Kalt veður skilaði metári í vatnsnotkun Svavar Hávarðsson skrifar 15. janúar 2016 07:00 Hitaveita hefur veitt Íslendingum mikil lífsgæði; sparað samfélaginu stórfé og er mikilvæg í samhengi loftslagsmála. fréttablaðið/stefán Nýliðið ár var metár í vatnsnotkun hjá hitaveitu Veitna, dótturfélags Orkuveitu Reykjavíkur, á höfuðborgarsvæðinu. Heildarnotkun varð um 10 prósentum meiri en árið 2014 og náði tæplega 83 milljónum rúmmetra. Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi Veitna, segir þetta vera mestu aukningu í heitavatnsnotkun frá aldamótum, en sívaxandi hluti vatnsins rennur til notenda frá virkjunum Orku náttúrunnar á Hengilssvæðinu; Hellisheiðarvirkjun og Nesjavallavirkjun. Tíðarfarið á hverjum tíma ræður hér mestu en um níutíu prósent heita vatnsins fara til húshitunar, en auk lofthita hafa sólarstundir og vindur áhrif á vatnsþörf til húshitunar. „Árið fór heldur kuldalega af stað og voru allir fyrstu sex mánuðir ársins metmánuðir miðað við fyrri ár. Þá þegar var útlit fyrir að notkunarmetið félli. September var mildari en oft áður en síðustu mánuði ársins var notkunin svipuð og 2013 og þegar upp var staðið í árslok reyndist heildarnotkun á árinu nema 82,7 milljónum rúmmetra,“ segir Eiríkur og bætir við að fyrra notkunarmet, frá árinu 2013, hafi verið 79 milljónir rúmmetra.Hlutdeild jarðvarmavirkjana Orku náttúrunnar á Hellisheiði og Nesjavöllum í heitavatnsöflun vex smátt og smátt. Fyrir tíu árum komu frá Hengilssvæðinu 46 prósent heitavatnsöflunarinnar. Árið sem heitavatnsframleiðsla hófst á Hellisheiði, 2010, náði hlutdeildin helmingi og í fyrra, árið 2015, nam heitavatnsframleiðsla virkjananna 53 prósentum af heildinni. Enn þá kemur samt drjúgur hluti heita vatnsins frá gömlum vatnstökustöðum. „Í Laugarnesi er elsti vatnstökustaðurinn og er jafngamall hitaveitunni en Elliðaárdalurinn áratugum yngri. Það sem líka er merkilegt við Laugarnessvæðið er að orkan sem þar fæst er talsvert meiri en vatnsmagnið gefur til kynna; þar er vatnið 120 gráðu heitt og blandað niður í um 80 gráður uppi á Öskjuhlíð,“ segir Eiríkur. Utan höfuðborgarsvæðisins reka Veitur hitaveitur víða á Suður- og Vesturlandi. Samanlögð heitavatnsnotkun í þeim árið 2015 var 13,3 milljónir rúmmetra. Heildarnotkun í öllum hitaveitum Veitna á síðasta ári nam því 96 milljónum rúmmetra. Má til samanburðar geta þess að samkvæmt tölum Matvælastofnunar Sameinuðu þjóðanna nam heildarfiskafli heims árið 2013 alls tæplega 94 milljónum tonna. Milljónum tonna minni losunVið hæfi er að geta loftslagsmála í þessu samhengi, en hitaveitan íslenska skal ekki vanmetin þegar staða Íslands er höfð í huga. Einar Gunnlaugsson, jarðefnafræðingur hjá Orkuveitunni, hefur reiknað út hvað hitaveitan hefur sparað í útblæstri gróðurhúsalofttegunda. Hefði orkuþörfinni, sem hitaveitan sinnir, verið mætt með olíukyndingu frá árinu 1944 til og með 2014 hefði það þýtt að útblásturinn hefði verið 198 milljónum tonna meiri af koltvísýringi en raun ber vitni. Heildarlosun Íslands 2013 nam um 4,5 milljónum tonna, til samanburðar. Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Fleiri fréttir Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Sjá meira
Nýliðið ár var metár í vatnsnotkun hjá hitaveitu Veitna, dótturfélags Orkuveitu Reykjavíkur, á höfuðborgarsvæðinu. Heildarnotkun varð um 10 prósentum meiri en árið 2014 og náði tæplega 83 milljónum rúmmetra. Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi Veitna, segir þetta vera mestu aukningu í heitavatnsnotkun frá aldamótum, en sívaxandi hluti vatnsins rennur til notenda frá virkjunum Orku náttúrunnar á Hengilssvæðinu; Hellisheiðarvirkjun og Nesjavallavirkjun. Tíðarfarið á hverjum tíma ræður hér mestu en um níutíu prósent heita vatnsins fara til húshitunar, en auk lofthita hafa sólarstundir og vindur áhrif á vatnsþörf til húshitunar. „Árið fór heldur kuldalega af stað og voru allir fyrstu sex mánuðir ársins metmánuðir miðað við fyrri ár. Þá þegar var útlit fyrir að notkunarmetið félli. September var mildari en oft áður en síðustu mánuði ársins var notkunin svipuð og 2013 og þegar upp var staðið í árslok reyndist heildarnotkun á árinu nema 82,7 milljónum rúmmetra,“ segir Eiríkur og bætir við að fyrra notkunarmet, frá árinu 2013, hafi verið 79 milljónir rúmmetra.Hlutdeild jarðvarmavirkjana Orku náttúrunnar á Hellisheiði og Nesjavöllum í heitavatnsöflun vex smátt og smátt. Fyrir tíu árum komu frá Hengilssvæðinu 46 prósent heitavatnsöflunarinnar. Árið sem heitavatnsframleiðsla hófst á Hellisheiði, 2010, náði hlutdeildin helmingi og í fyrra, árið 2015, nam heitavatnsframleiðsla virkjananna 53 prósentum af heildinni. Enn þá kemur samt drjúgur hluti heita vatnsins frá gömlum vatnstökustöðum. „Í Laugarnesi er elsti vatnstökustaðurinn og er jafngamall hitaveitunni en Elliðaárdalurinn áratugum yngri. Það sem líka er merkilegt við Laugarnessvæðið er að orkan sem þar fæst er talsvert meiri en vatnsmagnið gefur til kynna; þar er vatnið 120 gráðu heitt og blandað niður í um 80 gráður uppi á Öskjuhlíð,“ segir Eiríkur. Utan höfuðborgarsvæðisins reka Veitur hitaveitur víða á Suður- og Vesturlandi. Samanlögð heitavatnsnotkun í þeim árið 2015 var 13,3 milljónir rúmmetra. Heildarnotkun í öllum hitaveitum Veitna á síðasta ári nam því 96 milljónum rúmmetra. Má til samanburðar geta þess að samkvæmt tölum Matvælastofnunar Sameinuðu þjóðanna nam heildarfiskafli heims árið 2013 alls tæplega 94 milljónum tonna. Milljónum tonna minni losunVið hæfi er að geta loftslagsmála í þessu samhengi, en hitaveitan íslenska skal ekki vanmetin þegar staða Íslands er höfð í huga. Einar Gunnlaugsson, jarðefnafræðingur hjá Orkuveitunni, hefur reiknað út hvað hitaveitan hefur sparað í útblæstri gróðurhúsalofttegunda. Hefði orkuþörfinni, sem hitaveitan sinnir, verið mætt með olíukyndingu frá árinu 1944 til og með 2014 hefði það þýtt að útblásturinn hefði verið 198 milljónum tonna meiri af koltvísýringi en raun ber vitni. Heildarlosun Íslands 2013 nam um 4,5 milljónum tonna, til samanburðar.
Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Fleiri fréttir Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Sjá meira