Jón Steinar segir að Markús þurfi að segja af sér Nadine Guðrún Yaghi skrifar 8. desember 2016 07:00 Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari. vísir/gva „Markús á að segja af sér sem hæstaréttardómari,“ segir Jón Steinar Gunnlaugsson, hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi dómari við Hæstarétt. Hann er afar gagnrýninn á Markús Sigurbjörnsson hæstaréttardómara og þá staðreynd að hann hafi dæmt í málum sem Jón Steinar telur að Markús hafi verið vanhæfur til að dæma í. Þrátt fyrir að hafa bæði hagnast og tapað á hlutabréfaviðskiptum og fjárfestingum hefur Markús ekki vikið sæti vegna vanhæfis, í málum sem bankinn eða fyrirsvarsmenn hans eru aðilar að. „Það er enginn vafi á því að hann átti að víkja sæti í þessum málum sökum vanhæfis. Bæði fyrir hrun þegar hann er hluthafi í bankanum og eftir hrun þegar hann er að dæma í sakamálunum á hendur fyrirsvarsmönnum bankanna vegna bankahrunsins,“ segir Jón Steinar. Í yfirlýsingu sem Markús sendi frá sér í gær kemur fram að hann hafi leitað leyfis nefndar um dómarastörf eftir að hann eignaðist bréfin fyrst. Eftir það hafi hann tvisvar tilkynnt nefndinni um sölu bréfa sinna í Glitni. Markús tilkynnti hins vegar ekki um það þegar hann fór með 60 milljónir í eignastýringu en hann hefur sagt að honum hafi ekki borið að tilkynna það. „Markús hefur reynt að kasta ryki í augu almennings með því að beina sjónum að þessum tilkynningum. Þetta gerir hann til að leiða umræðuna frá spurningunni um vanhæfi,“ segir Jón Steinar. Markús fékk aldrei formlegt samþykki fyrir hlutafjáreign sinni í Glitni. Gunnlaugur Claessen, sem var formaður nefndarinnar þegar Markús átti hlutabréfin, segir að ef engin sérstök viðbrögð hafi komið frá nefndinni hafi mátt ganga út frá því með réttu að ekki væru gerðar athugasemdir.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Fjórir dómarar töpuðu umtalsverðum fjárhæðum á Glitni Sömu dómarar hafa dæmt í hrunmálum, meðal annars í málum sem tengjast Glitni og falli hans beint. 6. desember 2016 07:00 Yfirlýsing frá Markúsi: Hef ávallt gætt að hæfi í málum Markús Sigurbjörnsson, forseti Hæstaréttar og dómari við réttinn, segist hafa tilkynnt um hlutabréfaeign samkvæmt lögum. 6. desember 2016 11:26 Ein tilkynning Markúsar fannst við leit í gærkvöldi Greint var frá því í fréttum í gær að Markús Sigurbjörnsson, forseti Hæstaréttar, hafi innleyst á annan tug milljóna úr sjóði 9 hjá Glitni á síðustu viðskiptadögum fyrir hrun. 6. desember 2016 22:12 Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira
„Markús á að segja af sér sem hæstaréttardómari,“ segir Jón Steinar Gunnlaugsson, hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi dómari við Hæstarétt. Hann er afar gagnrýninn á Markús Sigurbjörnsson hæstaréttardómara og þá staðreynd að hann hafi dæmt í málum sem Jón Steinar telur að Markús hafi verið vanhæfur til að dæma í. Þrátt fyrir að hafa bæði hagnast og tapað á hlutabréfaviðskiptum og fjárfestingum hefur Markús ekki vikið sæti vegna vanhæfis, í málum sem bankinn eða fyrirsvarsmenn hans eru aðilar að. „Það er enginn vafi á því að hann átti að víkja sæti í þessum málum sökum vanhæfis. Bæði fyrir hrun þegar hann er hluthafi í bankanum og eftir hrun þegar hann er að dæma í sakamálunum á hendur fyrirsvarsmönnum bankanna vegna bankahrunsins,“ segir Jón Steinar. Í yfirlýsingu sem Markús sendi frá sér í gær kemur fram að hann hafi leitað leyfis nefndar um dómarastörf eftir að hann eignaðist bréfin fyrst. Eftir það hafi hann tvisvar tilkynnt nefndinni um sölu bréfa sinna í Glitni. Markús tilkynnti hins vegar ekki um það þegar hann fór með 60 milljónir í eignastýringu en hann hefur sagt að honum hafi ekki borið að tilkynna það. „Markús hefur reynt að kasta ryki í augu almennings með því að beina sjónum að þessum tilkynningum. Þetta gerir hann til að leiða umræðuna frá spurningunni um vanhæfi,“ segir Jón Steinar. Markús fékk aldrei formlegt samþykki fyrir hlutafjáreign sinni í Glitni. Gunnlaugur Claessen, sem var formaður nefndarinnar þegar Markús átti hlutabréfin, segir að ef engin sérstök viðbrögð hafi komið frá nefndinni hafi mátt ganga út frá því með réttu að ekki væru gerðar athugasemdir.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Fjórir dómarar töpuðu umtalsverðum fjárhæðum á Glitni Sömu dómarar hafa dæmt í hrunmálum, meðal annars í málum sem tengjast Glitni og falli hans beint. 6. desember 2016 07:00 Yfirlýsing frá Markúsi: Hef ávallt gætt að hæfi í málum Markús Sigurbjörnsson, forseti Hæstaréttar og dómari við réttinn, segist hafa tilkynnt um hlutabréfaeign samkvæmt lögum. 6. desember 2016 11:26 Ein tilkynning Markúsar fannst við leit í gærkvöldi Greint var frá því í fréttum í gær að Markús Sigurbjörnsson, forseti Hæstaréttar, hafi innleyst á annan tug milljóna úr sjóði 9 hjá Glitni á síðustu viðskiptadögum fyrir hrun. 6. desember 2016 22:12 Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira
Fjórir dómarar töpuðu umtalsverðum fjárhæðum á Glitni Sömu dómarar hafa dæmt í hrunmálum, meðal annars í málum sem tengjast Glitni og falli hans beint. 6. desember 2016 07:00
Yfirlýsing frá Markúsi: Hef ávallt gætt að hæfi í málum Markús Sigurbjörnsson, forseti Hæstaréttar og dómari við réttinn, segist hafa tilkynnt um hlutabréfaeign samkvæmt lögum. 6. desember 2016 11:26
Ein tilkynning Markúsar fannst við leit í gærkvöldi Greint var frá því í fréttum í gær að Markús Sigurbjörnsson, forseti Hæstaréttar, hafi innleyst á annan tug milljóna úr sjóði 9 hjá Glitni á síðustu viðskiptadögum fyrir hrun. 6. desember 2016 22:12