UFC selt fyrir tæplega 500 milljarða Tómas þór Þórðarson skrifar 11. júlí 2016 17:00 Dana White verður áfram forseti. vísir/afp UFC, Ultimate Fighting Championship, var í gær selt fyrir fjóra milljarða dala eða tæplega 500 milljarða íslenskra króna. UFC er bardagasambandið sem Gunnar Nelson berst innan en það er langstærst í heimi blandaðra bardagalista. Það var fjárfestingahópur undir forystu umboðsrisans WME-IMG sem keypti UFC en gengið var endanlega frá sölunni á sunnudaginn og starfsmönnum UFC var tilkynnt um breytt eignarhald með tölvupósti í gær. Engin íþrótt í Bandaríkjunum hefur vaxið jafnhratt og UFC undanfarin ár en bræðurnir Lorenzo og Frank Fertitta keyptu sambandið fyrir tvær milljónir dala eða 250 milljónir króna árið 2001. Hagnaður þeirra á síðustu fimmtán árum er svakalegur. Bræðurnir keyptu UFC ásamt vini sínum úr menntaskóla, Dana White. White var gerður að forseta sambandsins en undir hans forystu hefur UFC vaxið hratt og örugglega. Hann verður áfram forseti UFC en Fertitta-bræðurnir stíga til hliðar. Þeir halda þó tíu prósent hlut í gegnum eignarhaldsfélag sitt. UFC var fyrst stofnað árið 1993 og mætti mikilli andúð. Öldungardeildarþingmaðurinn John McCain sagði opinberlega á árdögum blandaðra bardagalista að þetta væri ekkert annað en mannlegur hanaslagur. Ekki eru mörg ár síðan hann dró það til baka og sagði að ef hann væri ungur maður í dag myndi hann prófa blandaðar bardagalistir. Til að byrja með máttu UFC-kvöld aðeins fara fram í Las Vegas en þau voru bönnuð í flestum ríkjum. Í fyrra lyfti New York banni sínu á UFC og er það nú leyfilegt í öllum 50 ríkjum Bandaríkjanna. MMA Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sjá meira
UFC, Ultimate Fighting Championship, var í gær selt fyrir fjóra milljarða dala eða tæplega 500 milljarða íslenskra króna. UFC er bardagasambandið sem Gunnar Nelson berst innan en það er langstærst í heimi blandaðra bardagalista. Það var fjárfestingahópur undir forystu umboðsrisans WME-IMG sem keypti UFC en gengið var endanlega frá sölunni á sunnudaginn og starfsmönnum UFC var tilkynnt um breytt eignarhald með tölvupósti í gær. Engin íþrótt í Bandaríkjunum hefur vaxið jafnhratt og UFC undanfarin ár en bræðurnir Lorenzo og Frank Fertitta keyptu sambandið fyrir tvær milljónir dala eða 250 milljónir króna árið 2001. Hagnaður þeirra á síðustu fimmtán árum er svakalegur. Bræðurnir keyptu UFC ásamt vini sínum úr menntaskóla, Dana White. White var gerður að forseta sambandsins en undir hans forystu hefur UFC vaxið hratt og örugglega. Hann verður áfram forseti UFC en Fertitta-bræðurnir stíga til hliðar. Þeir halda þó tíu prósent hlut í gegnum eignarhaldsfélag sitt. UFC var fyrst stofnað árið 1993 og mætti mikilli andúð. Öldungardeildarþingmaðurinn John McCain sagði opinberlega á árdögum blandaðra bardagalista að þetta væri ekkert annað en mannlegur hanaslagur. Ekki eru mörg ár síðan hann dró það til baka og sagði að ef hann væri ungur maður í dag myndi hann prófa blandaðar bardagalistir. Til að byrja með máttu UFC-kvöld aðeins fara fram í Las Vegas en þau voru bönnuð í flestum ríkjum. Í fyrra lyfti New York banni sínu á UFC og er það nú leyfilegt í öllum 50 ríkjum Bandaríkjanna.
MMA Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sjá meira