Britpopp risi mætir til landins Stefán Þór Hjartarson skrifar 19. september 2016 10:30 Suede hefur gengið í gegnum ýmsar breytingar í gegnum árin en halda alltaf kúlinu. Vísir/Getty Stórhljómsveitin Suede ætlar að halda tónleika hér á landi laugardagskvöldið 22. október næstkomandi og treður sveitin upp í Laugardalshöllinni. Söngkonan Soffía Björg ætlar að hita upp. Hljómsveitin er ein af risum britpop -senunnar svokölluðu sem var ein stærsta hreyfingin í breskri tónlist á tíunda áratugnum. Suede hefur oft verið sett í stall með hljómsveitunum Oasis, Blur og Pulp sem toppar britpop-hreyfingarinnar, The big four, og var meðal annars kölluð besta nýja bandið í Bretlandi af tónlistarpressunni árið 1992.Taka upp heimildarmynd „Suede kom hingað til lands og spilaði árið 2000 og það voru frábærir tónleikar. Þeir hafa alltaf haft áhuga á að koma aftur og nú er komið að því. Þeir ætla að flytja nýjustu plötuna sína í heild ásamt bíómynd sem þeir gerðu meðfram plötunni. Á seinni hluta tónleikanna munu þeir svo spila best of; alla helstu smellina sína. Þeir ætla líka að taka upp tónleikana og nota það í heimildarmynd sem þeir gera um tónleikaferðina,“ segir Þorsteinn Stephensen tónleikahaldari. Suede var stofnuð árið 1989 í London en þá voru meðlimir hljómsveitarinnar söngvarinn Brett Anderson, gítarleikarinn Bernard Butler, Mat Osman á bassa og trommarinn Simon Gilbert. Fljótlega yfirgaf Bernard Butler þó bandið en hann var aðallagahöfundur Suede fyrir brottför sína. Í hans stað komu Richards Oakes á gítar og Neil Codling á hljómborð. Fyrsta plata sveitarinnar seldist gríðarlega vel, raunar svo vel að á þeim tíma var hún sú frumraun sem hafði selst hvað hraðast síðustu tíu árin á undan og rauk hún beint upp á topp vinsældarlista í Bretlandi. Platan hlaut einnig Mercury-verðlaunin eftirsóttu og átti stóran þátt í að festa britpoppið í sessi. Suede gekk í gegnum töluverða erfiðleika þegar kom að því að fylgja fyrstu plötunni eftir en strax í upptökuferlinu á næstu plötu urðu deilur innan sveitarinnar og Bernarnd Butler yfirgaf bandið. Þó að Dog Man Star hafi ekki verið vinsæl plata fékk hún síðar góða dóma – mögulega af því að á henni yfirgaf Suede britpop-sándið og leitaði á aðrar slóðir.Í vandræðum vegna fíkniefnaneyslu Næstu plötur seldust gífurlega vel en vandræðin voru þó enn til staðar – Brett Anderson átti í vandræðum vegna fíkniefnaneyslu, Neil Codling brann yfir og árið 2002 gaf sveitin út plötu sem var almennt talin hundléleg. Í framhaldi af því hætti Suede. En nú eru þeir þó komnir saman aftur og hafa gefið út tvær plötur – Bloodsports árið 2013 og svo Night Thoughts á þessu ári, en þær hafa báðar hlotið afar jákvæða dóma gagnrýnenda. Það verður því spennandi að sjá hljómsveitina í góðu formi hér á landi í höllinni í október. Miðasalan hefst í dag á miði.is og er miðaverð 7.900 krónur á gólf og 11.900 krónur í stúku. Mest lesið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið Edda og Sverrir hrepptu Gullbjölluna Bíó og sjónvarp Walking Dead-leikkona látin Lífið Fleiri fréttir Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Sjá meira
Stórhljómsveitin Suede ætlar að halda tónleika hér á landi laugardagskvöldið 22. október næstkomandi og treður sveitin upp í Laugardalshöllinni. Söngkonan Soffía Björg ætlar að hita upp. Hljómsveitin er ein af risum britpop -senunnar svokölluðu sem var ein stærsta hreyfingin í breskri tónlist á tíunda áratugnum. Suede hefur oft verið sett í stall með hljómsveitunum Oasis, Blur og Pulp sem toppar britpop-hreyfingarinnar, The big four, og var meðal annars kölluð besta nýja bandið í Bretlandi af tónlistarpressunni árið 1992.Taka upp heimildarmynd „Suede kom hingað til lands og spilaði árið 2000 og það voru frábærir tónleikar. Þeir hafa alltaf haft áhuga á að koma aftur og nú er komið að því. Þeir ætla að flytja nýjustu plötuna sína í heild ásamt bíómynd sem þeir gerðu meðfram plötunni. Á seinni hluta tónleikanna munu þeir svo spila best of; alla helstu smellina sína. Þeir ætla líka að taka upp tónleikana og nota það í heimildarmynd sem þeir gera um tónleikaferðina,“ segir Þorsteinn Stephensen tónleikahaldari. Suede var stofnuð árið 1989 í London en þá voru meðlimir hljómsveitarinnar söngvarinn Brett Anderson, gítarleikarinn Bernard Butler, Mat Osman á bassa og trommarinn Simon Gilbert. Fljótlega yfirgaf Bernard Butler þó bandið en hann var aðallagahöfundur Suede fyrir brottför sína. Í hans stað komu Richards Oakes á gítar og Neil Codling á hljómborð. Fyrsta plata sveitarinnar seldist gríðarlega vel, raunar svo vel að á þeim tíma var hún sú frumraun sem hafði selst hvað hraðast síðustu tíu árin á undan og rauk hún beint upp á topp vinsældarlista í Bretlandi. Platan hlaut einnig Mercury-verðlaunin eftirsóttu og átti stóran þátt í að festa britpoppið í sessi. Suede gekk í gegnum töluverða erfiðleika þegar kom að því að fylgja fyrstu plötunni eftir en strax í upptökuferlinu á næstu plötu urðu deilur innan sveitarinnar og Bernarnd Butler yfirgaf bandið. Þó að Dog Man Star hafi ekki verið vinsæl plata fékk hún síðar góða dóma – mögulega af því að á henni yfirgaf Suede britpop-sándið og leitaði á aðrar slóðir.Í vandræðum vegna fíkniefnaneyslu Næstu plötur seldust gífurlega vel en vandræðin voru þó enn til staðar – Brett Anderson átti í vandræðum vegna fíkniefnaneyslu, Neil Codling brann yfir og árið 2002 gaf sveitin út plötu sem var almennt talin hundléleg. Í framhaldi af því hætti Suede. En nú eru þeir þó komnir saman aftur og hafa gefið út tvær plötur – Bloodsports árið 2013 og svo Night Thoughts á þessu ári, en þær hafa báðar hlotið afar jákvæða dóma gagnrýnenda. Það verður því spennandi að sjá hljómsveitina í góðu formi hér á landi í höllinni í október. Miðasalan hefst í dag á miði.is og er miðaverð 7.900 krónur á gólf og 11.900 krónur í stúku.
Mest lesið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið Edda og Sverrir hrepptu Gullbjölluna Bíó og sjónvarp Walking Dead-leikkona látin Lífið Fleiri fréttir Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Sjá meira