Britpopp risi mætir til landins Stefán Þór Hjartarson skrifar 19. september 2016 10:30 Suede hefur gengið í gegnum ýmsar breytingar í gegnum árin en halda alltaf kúlinu. Vísir/Getty Stórhljómsveitin Suede ætlar að halda tónleika hér á landi laugardagskvöldið 22. október næstkomandi og treður sveitin upp í Laugardalshöllinni. Söngkonan Soffía Björg ætlar að hita upp. Hljómsveitin er ein af risum britpop -senunnar svokölluðu sem var ein stærsta hreyfingin í breskri tónlist á tíunda áratugnum. Suede hefur oft verið sett í stall með hljómsveitunum Oasis, Blur og Pulp sem toppar britpop-hreyfingarinnar, The big four, og var meðal annars kölluð besta nýja bandið í Bretlandi af tónlistarpressunni árið 1992.Taka upp heimildarmynd „Suede kom hingað til lands og spilaði árið 2000 og það voru frábærir tónleikar. Þeir hafa alltaf haft áhuga á að koma aftur og nú er komið að því. Þeir ætla að flytja nýjustu plötuna sína í heild ásamt bíómynd sem þeir gerðu meðfram plötunni. Á seinni hluta tónleikanna munu þeir svo spila best of; alla helstu smellina sína. Þeir ætla líka að taka upp tónleikana og nota það í heimildarmynd sem þeir gera um tónleikaferðina,“ segir Þorsteinn Stephensen tónleikahaldari. Suede var stofnuð árið 1989 í London en þá voru meðlimir hljómsveitarinnar söngvarinn Brett Anderson, gítarleikarinn Bernard Butler, Mat Osman á bassa og trommarinn Simon Gilbert. Fljótlega yfirgaf Bernard Butler þó bandið en hann var aðallagahöfundur Suede fyrir brottför sína. Í hans stað komu Richards Oakes á gítar og Neil Codling á hljómborð. Fyrsta plata sveitarinnar seldist gríðarlega vel, raunar svo vel að á þeim tíma var hún sú frumraun sem hafði selst hvað hraðast síðustu tíu árin á undan og rauk hún beint upp á topp vinsældarlista í Bretlandi. Platan hlaut einnig Mercury-verðlaunin eftirsóttu og átti stóran þátt í að festa britpoppið í sessi. Suede gekk í gegnum töluverða erfiðleika þegar kom að því að fylgja fyrstu plötunni eftir en strax í upptökuferlinu á næstu plötu urðu deilur innan sveitarinnar og Bernarnd Butler yfirgaf bandið. Þó að Dog Man Star hafi ekki verið vinsæl plata fékk hún síðar góða dóma – mögulega af því að á henni yfirgaf Suede britpop-sándið og leitaði á aðrar slóðir.Í vandræðum vegna fíkniefnaneyslu Næstu plötur seldust gífurlega vel en vandræðin voru þó enn til staðar – Brett Anderson átti í vandræðum vegna fíkniefnaneyslu, Neil Codling brann yfir og árið 2002 gaf sveitin út plötu sem var almennt talin hundléleg. Í framhaldi af því hætti Suede. En nú eru þeir þó komnir saman aftur og hafa gefið út tvær plötur – Bloodsports árið 2013 og svo Night Thoughts á þessu ári, en þær hafa báðar hlotið afar jákvæða dóma gagnrýnenda. Það verður því spennandi að sjá hljómsveitina í góðu formi hér á landi í höllinni í október. Miðasalan hefst í dag á miði.is og er miðaverð 7.900 krónur á gólf og 11.900 krónur í stúku. Mest lesið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Á spítala eftir samfarir við 583 menn Lífið „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ Lífið Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Lífið Iðnaðarmaður ársins 2025 - Elsa er komin í úrslit Lífið samstarf Fleiri fréttir Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Sjá meira
Stórhljómsveitin Suede ætlar að halda tónleika hér á landi laugardagskvöldið 22. október næstkomandi og treður sveitin upp í Laugardalshöllinni. Söngkonan Soffía Björg ætlar að hita upp. Hljómsveitin er ein af risum britpop -senunnar svokölluðu sem var ein stærsta hreyfingin í breskri tónlist á tíunda áratugnum. Suede hefur oft verið sett í stall með hljómsveitunum Oasis, Blur og Pulp sem toppar britpop-hreyfingarinnar, The big four, og var meðal annars kölluð besta nýja bandið í Bretlandi af tónlistarpressunni árið 1992.Taka upp heimildarmynd „Suede kom hingað til lands og spilaði árið 2000 og það voru frábærir tónleikar. Þeir hafa alltaf haft áhuga á að koma aftur og nú er komið að því. Þeir ætla að flytja nýjustu plötuna sína í heild ásamt bíómynd sem þeir gerðu meðfram plötunni. Á seinni hluta tónleikanna munu þeir svo spila best of; alla helstu smellina sína. Þeir ætla líka að taka upp tónleikana og nota það í heimildarmynd sem þeir gera um tónleikaferðina,“ segir Þorsteinn Stephensen tónleikahaldari. Suede var stofnuð árið 1989 í London en þá voru meðlimir hljómsveitarinnar söngvarinn Brett Anderson, gítarleikarinn Bernard Butler, Mat Osman á bassa og trommarinn Simon Gilbert. Fljótlega yfirgaf Bernard Butler þó bandið en hann var aðallagahöfundur Suede fyrir brottför sína. Í hans stað komu Richards Oakes á gítar og Neil Codling á hljómborð. Fyrsta plata sveitarinnar seldist gríðarlega vel, raunar svo vel að á þeim tíma var hún sú frumraun sem hafði selst hvað hraðast síðustu tíu árin á undan og rauk hún beint upp á topp vinsældarlista í Bretlandi. Platan hlaut einnig Mercury-verðlaunin eftirsóttu og átti stóran þátt í að festa britpoppið í sessi. Suede gekk í gegnum töluverða erfiðleika þegar kom að því að fylgja fyrstu plötunni eftir en strax í upptökuferlinu á næstu plötu urðu deilur innan sveitarinnar og Bernarnd Butler yfirgaf bandið. Þó að Dog Man Star hafi ekki verið vinsæl plata fékk hún síðar góða dóma – mögulega af því að á henni yfirgaf Suede britpop-sándið og leitaði á aðrar slóðir.Í vandræðum vegna fíkniefnaneyslu Næstu plötur seldust gífurlega vel en vandræðin voru þó enn til staðar – Brett Anderson átti í vandræðum vegna fíkniefnaneyslu, Neil Codling brann yfir og árið 2002 gaf sveitin út plötu sem var almennt talin hundléleg. Í framhaldi af því hætti Suede. En nú eru þeir þó komnir saman aftur og hafa gefið út tvær plötur – Bloodsports árið 2013 og svo Night Thoughts á þessu ári, en þær hafa báðar hlotið afar jákvæða dóma gagnrýnenda. Það verður því spennandi að sjá hljómsveitina í góðu formi hér á landi í höllinni í október. Miðasalan hefst í dag á miði.is og er miðaverð 7.900 krónur á gólf og 11.900 krónur í stúku.
Mest lesið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Á spítala eftir samfarir við 583 menn Lífið „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ Lífið Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Lífið Iðnaðarmaður ársins 2025 - Elsa er komin í úrslit Lífið samstarf Fleiri fréttir Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Sjá meira