Fleiri munu ljúka grunnskóla í níunda bekk Una Sighvatsdóttir skrifar 9. febrúar 2016 19:15 Fyrirkomulagi samræmdra prófa í grunnskólum verður breytt með tvennum hætti. Í fyrsta lagi verða öll samræmd próf rafræn frá og með næsta hausti. Í öðru lagi verða prófin færð þannig að þau verða ekki lengur lögð fyrir nemendur á haustönn í 10. bekk, heldur að vori í 9. bekk. Að mati Menntamálastofnunar er ávinningurinn margþættur, meðal annars sá að bæði nemendur og kennarar fá svigrúm til að móta áherslur í náminu í 10. bekk með hliðsjón af niðurstöðum prófsins. En með því að færa samræmdu prófin niður í 9. bekk er líka verið að auka líkurnar á því fleiri nemendur sleppi 10. bekk og fari ári fyrr í framhaldsskóla. Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra segir að markmiðið með þessu sé fyrst og fremst að auka þjónustuna við nemendur og geri kerfið sveigjanlegra, þannig að þeir krakkar sem standi sig mjög vel og sýni að þau séu tilbúin að fara beint í framhaldsskóla eftir 9. bekk geti unnið sér rétt til þess.Ómögulegt að segja hve margir muni nýta þessa leið„Við þurfum að hafa gott kerfi og erum um margt að gera mjög góða hluti í grunnskólunum hvað það varðar að hjálpa öllum, vera með einstaklingsmiðað nám og sérstaklega horfa til þeirra sem eiga við námsörðugleika að etja. En við þurfum líka að vera með kerfi sem hjálpar eða styður við eða veitir nægilega hvatningu fyrir þá sem eru afbragðsgóðir námsmenn. Við þurfum að horfa á alla hópa, og ég held að þetta fyrirkomulag, að færa þesssi próf að vori í 9. bekk nái ýmsum af þessum markmiðum.“ Samtök atvinnulífsins hafa talað fyrir því um nokkurra ára skeið að skólagangan verði stytt þannig að nemendur ljúki stúdentsprófi að jafnaði 18 ára og komist þar með fyrr út á vinnumarkaðinn. Illugi segir að með breytingunni sé að vissu leyti komið til móts við þá kröfu í meiri mæli, að því gefnu að nemendur nái tilhlýðlegum árangri. „Hvað nákvæmlega krakkarnir verða margir, það er ómögulegt að segja. En ég held það sé skynsamlegt að hafa kerfið með þessum hætti. Þetta er þá hvetjandi fyrir krakkana sem standa sig vel að þau geti stefnt að þessu markmiði. En það er ekki þar með sagt, þó þau nái því, að þau vilji endilega sleppa 10. bekknum.“ Það verði krakkanna sjálfra og foreldra þeirra að meta það.Hreiðar Sigtryggsson skólastjóri Langholtsskóla segir Skólastjórafélagið vonsvikið yfir að vera ekki haft með í ráðum þegar verið sé að breyta grunnskólakerfinu.Lítið samráð við skólastjórnendurNýja fyrirkomulagið var kynnt Skólastjórafélagi Íslands í síðustu viku. Hreiðar Sigtryggsson, stjórnarmaður í Skólastjórafélaginu og skólastjóri í Langholtsskóla gagnrýnir skort á samráði við starfsfólk skólanna. „Ég set varnagla við það hvort að ætlunin sé í rauninni að breyta grunnskólanum á þennan máta. Erum við að fara að stytta hann með því að færa samræmdu prófin niður í níunda bekk? Nú ef við erum að fara að stytta hann þá skulum við taka þá samræðu. Ég held að það sé affarasælast að aðilar setjist að borðinu saman, hvort það eru Samtök atvinnulífsins eða ráðuneytið út af fyrir sig. Ég held að það sé enginn einn aðili sem að ákveður svona. Það þarf nauðsynlegt að hleypa þeim sem eiga að framkvæma breytingarnar að borðinu áður en ákvarðanirnar eru teknar.“ Hreiðar bendir á að aðalnámskrá grunnskólanna kveði á um að ljúka þurfi meira námi en aðeins því sem lagt er fyrir með samræmdum könnunarprófum í ensku, íslensku og stærðfræði. Þótt góður árangur náist í þessum prófum sé því ekki þar með sagt að nemendur séu búnir undir framhaldsskólanám. Þá megi spyrja hvort með þessu sé á nýjan leik verið að gera samræmdu könnunarprófin að lokaprófum úr námi, en þau voru afnumin sem slík fyrir nokkrum árum. „Við megum heldur ekki gleyma því að 14 ára börn sem fara inn í framhaldsskóla þau eiga ekki endilega öll auðvelt með það félagslega. Þannig að við þurfum aðeins að stíga varlega til jarðar og ígrunda það sem við erum að gera." Tengdar fréttir Samræmd próf gerð rafræn og færð í níunda bekk Mennta- og menningarmálaráðuneytið breytir fyrirkomulagi prófanna. 8. febrúar 2016 19:46 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent Fleiri fréttir Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Sjá meira
Fyrirkomulagi samræmdra prófa í grunnskólum verður breytt með tvennum hætti. Í fyrsta lagi verða öll samræmd próf rafræn frá og með næsta hausti. Í öðru lagi verða prófin færð þannig að þau verða ekki lengur lögð fyrir nemendur á haustönn í 10. bekk, heldur að vori í 9. bekk. Að mati Menntamálastofnunar er ávinningurinn margþættur, meðal annars sá að bæði nemendur og kennarar fá svigrúm til að móta áherslur í náminu í 10. bekk með hliðsjón af niðurstöðum prófsins. En með því að færa samræmdu prófin niður í 9. bekk er líka verið að auka líkurnar á því fleiri nemendur sleppi 10. bekk og fari ári fyrr í framhaldsskóla. Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra segir að markmiðið með þessu sé fyrst og fremst að auka þjónustuna við nemendur og geri kerfið sveigjanlegra, þannig að þeir krakkar sem standi sig mjög vel og sýni að þau séu tilbúin að fara beint í framhaldsskóla eftir 9. bekk geti unnið sér rétt til þess.Ómögulegt að segja hve margir muni nýta þessa leið„Við þurfum að hafa gott kerfi og erum um margt að gera mjög góða hluti í grunnskólunum hvað það varðar að hjálpa öllum, vera með einstaklingsmiðað nám og sérstaklega horfa til þeirra sem eiga við námsörðugleika að etja. En við þurfum líka að vera með kerfi sem hjálpar eða styður við eða veitir nægilega hvatningu fyrir þá sem eru afbragðsgóðir námsmenn. Við þurfum að horfa á alla hópa, og ég held að þetta fyrirkomulag, að færa þesssi próf að vori í 9. bekk nái ýmsum af þessum markmiðum.“ Samtök atvinnulífsins hafa talað fyrir því um nokkurra ára skeið að skólagangan verði stytt þannig að nemendur ljúki stúdentsprófi að jafnaði 18 ára og komist þar með fyrr út á vinnumarkaðinn. Illugi segir að með breytingunni sé að vissu leyti komið til móts við þá kröfu í meiri mæli, að því gefnu að nemendur nái tilhlýðlegum árangri. „Hvað nákvæmlega krakkarnir verða margir, það er ómögulegt að segja. En ég held það sé skynsamlegt að hafa kerfið með þessum hætti. Þetta er þá hvetjandi fyrir krakkana sem standa sig vel að þau geti stefnt að þessu markmiði. En það er ekki þar með sagt, þó þau nái því, að þau vilji endilega sleppa 10. bekknum.“ Það verði krakkanna sjálfra og foreldra þeirra að meta það.Hreiðar Sigtryggsson skólastjóri Langholtsskóla segir Skólastjórafélagið vonsvikið yfir að vera ekki haft með í ráðum þegar verið sé að breyta grunnskólakerfinu.Lítið samráð við skólastjórnendurNýja fyrirkomulagið var kynnt Skólastjórafélagi Íslands í síðustu viku. Hreiðar Sigtryggsson, stjórnarmaður í Skólastjórafélaginu og skólastjóri í Langholtsskóla gagnrýnir skort á samráði við starfsfólk skólanna. „Ég set varnagla við það hvort að ætlunin sé í rauninni að breyta grunnskólanum á þennan máta. Erum við að fara að stytta hann með því að færa samræmdu prófin niður í níunda bekk? Nú ef við erum að fara að stytta hann þá skulum við taka þá samræðu. Ég held að það sé affarasælast að aðilar setjist að borðinu saman, hvort það eru Samtök atvinnulífsins eða ráðuneytið út af fyrir sig. Ég held að það sé enginn einn aðili sem að ákveður svona. Það þarf nauðsynlegt að hleypa þeim sem eiga að framkvæma breytingarnar að borðinu áður en ákvarðanirnar eru teknar.“ Hreiðar bendir á að aðalnámskrá grunnskólanna kveði á um að ljúka þurfi meira námi en aðeins því sem lagt er fyrir með samræmdum könnunarprófum í ensku, íslensku og stærðfræði. Þótt góður árangur náist í þessum prófum sé því ekki þar með sagt að nemendur séu búnir undir framhaldsskólanám. Þá megi spyrja hvort með þessu sé á nýjan leik verið að gera samræmdu könnunarprófin að lokaprófum úr námi, en þau voru afnumin sem slík fyrir nokkrum árum. „Við megum heldur ekki gleyma því að 14 ára börn sem fara inn í framhaldsskóla þau eiga ekki endilega öll auðvelt með það félagslega. Þannig að við þurfum aðeins að stíga varlega til jarðar og ígrunda það sem við erum að gera."
Tengdar fréttir Samræmd próf gerð rafræn og færð í níunda bekk Mennta- og menningarmálaráðuneytið breytir fyrirkomulagi prófanna. 8. febrúar 2016 19:46 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent Fleiri fréttir Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Sjá meira
Samræmd próf gerð rafræn og færð í níunda bekk Mennta- og menningarmálaráðuneytið breytir fyrirkomulagi prófanna. 8. febrúar 2016 19:46