Annar hver unglingur drukkinn Þorsteinn V. Einarsson skrifar 23. ágúst 2016 10:05 Næstum helmingur unglinga í 8.-10. bekk sögðust hafa orðið drukknir sl. 30 daga árið 1998, eða 42%. Nokkur fjöldi sagðist reykja daglega sama ár eða 23%. Á árunum fyrir þessi sláandi tíðindi var svo sannarlega reynt að berjast gegn áfengis- og vímuefnaneyslu unglinga. Áhugavert er að skoða gömul tímarit og heyra frásagnir uppeldisfólks frá þessum tíma. Áherslurnar skömmu fyrir 1998 voru þær að ala á óttanum við afleiðingarnar af drykkju. Sýndar voru myndir af skemmdum heila, sagðar hörmungarsögur af unglingum sem byrjuðu að drekka snemma og rýnt í ömurlegustu afleiðingar þess að byrja snemma að neyta vímugjafa. Árangurinn var að minnsta kosti ekki betri en sá að helmingur unglinga hafði orðið ölvaður og stór hluti reykti daglega. Staðan í dag er sú að 5% unglinga hafa orðið ölvaðir sl. 30 daga og 3% reykja daglega. Þvílíkur viðsnúningur, þvílík breyting. Uppeldis- og æskulýðsstofnanir, foreldrar og fræðimenn tóku saman höndum og fóru að fylgja öðru verklagi en áður hafði tíðkast upp úr árinu 2000. Forvarnir fóru að byggja á þeim kenningum sem rannóknir sýndu að bæru árangur. Rannsóknir sýndu að ákveðnir þættir í lífi unglinga hefðu verndandi áhrif; minnkuðu líkur á neyslu. Lykilþættir í forvörnum sýndu sig vera m.a. samvera fjölskyldunnar, jákvætt aðhald foreldra, umhyggja og stuðningur. Almenn vellíðan unglinga skipti miklu máli, sem og þátttaka í skipulögðu íþrótta- eða frístundastarfi, auk þess sem jafningjahópurinn hafði mikil áhrif. Áherslur á skaðsemi vímuefna eða hætturnar sem þeim fylgja var hvergi að sjá í forvörnum þess tíma. Fagfólk sem starfar á vettvangi með unglingum hefur þó tekið eftir að blikur eru á lofti. Bakslag hefur orðið á virku forvarnarstarfi sl. ár og þau einföldu gildi sem byggt var á virðast hafa gleymst, hjá mörgum, eða kannski aldrei borist sumum. Mögulega hafa orðið kynslóðaskipti, enda tæp 20 ár síðan farið var af stað auk þess sem mikill samdráttur hefur verið í fjárveitingu til forvarnarverkefna (allavega í Reykjavík). Og ekki virðist velferðarráðuneytinu sérstaklega umhugað um forvarnir meðal unglinga. Vissulega eru foreldrar algjörir lykilaðilar í forvörnum fyrir velferð barnanna sinna en hver er til staðar þegar foreldrarnir bregðast? Erum við með öflugt forvarnarkerfi sem stekkur inn í til stuðnings þeim börnum? Ó, nei – þó Barnaverndin kunni að virka fyrir allra, allra verst settu börnin. En ég fullyrði: ó, nei. Við þurfum að fara að dusta rykið af virkum forvörnum í víðu samhengi og gera það saman. Vonandi hysjum við (borg, bær og ríki) upp um okkur buxurnar, hratt og örugglega. Annars kæmi það mér ekki á óvart ef ég sæi sambærilegar fyrirsagnir og á þessum pistli í nánustu framtíð. Eins og góður maður sagði: „Við þurfum að hlúa að æsku landsins“. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller Skoðun Skoðun Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Sjá meira
Næstum helmingur unglinga í 8.-10. bekk sögðust hafa orðið drukknir sl. 30 daga árið 1998, eða 42%. Nokkur fjöldi sagðist reykja daglega sama ár eða 23%. Á árunum fyrir þessi sláandi tíðindi var svo sannarlega reynt að berjast gegn áfengis- og vímuefnaneyslu unglinga. Áhugavert er að skoða gömul tímarit og heyra frásagnir uppeldisfólks frá þessum tíma. Áherslurnar skömmu fyrir 1998 voru þær að ala á óttanum við afleiðingarnar af drykkju. Sýndar voru myndir af skemmdum heila, sagðar hörmungarsögur af unglingum sem byrjuðu að drekka snemma og rýnt í ömurlegustu afleiðingar þess að byrja snemma að neyta vímugjafa. Árangurinn var að minnsta kosti ekki betri en sá að helmingur unglinga hafði orðið ölvaður og stór hluti reykti daglega. Staðan í dag er sú að 5% unglinga hafa orðið ölvaðir sl. 30 daga og 3% reykja daglega. Þvílíkur viðsnúningur, þvílík breyting. Uppeldis- og æskulýðsstofnanir, foreldrar og fræðimenn tóku saman höndum og fóru að fylgja öðru verklagi en áður hafði tíðkast upp úr árinu 2000. Forvarnir fóru að byggja á þeim kenningum sem rannóknir sýndu að bæru árangur. Rannsóknir sýndu að ákveðnir þættir í lífi unglinga hefðu verndandi áhrif; minnkuðu líkur á neyslu. Lykilþættir í forvörnum sýndu sig vera m.a. samvera fjölskyldunnar, jákvætt aðhald foreldra, umhyggja og stuðningur. Almenn vellíðan unglinga skipti miklu máli, sem og þátttaka í skipulögðu íþrótta- eða frístundastarfi, auk þess sem jafningjahópurinn hafði mikil áhrif. Áherslur á skaðsemi vímuefna eða hætturnar sem þeim fylgja var hvergi að sjá í forvörnum þess tíma. Fagfólk sem starfar á vettvangi með unglingum hefur þó tekið eftir að blikur eru á lofti. Bakslag hefur orðið á virku forvarnarstarfi sl. ár og þau einföldu gildi sem byggt var á virðast hafa gleymst, hjá mörgum, eða kannski aldrei borist sumum. Mögulega hafa orðið kynslóðaskipti, enda tæp 20 ár síðan farið var af stað auk þess sem mikill samdráttur hefur verið í fjárveitingu til forvarnarverkefna (allavega í Reykjavík). Og ekki virðist velferðarráðuneytinu sérstaklega umhugað um forvarnir meðal unglinga. Vissulega eru foreldrar algjörir lykilaðilar í forvörnum fyrir velferð barnanna sinna en hver er til staðar þegar foreldrarnir bregðast? Erum við með öflugt forvarnarkerfi sem stekkur inn í til stuðnings þeim börnum? Ó, nei – þó Barnaverndin kunni að virka fyrir allra, allra verst settu börnin. En ég fullyrði: ó, nei. Við þurfum að fara að dusta rykið af virkum forvörnum í víðu samhengi og gera það saman. Vonandi hysjum við (borg, bær og ríki) upp um okkur buxurnar, hratt og örugglega. Annars kæmi það mér ekki á óvart ef ég sæi sambærilegar fyrirsagnir og á þessum pistli í nánustu framtíð. Eins og góður maður sagði: „Við þurfum að hlúa að æsku landsins“.
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar