í Kjós þegar útkallið barst þar sem það vann að því að slökkva gróðurelda. Liðið vann að hreinsunarstörfum á vettvangi um tíma en þrífa þurfti upp olíu og annað. Lögregla tók yfir vettvang að því loknu.

Umferð er komin í samt lag og aðgerðum lokið á vettvangi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×