Nýr samningur mætir ekki kröfum kennara Ingibjörg Bára SVeinsdóttir skrifar 1. desember 2016 07:00 Vöfflukaffi hjá ríkissáttasemjara að lokinni undirritun kjarasamningsins í fyrradag. vísir/stefán Trúnaðarmenn kennara voru áhyggjufullir þegar þeim var kynntur nýr kjarasamningur á fundi með Félagi grunnskólakennara í gærmorgun. Þetta segir Ragnar Þór Pétursson, kennari í Norðlingaskóla og trúnaðarmaður kennara þar. „Ég get ekki séð að menn séu miklu rórri en þeir voru fyrir. Þeir eru að reyna að sjá hver munurinn er á þessum samningi og þeim sem felldir voru tvisvar. Munurinn virðist óverulegur að öðru leyti en því að þessi samningur er til eins árs en hinn var fram á vor 2019.“ Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins kveður nýundirritaður samningur Félags grunnskólakennara og samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga á um 11 prósenta hækkun, það er 7,3 prósenta hækkun 1. desember og 3,5 prósenta hækkun 1. mars 2017. Jafnframt var samið um eingreiðslu 1. janúar næstkomandi upp á 204 þúsund krónur fyrir 100 prósenta starf. Öll gæsla verður greidd í yfirvinnu frá 1. desember.Ragnar Þór Pétursson, trúnaðarmaður kennara í Norðlingaskóla.Kjarasamningurinn gildir til 30. nóvember 2017. Ragnar Þór kveðst hafa varpað fram þeirri spurningu á fundi með trúnaðarmönnum og Félagi grunnskólakennara í gær hvort menn væru með plan B ef þessi samningur yrði felldur eins og hinir tveir. „Formaðurinn sagði að hann og samninganefndin myndu þá segja sig frá þessu verkefni. Þá tekur við óvissutími um framhaldið.“ Sjálfur kveðst Ragnar Þór hafa átt von á því að menn gerðu betur, eins og hann orðar það. „Ég bjóst við að þeir myndu koma með jákvæð og uppbyggileg skilaboð inn í framhaldið og taka á þeim bráðavanda sem við stöndum frammi fyrir. Til að ég hafi trú á að svo verði þurfa sveitarfélögin að koma með útspil um að eitthvað meira gerist en að kreista þetta í gegn.“ Niðurstaða atkvæðagreiðslu um samninginn mun liggja fyrir mánudaginn 12. desember. Að mati Ragnars Þórs gæti vel farið svo að samningurinn verði felldur. „Þetta er ákaflega erfið staða.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Fleiri fréttir Brotið á barni þegar það var lokað inni í einveruherbergi í Mýrarhúsaskóla Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Sjá meira
Trúnaðarmenn kennara voru áhyggjufullir þegar þeim var kynntur nýr kjarasamningur á fundi með Félagi grunnskólakennara í gærmorgun. Þetta segir Ragnar Þór Pétursson, kennari í Norðlingaskóla og trúnaðarmaður kennara þar. „Ég get ekki séð að menn séu miklu rórri en þeir voru fyrir. Þeir eru að reyna að sjá hver munurinn er á þessum samningi og þeim sem felldir voru tvisvar. Munurinn virðist óverulegur að öðru leyti en því að þessi samningur er til eins árs en hinn var fram á vor 2019.“ Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins kveður nýundirritaður samningur Félags grunnskólakennara og samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga á um 11 prósenta hækkun, það er 7,3 prósenta hækkun 1. desember og 3,5 prósenta hækkun 1. mars 2017. Jafnframt var samið um eingreiðslu 1. janúar næstkomandi upp á 204 þúsund krónur fyrir 100 prósenta starf. Öll gæsla verður greidd í yfirvinnu frá 1. desember.Ragnar Þór Pétursson, trúnaðarmaður kennara í Norðlingaskóla.Kjarasamningurinn gildir til 30. nóvember 2017. Ragnar Þór kveðst hafa varpað fram þeirri spurningu á fundi með trúnaðarmönnum og Félagi grunnskólakennara í gær hvort menn væru með plan B ef þessi samningur yrði felldur eins og hinir tveir. „Formaðurinn sagði að hann og samninganefndin myndu þá segja sig frá þessu verkefni. Þá tekur við óvissutími um framhaldið.“ Sjálfur kveðst Ragnar Þór hafa átt von á því að menn gerðu betur, eins og hann orðar það. „Ég bjóst við að þeir myndu koma með jákvæð og uppbyggileg skilaboð inn í framhaldið og taka á þeim bráðavanda sem við stöndum frammi fyrir. Til að ég hafi trú á að svo verði þurfa sveitarfélögin að koma með útspil um að eitthvað meira gerist en að kreista þetta í gegn.“ Niðurstaða atkvæðagreiðslu um samninginn mun liggja fyrir mánudaginn 12. desember. Að mati Ragnars Þórs gæti vel farið svo að samningurinn verði felldur. „Þetta er ákaflega erfið staða.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Fleiri fréttir Brotið á barni þegar það var lokað inni í einveruherbergi í Mýrarhúsaskóla Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Sjá meira