Telur niðurstöðuna brjóta gegn stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu Höskuldur Kári Schram skrifar 24. febrúar 2016 19:42 Albanskri fjölskyldu sem hafði sótt um hæli hér á landi var í morgun neitað um frestun réttaráhrifa á þeirri ákvörðun Útlendingastofnunar að synja þeim um hæli. Þetta þýðir að fólkið verður sent úr landi á næstu vikum en það óttast um öryggi sitt í Albaníu. Þau Nazmie og Skender Dega komu hingað til lands, ásamt börnunum sínum þremur, um mitt síðasta ár. Útlendingastofnun synjaði þeim um hæli í októbermánuði síðastliðnum og í janúar staðfesti kærunefnd útlendingamála þá niðurstöðu. Málinu hefur verið skotið til dómstóla og óskaði lögmaður þeirra eftir því að þau fengju að vera áfram hér á landi á meðan á málarekstri stendur. Þeirri beiðni var hins vegar hafnað í morgun. Björg Valgeirsdóttir lögmaður þeirra segir að með þessu sé verið að brjóta á rétti þeirri til að vera viðstödd réttarhöld í eigin máli. „Ég tel skýrt að þetta sé ákvörðun sem brýtur gegn stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu," segir Björg. Hún segir að þetta sé afar slæm niðurstaða fyrir fjölskylduna. „Vegna þessa að þeirra bíður ekkert annað en að vera send heim. Bókstaflega er tekið svo til orða í úrskurðinum að þau geti notast við fjarskiptabúnað í málflutningi en það hefur ekki sama vægi að tala í síma fyrir dómi eins og að mæta í eigin persónu,“ segir Björg. Fjölskyldan óttast pólitískar ofsóknir í heimalandi sínu en Björg segir að hægt hefði verið að veita þeim hæli hér á landi af mannúðarástæðum. „Það vantar bara vilja og hugrekki til að beita mannréttindaákvæðum sem eiga við í málinu. Það eru fyrir hendi skilyrði í lögum til að veita þeim hæli af mannúðarástæðum,“ segir Björg. Þegar fjölskyldan fékk tíðindin í morgun var verið að undirbúa ellefu ára afmæli yngri sonarins en hann er í Lækjarskóla í Hafnarfirði og æfir fótbolta með FH. Rúmlega þrjú þúsund manns hafa skrifað undir beiðni um að fjölskyldan fái hæli hér á landi þar á meðal kennarar og samnemendur Joniada Dega sem stundar nám við Flensborgarskóla. „Það er erfitt fyrir okkur að trúa þessari ákvörðun. Ekki bara fyrir mig heldur alla fjölskylduna. Sérstaklega litli bróðir minn, Viken, hann á afmæli í dag. Það var mjög erfitt fyrir hann að fá svona gjöf,“ segir Joniada Dega. Hildur Þorsteinsdóttir vinur fjölskyldunnar óttast um heilsu elsta sonarins sem glímir við geðklofa. „Honum hefur farið svo mikið fram hér og þrífst hér. Hann mun ekki gera það úti. Ég ætla bara að gerast svo djörf að segja það sem aðrir kannski geta ekki sagt. Hann vill ekki fara frekar en þau. Og hann vill frekar deyja á Íslandi heldur en fara aftur til Albaníu,“ segir Hildur. Flóttamenn Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Fleiri fréttir Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Sjá meira
Albanskri fjölskyldu sem hafði sótt um hæli hér á landi var í morgun neitað um frestun réttaráhrifa á þeirri ákvörðun Útlendingastofnunar að synja þeim um hæli. Þetta þýðir að fólkið verður sent úr landi á næstu vikum en það óttast um öryggi sitt í Albaníu. Þau Nazmie og Skender Dega komu hingað til lands, ásamt börnunum sínum þremur, um mitt síðasta ár. Útlendingastofnun synjaði þeim um hæli í októbermánuði síðastliðnum og í janúar staðfesti kærunefnd útlendingamála þá niðurstöðu. Málinu hefur verið skotið til dómstóla og óskaði lögmaður þeirra eftir því að þau fengju að vera áfram hér á landi á meðan á málarekstri stendur. Þeirri beiðni var hins vegar hafnað í morgun. Björg Valgeirsdóttir lögmaður þeirra segir að með þessu sé verið að brjóta á rétti þeirri til að vera viðstödd réttarhöld í eigin máli. „Ég tel skýrt að þetta sé ákvörðun sem brýtur gegn stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu," segir Björg. Hún segir að þetta sé afar slæm niðurstaða fyrir fjölskylduna. „Vegna þessa að þeirra bíður ekkert annað en að vera send heim. Bókstaflega er tekið svo til orða í úrskurðinum að þau geti notast við fjarskiptabúnað í málflutningi en það hefur ekki sama vægi að tala í síma fyrir dómi eins og að mæta í eigin persónu,“ segir Björg. Fjölskyldan óttast pólitískar ofsóknir í heimalandi sínu en Björg segir að hægt hefði verið að veita þeim hæli hér á landi af mannúðarástæðum. „Það vantar bara vilja og hugrekki til að beita mannréttindaákvæðum sem eiga við í málinu. Það eru fyrir hendi skilyrði í lögum til að veita þeim hæli af mannúðarástæðum,“ segir Björg. Þegar fjölskyldan fékk tíðindin í morgun var verið að undirbúa ellefu ára afmæli yngri sonarins en hann er í Lækjarskóla í Hafnarfirði og æfir fótbolta með FH. Rúmlega þrjú þúsund manns hafa skrifað undir beiðni um að fjölskyldan fái hæli hér á landi þar á meðal kennarar og samnemendur Joniada Dega sem stundar nám við Flensborgarskóla. „Það er erfitt fyrir okkur að trúa þessari ákvörðun. Ekki bara fyrir mig heldur alla fjölskylduna. Sérstaklega litli bróðir minn, Viken, hann á afmæli í dag. Það var mjög erfitt fyrir hann að fá svona gjöf,“ segir Joniada Dega. Hildur Þorsteinsdóttir vinur fjölskyldunnar óttast um heilsu elsta sonarins sem glímir við geðklofa. „Honum hefur farið svo mikið fram hér og þrífst hér. Hann mun ekki gera það úti. Ég ætla bara að gerast svo djörf að segja það sem aðrir kannski geta ekki sagt. Hann vill ekki fara frekar en þau. Og hann vill frekar deyja á Íslandi heldur en fara aftur til Albaníu,“ segir Hildur.
Flóttamenn Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Fleiri fréttir Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Sjá meira