Varar kjósendur við lélegum eftirlíkingum: „Þetta var nú bara til gamans gert“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. október 2016 21:24 Þorsteinn Víglundsson. Vísir/GVA Þorsteinn Víglundsson oddviti Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi norður skýtur á Bjarta framtíð í færslu á Facebook-síðu sinni í dag en þar segist hann hafa orðið var við að óprúttnir keppinautar Viðreisnar hafi gert tilraun til að stela einkennisorðum flokksins sem eru „Almannahagsmunir framar sérhagsmunum.“ Þorsteinn segir að við þessu sé bara eitt að segja og það er „að fólki ber að varast lélegar eftirlíkingar, sama hversu bjartri framtíð er lofað.“ „Þetta var nú bara til gamans gert. Maður má nú líka vera á léttu nótunum stundum. Þau voru að keyra út þessar auglýsingar um almannahagsmuni á móti sérhagsmunum en það eru einmitt einkunnarorð Viðreisnar. En ég setti þetta nú inn í léttu gríni,“ segir Þorsteinn í samtali við Vísi. Viðreisn hefur undanfarið gert nokkuð úr því að reyna að fjarlægja sig frá Sjálfstæðisflokknum en aðspurður segir Þorsteinn að flokkurinn sé ekki að reyna að fjarlægja sig frá Bjartri framtíð. „Nei, alls ekki. Við höfum verið sammála um margt og með ólíkar skoðanir á öðru sem svo sem kemur ekkert á óvart. Þarna eru tvö frjálslynd miðjuöfl en þetta var nú meira bara til gamans gert.“ Þess má geta að Brynhildur S. Björnsdóttir varaþingmaður Bjartrar framtíðar skrifar athugasemd við færslu Þorsteins: „HAHAHA...ertu að djóka? Við erum búin að tala um sérhagsmuni vs almannahagsmuni frá upphafi ;) En alltílæ...því fleiri sem vilja berjast fyrir því betra segi ég. Megi Viðreisn farnast sem allra best í því. Og Bjartri framtíð...og bara öllum öðrum sem er alvara í því. En óprúttið er BF ekki. Svo það sé sagt.“Þorsteinn segir kosningabaráttu Viðreisnar ganga vel þó að það sé auðvitað beðið eftir því að þingi fari að ljúka svo að kosningabaráttan geti komist almennilega af stað og sviðsljósið fari frekar að beinast að kosningamálunum en þjarkinu inni á þingi eins og hann orðar. „Það er auðvitað heppilegra til þess að kjósendur geti glöggvað sig á þeim kostum sem eru í boði að þingið fari að ljúka vinnu sinni.“ Tengdar fréttir „Ekki eftir miklu að slægjast“ Þorsteinn Víglundsson segir Viðreisn nær Bjartri framtíð og Pírötum en stjórnarflokkunum. 3. október 2016 23:37 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Þorsteinn Víglundsson oddviti Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi norður skýtur á Bjarta framtíð í færslu á Facebook-síðu sinni í dag en þar segist hann hafa orðið var við að óprúttnir keppinautar Viðreisnar hafi gert tilraun til að stela einkennisorðum flokksins sem eru „Almannahagsmunir framar sérhagsmunum.“ Þorsteinn segir að við þessu sé bara eitt að segja og það er „að fólki ber að varast lélegar eftirlíkingar, sama hversu bjartri framtíð er lofað.“ „Þetta var nú bara til gamans gert. Maður má nú líka vera á léttu nótunum stundum. Þau voru að keyra út þessar auglýsingar um almannahagsmuni á móti sérhagsmunum en það eru einmitt einkunnarorð Viðreisnar. En ég setti þetta nú inn í léttu gríni,“ segir Þorsteinn í samtali við Vísi. Viðreisn hefur undanfarið gert nokkuð úr því að reyna að fjarlægja sig frá Sjálfstæðisflokknum en aðspurður segir Þorsteinn að flokkurinn sé ekki að reyna að fjarlægja sig frá Bjartri framtíð. „Nei, alls ekki. Við höfum verið sammála um margt og með ólíkar skoðanir á öðru sem svo sem kemur ekkert á óvart. Þarna eru tvö frjálslynd miðjuöfl en þetta var nú meira bara til gamans gert.“ Þess má geta að Brynhildur S. Björnsdóttir varaþingmaður Bjartrar framtíðar skrifar athugasemd við færslu Þorsteins: „HAHAHA...ertu að djóka? Við erum búin að tala um sérhagsmuni vs almannahagsmuni frá upphafi ;) En alltílæ...því fleiri sem vilja berjast fyrir því betra segi ég. Megi Viðreisn farnast sem allra best í því. Og Bjartri framtíð...og bara öllum öðrum sem er alvara í því. En óprúttið er BF ekki. Svo það sé sagt.“Þorsteinn segir kosningabaráttu Viðreisnar ganga vel þó að það sé auðvitað beðið eftir því að þingi fari að ljúka svo að kosningabaráttan geti komist almennilega af stað og sviðsljósið fari frekar að beinast að kosningamálunum en þjarkinu inni á þingi eins og hann orðar. „Það er auðvitað heppilegra til þess að kjósendur geti glöggvað sig á þeim kostum sem eru í boði að þingið fari að ljúka vinnu sinni.“
Tengdar fréttir „Ekki eftir miklu að slægjast“ Þorsteinn Víglundsson segir Viðreisn nær Bjartri framtíð og Pírötum en stjórnarflokkunum. 3. október 2016 23:37 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
„Ekki eftir miklu að slægjast“ Þorsteinn Víglundsson segir Viðreisn nær Bjartri framtíð og Pírötum en stjórnarflokkunum. 3. október 2016 23:37