Kalt veður skilaði metári í vatnsnotkun Svavar Hávarðsson skrifar 15. janúar 2016 07:00 Hitaveita hefur veitt Íslendingum mikil lífsgæði; sparað samfélaginu stórfé og er mikilvæg í samhengi loftslagsmála. fréttablaðið/stefán Nýliðið ár var metár í vatnsnotkun hjá hitaveitu Veitna, dótturfélags Orkuveitu Reykjavíkur, á höfuðborgarsvæðinu. Heildarnotkun varð um 10 prósentum meiri en árið 2014 og náði tæplega 83 milljónum rúmmetra. Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi Veitna, segir þetta vera mestu aukningu í heitavatnsnotkun frá aldamótum, en sívaxandi hluti vatnsins rennur til notenda frá virkjunum Orku náttúrunnar á Hengilssvæðinu; Hellisheiðarvirkjun og Nesjavallavirkjun. Tíðarfarið á hverjum tíma ræður hér mestu en um níutíu prósent heita vatnsins fara til húshitunar, en auk lofthita hafa sólarstundir og vindur áhrif á vatnsþörf til húshitunar. „Árið fór heldur kuldalega af stað og voru allir fyrstu sex mánuðir ársins metmánuðir miðað við fyrri ár. Þá þegar var útlit fyrir að notkunarmetið félli. September var mildari en oft áður en síðustu mánuði ársins var notkunin svipuð og 2013 og þegar upp var staðið í árslok reyndist heildarnotkun á árinu nema 82,7 milljónum rúmmetra,“ segir Eiríkur og bætir við að fyrra notkunarmet, frá árinu 2013, hafi verið 79 milljónir rúmmetra.Hlutdeild jarðvarmavirkjana Orku náttúrunnar á Hellisheiði og Nesjavöllum í heitavatnsöflun vex smátt og smátt. Fyrir tíu árum komu frá Hengilssvæðinu 46 prósent heitavatnsöflunarinnar. Árið sem heitavatnsframleiðsla hófst á Hellisheiði, 2010, náði hlutdeildin helmingi og í fyrra, árið 2015, nam heitavatnsframleiðsla virkjananna 53 prósentum af heildinni. Enn þá kemur samt drjúgur hluti heita vatnsins frá gömlum vatnstökustöðum. „Í Laugarnesi er elsti vatnstökustaðurinn og er jafngamall hitaveitunni en Elliðaárdalurinn áratugum yngri. Það sem líka er merkilegt við Laugarnessvæðið er að orkan sem þar fæst er talsvert meiri en vatnsmagnið gefur til kynna; þar er vatnið 120 gráðu heitt og blandað niður í um 80 gráður uppi á Öskjuhlíð,“ segir Eiríkur. Utan höfuðborgarsvæðisins reka Veitur hitaveitur víða á Suður- og Vesturlandi. Samanlögð heitavatnsnotkun í þeim árið 2015 var 13,3 milljónir rúmmetra. Heildarnotkun í öllum hitaveitum Veitna á síðasta ári nam því 96 milljónum rúmmetra. Má til samanburðar geta þess að samkvæmt tölum Matvælastofnunar Sameinuðu þjóðanna nam heildarfiskafli heims árið 2013 alls tæplega 94 milljónum tonna. Milljónum tonna minni losunVið hæfi er að geta loftslagsmála í þessu samhengi, en hitaveitan íslenska skal ekki vanmetin þegar staða Íslands er höfð í huga. Einar Gunnlaugsson, jarðefnafræðingur hjá Orkuveitunni, hefur reiknað út hvað hitaveitan hefur sparað í útblæstri gróðurhúsalofttegunda. Hefði orkuþörfinni, sem hitaveitan sinnir, verið mætt með olíukyndingu frá árinu 1944 til og með 2014 hefði það þýtt að útblásturinn hefði verið 198 milljónum tonna meiri af koltvísýringi en raun ber vitni. Heildarlosun Íslands 2013 nam um 4,5 milljónum tonna, til samanburðar. Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Erlent Fleiri fréttir Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Sjá meira
Nýliðið ár var metár í vatnsnotkun hjá hitaveitu Veitna, dótturfélags Orkuveitu Reykjavíkur, á höfuðborgarsvæðinu. Heildarnotkun varð um 10 prósentum meiri en árið 2014 og náði tæplega 83 milljónum rúmmetra. Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi Veitna, segir þetta vera mestu aukningu í heitavatnsnotkun frá aldamótum, en sívaxandi hluti vatnsins rennur til notenda frá virkjunum Orku náttúrunnar á Hengilssvæðinu; Hellisheiðarvirkjun og Nesjavallavirkjun. Tíðarfarið á hverjum tíma ræður hér mestu en um níutíu prósent heita vatnsins fara til húshitunar, en auk lofthita hafa sólarstundir og vindur áhrif á vatnsþörf til húshitunar. „Árið fór heldur kuldalega af stað og voru allir fyrstu sex mánuðir ársins metmánuðir miðað við fyrri ár. Þá þegar var útlit fyrir að notkunarmetið félli. September var mildari en oft áður en síðustu mánuði ársins var notkunin svipuð og 2013 og þegar upp var staðið í árslok reyndist heildarnotkun á árinu nema 82,7 milljónum rúmmetra,“ segir Eiríkur og bætir við að fyrra notkunarmet, frá árinu 2013, hafi verið 79 milljónir rúmmetra.Hlutdeild jarðvarmavirkjana Orku náttúrunnar á Hellisheiði og Nesjavöllum í heitavatnsöflun vex smátt og smátt. Fyrir tíu árum komu frá Hengilssvæðinu 46 prósent heitavatnsöflunarinnar. Árið sem heitavatnsframleiðsla hófst á Hellisheiði, 2010, náði hlutdeildin helmingi og í fyrra, árið 2015, nam heitavatnsframleiðsla virkjananna 53 prósentum af heildinni. Enn þá kemur samt drjúgur hluti heita vatnsins frá gömlum vatnstökustöðum. „Í Laugarnesi er elsti vatnstökustaðurinn og er jafngamall hitaveitunni en Elliðaárdalurinn áratugum yngri. Það sem líka er merkilegt við Laugarnessvæðið er að orkan sem þar fæst er talsvert meiri en vatnsmagnið gefur til kynna; þar er vatnið 120 gráðu heitt og blandað niður í um 80 gráður uppi á Öskjuhlíð,“ segir Eiríkur. Utan höfuðborgarsvæðisins reka Veitur hitaveitur víða á Suður- og Vesturlandi. Samanlögð heitavatnsnotkun í þeim árið 2015 var 13,3 milljónir rúmmetra. Heildarnotkun í öllum hitaveitum Veitna á síðasta ári nam því 96 milljónum rúmmetra. Má til samanburðar geta þess að samkvæmt tölum Matvælastofnunar Sameinuðu þjóðanna nam heildarfiskafli heims árið 2013 alls tæplega 94 milljónum tonna. Milljónum tonna minni losunVið hæfi er að geta loftslagsmála í þessu samhengi, en hitaveitan íslenska skal ekki vanmetin þegar staða Íslands er höfð í huga. Einar Gunnlaugsson, jarðefnafræðingur hjá Orkuveitunni, hefur reiknað út hvað hitaveitan hefur sparað í útblæstri gróðurhúsalofttegunda. Hefði orkuþörfinni, sem hitaveitan sinnir, verið mætt með olíukyndingu frá árinu 1944 til og með 2014 hefði það þýtt að útblásturinn hefði verið 198 milljónum tonna meiri af koltvísýringi en raun ber vitni. Heildarlosun Íslands 2013 nam um 4,5 milljónum tonna, til samanburðar.
Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Erlent Fleiri fréttir Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Sjá meira