Innlent

Eigendur illa farna hússins við Hraunteig vilja fá leyfi til rífa það og byggja nýtt í staðinn

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
Í níu ár hefur enginn búið á Hraunteigi 3 en það kemur til með að breytast á næstu misserum.
Í níu ár hefur enginn búið á Hraunteigi 3 en það kemur til með að breytast á næstu misserum. Visir/Eyþór
„Það er verið að teikna nýtt hús,“ segir Sjöfn Sigurgísladóttir, nýr eigandi hússins og lóðarinnar á Hraunteig, sem hefur valdið bæði ónæði og óþægindum í Laugarneshverfi.

Fréttablaðið greindi frá því í gær að í næstum áratug hafi þaklaust hús á Hraunteignum fengið að grotna niður með tilheyrandi óþægindum, svo sem rottugangi, hústökumönnum, illgresi og óþrifnaði. Kona í næsta húsi segir húsið mikið lýti í grónu hverfi.

En þetta kemur til með að breytast á næstu misserum þar sem hjón festu kaup á lóðinni og húsinu. Þau segjast ætla að rífa húsið og byggja nýtt á lóðinni.

Sjöfn og eiginmaður hennar keyptu húsið í nóvember í fyrra.

„Það verður farið í framkvæmdir fljótlega,“ segir Sjöfn. „Þetta er ákveðið ferli og tekur svolítinn tíma.“

Hjónin hafa lokað öllum gluggum og dyrum svo ekki sé hægt að komast í húsið. Sjöfn biður nágranna um að hafa samband ef það er opnað aftur og umgangur er í húsinu eða ónæði.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu


Tengdar fréttir

Yfirgefið og þaklaust hús vekur ugg í Laugarneshverfi

Yfirgefið og þaklaust hús í Laugarneshverfinu vekur mikinn óhug nágrannana. Síðustu níu ár hefur enginn haft þar fasta búsetu en útigangsmenn hafa haldið til í kjallaranum og rottur leika þar lausum hala segir kona sem býr í næsta húsi




Fleiri fréttir

Sjá meira


×