Stóra brúneggjamálið – punktar Ari Teitsson skrifar 8. desember 2016 07:00 Í liðinni viku hefur brúneggjamálið verið fyrirferðarmeira í fjölmiðlaumfjöllun en önnur mál og margt íhugunarvert komið fram. Í leiðara síðasta tölublaðs Skarps segir: „Sumir hafa verið að sproksetja og jafnvel úthúða pilti (yfirhana í Brúneggjum) fyrir dýraníð og falsanir. Sem er algjörlega óverðskuldað. Þetta er bara ósköp venjulegur kapítalisti að sinna sinni hugsjón – að græða meira í dag en í gær.“ Þarf það að vera verri skýring en hver önnur á eðli málsins? Í þættinum Vikulokin benti lögfræðingurinn Gísli Tryggvason á að ef til vill væri unnt að lögsækja verslunina og framleiðendur fyrir að hafa blekkt neytendur og selt þeim falsaða vöru á yfirverði. Athygli vakti að lögfræðingurinn nefndi verslunina á undan framleiðanda sem vekur spurningar um ábyrgð hennar. Fróðlegt væri t.d. að vita hvort verslanir voru almennt að selja brúnegg með sömu álagningarprósentu og önnur egg, því hafi svo verið hafa verslanir miðað við ætlaða meðalálagningu á eggjum trúlega hagnast um einhverja tugi milljóna á ári á brúneggjasölu. Athugun á því væri verðugt verkefni fyrir nýjan Kastljósþátt. Svo sem vænta mátti benda „kapítalistar“ og jafnvel fleiri á að nú verði að gefa innflutning á eggjum frjálsan til að tryggja hag neytenda. En er endilega víst að sú gjörð tryggi hag neytenda best? Nýleg athugun RÚV bendir til að verð sambærilegrar vöru sé hér a.m.k. 30% hærra en verð í Bretlandi og tæplega ástæða til að ætla að annað gildi um innflutt egg. Þá bendir aðkoma verslunarinnar að sölu brúneggja undanfarin ár ekki til að verslunin tryggi að seld egg séu framleidd við viðunandi aðstæður eða að raunveruleg gæði endurspeglist í útsöluverði. Flutningskostnaður og kolefnishalli Því gæti farið svo að eftir fyrsta sýndarinnflutning verði boðin innflutt egg, framleidd við óþekktar aðstæður, á verði sem er langt yfir markaðsverði sambærilegrar vöru í þeim löndum sem flutt er frá. Við þetta bætist síðan að yfir 70% eggjanna er vatn og með eggjainnflutningi værum við að stórum hluta að flytja inn vatn af óvissum uppruna með tilheyrandi flutningskostnaði og kolefnishalla. Frá þjóðhagslegu og hnattrænu sjónarhorni er því í raun ekki vit í öðru en að framleiða hér þau egg sem þjóðin (og ferðamenn) þurfa. Það þyrfti því að vera unnt að gera með svipuðum framleiðslukostnaði og í erlendum eggjabúum, séu kröfur til framleiðslunnar áþekkar. Ef til vill ætti fyrsta verkefni nýskipaðrar nefndar um endurskoðun landbúnaðarstefnu að vera athugun á hvernig koma megi innlendri eggjaframleiðslu og sölu þannig fyrir að hún tryggi neytendum góð íslensk egg á sanngjörnu verði. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brúneggjamálið Mest lesið Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í liðinni viku hefur brúneggjamálið verið fyrirferðarmeira í fjölmiðlaumfjöllun en önnur mál og margt íhugunarvert komið fram. Í leiðara síðasta tölublaðs Skarps segir: „Sumir hafa verið að sproksetja og jafnvel úthúða pilti (yfirhana í Brúneggjum) fyrir dýraníð og falsanir. Sem er algjörlega óverðskuldað. Þetta er bara ósköp venjulegur kapítalisti að sinna sinni hugsjón – að græða meira í dag en í gær.“ Þarf það að vera verri skýring en hver önnur á eðli málsins? Í þættinum Vikulokin benti lögfræðingurinn Gísli Tryggvason á að ef til vill væri unnt að lögsækja verslunina og framleiðendur fyrir að hafa blekkt neytendur og selt þeim falsaða vöru á yfirverði. Athygli vakti að lögfræðingurinn nefndi verslunina á undan framleiðanda sem vekur spurningar um ábyrgð hennar. Fróðlegt væri t.d. að vita hvort verslanir voru almennt að selja brúnegg með sömu álagningarprósentu og önnur egg, því hafi svo verið hafa verslanir miðað við ætlaða meðalálagningu á eggjum trúlega hagnast um einhverja tugi milljóna á ári á brúneggjasölu. Athugun á því væri verðugt verkefni fyrir nýjan Kastljósþátt. Svo sem vænta mátti benda „kapítalistar“ og jafnvel fleiri á að nú verði að gefa innflutning á eggjum frjálsan til að tryggja hag neytenda. En er endilega víst að sú gjörð tryggi hag neytenda best? Nýleg athugun RÚV bendir til að verð sambærilegrar vöru sé hér a.m.k. 30% hærra en verð í Bretlandi og tæplega ástæða til að ætla að annað gildi um innflutt egg. Þá bendir aðkoma verslunarinnar að sölu brúneggja undanfarin ár ekki til að verslunin tryggi að seld egg séu framleidd við viðunandi aðstæður eða að raunveruleg gæði endurspeglist í útsöluverði. Flutningskostnaður og kolefnishalli Því gæti farið svo að eftir fyrsta sýndarinnflutning verði boðin innflutt egg, framleidd við óþekktar aðstæður, á verði sem er langt yfir markaðsverði sambærilegrar vöru í þeim löndum sem flutt er frá. Við þetta bætist síðan að yfir 70% eggjanna er vatn og með eggjainnflutningi værum við að stórum hluta að flytja inn vatn af óvissum uppruna með tilheyrandi flutningskostnaði og kolefnishalla. Frá þjóðhagslegu og hnattrænu sjónarhorni er því í raun ekki vit í öðru en að framleiða hér þau egg sem þjóðin (og ferðamenn) þurfa. Það þyrfti því að vera unnt að gera með svipuðum framleiðslukostnaði og í erlendum eggjabúum, séu kröfur til framleiðslunnar áþekkar. Ef til vill ætti fyrsta verkefni nýskipaðrar nefndar um endurskoðun landbúnaðarstefnu að vera athugun á hvernig koma megi innlendri eggjaframleiðslu og sölu þannig fyrir að hún tryggi neytendum góð íslensk egg á sanngjörnu verði. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun