Stóra brúneggjamálið – punktar Ari Teitsson skrifar 8. desember 2016 07:00 Í liðinni viku hefur brúneggjamálið verið fyrirferðarmeira í fjölmiðlaumfjöllun en önnur mál og margt íhugunarvert komið fram. Í leiðara síðasta tölublaðs Skarps segir: „Sumir hafa verið að sproksetja og jafnvel úthúða pilti (yfirhana í Brúneggjum) fyrir dýraníð og falsanir. Sem er algjörlega óverðskuldað. Þetta er bara ósköp venjulegur kapítalisti að sinna sinni hugsjón – að græða meira í dag en í gær.“ Þarf það að vera verri skýring en hver önnur á eðli málsins? Í þættinum Vikulokin benti lögfræðingurinn Gísli Tryggvason á að ef til vill væri unnt að lögsækja verslunina og framleiðendur fyrir að hafa blekkt neytendur og selt þeim falsaða vöru á yfirverði. Athygli vakti að lögfræðingurinn nefndi verslunina á undan framleiðanda sem vekur spurningar um ábyrgð hennar. Fróðlegt væri t.d. að vita hvort verslanir voru almennt að selja brúnegg með sömu álagningarprósentu og önnur egg, því hafi svo verið hafa verslanir miðað við ætlaða meðalálagningu á eggjum trúlega hagnast um einhverja tugi milljóna á ári á brúneggjasölu. Athugun á því væri verðugt verkefni fyrir nýjan Kastljósþátt. Svo sem vænta mátti benda „kapítalistar“ og jafnvel fleiri á að nú verði að gefa innflutning á eggjum frjálsan til að tryggja hag neytenda. En er endilega víst að sú gjörð tryggi hag neytenda best? Nýleg athugun RÚV bendir til að verð sambærilegrar vöru sé hér a.m.k. 30% hærra en verð í Bretlandi og tæplega ástæða til að ætla að annað gildi um innflutt egg. Þá bendir aðkoma verslunarinnar að sölu brúneggja undanfarin ár ekki til að verslunin tryggi að seld egg séu framleidd við viðunandi aðstæður eða að raunveruleg gæði endurspeglist í útsöluverði. Flutningskostnaður og kolefnishalli Því gæti farið svo að eftir fyrsta sýndarinnflutning verði boðin innflutt egg, framleidd við óþekktar aðstæður, á verði sem er langt yfir markaðsverði sambærilegrar vöru í þeim löndum sem flutt er frá. Við þetta bætist síðan að yfir 70% eggjanna er vatn og með eggjainnflutningi værum við að stórum hluta að flytja inn vatn af óvissum uppruna með tilheyrandi flutningskostnaði og kolefnishalla. Frá þjóðhagslegu og hnattrænu sjónarhorni er því í raun ekki vit í öðru en að framleiða hér þau egg sem þjóðin (og ferðamenn) þurfa. Það þyrfti því að vera unnt að gera með svipuðum framleiðslukostnaði og í erlendum eggjabúum, séu kröfur til framleiðslunnar áþekkar. Ef til vill ætti fyrsta verkefni nýskipaðrar nefndar um endurskoðun landbúnaðarstefnu að vera athugun á hvernig koma megi innlendri eggjaframleiðslu og sölu þannig fyrir að hún tryggi neytendum góð íslensk egg á sanngjörnu verði. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brúneggjamálið Mest lesið Halldór 13.09.2025 Halldór Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Skoðun Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Í liðinni viku hefur brúneggjamálið verið fyrirferðarmeira í fjölmiðlaumfjöllun en önnur mál og margt íhugunarvert komið fram. Í leiðara síðasta tölublaðs Skarps segir: „Sumir hafa verið að sproksetja og jafnvel úthúða pilti (yfirhana í Brúneggjum) fyrir dýraníð og falsanir. Sem er algjörlega óverðskuldað. Þetta er bara ósköp venjulegur kapítalisti að sinna sinni hugsjón – að græða meira í dag en í gær.“ Þarf það að vera verri skýring en hver önnur á eðli málsins? Í þættinum Vikulokin benti lögfræðingurinn Gísli Tryggvason á að ef til vill væri unnt að lögsækja verslunina og framleiðendur fyrir að hafa blekkt neytendur og selt þeim falsaða vöru á yfirverði. Athygli vakti að lögfræðingurinn nefndi verslunina á undan framleiðanda sem vekur spurningar um ábyrgð hennar. Fróðlegt væri t.d. að vita hvort verslanir voru almennt að selja brúnegg með sömu álagningarprósentu og önnur egg, því hafi svo verið hafa verslanir miðað við ætlaða meðalálagningu á eggjum trúlega hagnast um einhverja tugi milljóna á ári á brúneggjasölu. Athugun á því væri verðugt verkefni fyrir nýjan Kastljósþátt. Svo sem vænta mátti benda „kapítalistar“ og jafnvel fleiri á að nú verði að gefa innflutning á eggjum frjálsan til að tryggja hag neytenda. En er endilega víst að sú gjörð tryggi hag neytenda best? Nýleg athugun RÚV bendir til að verð sambærilegrar vöru sé hér a.m.k. 30% hærra en verð í Bretlandi og tæplega ástæða til að ætla að annað gildi um innflutt egg. Þá bendir aðkoma verslunarinnar að sölu brúneggja undanfarin ár ekki til að verslunin tryggi að seld egg séu framleidd við viðunandi aðstæður eða að raunveruleg gæði endurspeglist í útsöluverði. Flutningskostnaður og kolefnishalli Því gæti farið svo að eftir fyrsta sýndarinnflutning verði boðin innflutt egg, framleidd við óþekktar aðstæður, á verði sem er langt yfir markaðsverði sambærilegrar vöru í þeim löndum sem flutt er frá. Við þetta bætist síðan að yfir 70% eggjanna er vatn og með eggjainnflutningi værum við að stórum hluta að flytja inn vatn af óvissum uppruna með tilheyrandi flutningskostnaði og kolefnishalla. Frá þjóðhagslegu og hnattrænu sjónarhorni er því í raun ekki vit í öðru en að framleiða hér þau egg sem þjóðin (og ferðamenn) þurfa. Það þyrfti því að vera unnt að gera með svipuðum framleiðslukostnaði og í erlendum eggjabúum, séu kröfur til framleiðslunnar áþekkar. Ef til vill ætti fyrsta verkefni nýskipaðrar nefndar um endurskoðun landbúnaðarstefnu að vera athugun á hvernig koma megi innlendri eggjaframleiðslu og sölu þannig fyrir að hún tryggi neytendum góð íslensk egg á sanngjörnu verði. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar