Varar kjósendur við lélegum eftirlíkingum: „Þetta var nú bara til gamans gert“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. október 2016 21:24 Þorsteinn Víglundsson. Vísir/GVA Þorsteinn Víglundsson oddviti Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi norður skýtur á Bjarta framtíð í færslu á Facebook-síðu sinni í dag en þar segist hann hafa orðið var við að óprúttnir keppinautar Viðreisnar hafi gert tilraun til að stela einkennisorðum flokksins sem eru „Almannahagsmunir framar sérhagsmunum.“ Þorsteinn segir að við þessu sé bara eitt að segja og það er „að fólki ber að varast lélegar eftirlíkingar, sama hversu bjartri framtíð er lofað.“ „Þetta var nú bara til gamans gert. Maður má nú líka vera á léttu nótunum stundum. Þau voru að keyra út þessar auglýsingar um almannahagsmuni á móti sérhagsmunum en það eru einmitt einkunnarorð Viðreisnar. En ég setti þetta nú inn í léttu gríni,“ segir Þorsteinn í samtali við Vísi. Viðreisn hefur undanfarið gert nokkuð úr því að reyna að fjarlægja sig frá Sjálfstæðisflokknum en aðspurður segir Þorsteinn að flokkurinn sé ekki að reyna að fjarlægja sig frá Bjartri framtíð. „Nei, alls ekki. Við höfum verið sammála um margt og með ólíkar skoðanir á öðru sem svo sem kemur ekkert á óvart. Þarna eru tvö frjálslynd miðjuöfl en þetta var nú meira bara til gamans gert.“ Þess má geta að Brynhildur S. Björnsdóttir varaþingmaður Bjartrar framtíðar skrifar athugasemd við færslu Þorsteins: „HAHAHA...ertu að djóka? Við erum búin að tala um sérhagsmuni vs almannahagsmuni frá upphafi ;) En alltílæ...því fleiri sem vilja berjast fyrir því betra segi ég. Megi Viðreisn farnast sem allra best í því. Og Bjartri framtíð...og bara öllum öðrum sem er alvara í því. En óprúttið er BF ekki. Svo það sé sagt.“Þorsteinn segir kosningabaráttu Viðreisnar ganga vel þó að það sé auðvitað beðið eftir því að þingi fari að ljúka svo að kosningabaráttan geti komist almennilega af stað og sviðsljósið fari frekar að beinast að kosningamálunum en þjarkinu inni á þingi eins og hann orðar. „Það er auðvitað heppilegra til þess að kjósendur geti glöggvað sig á þeim kostum sem eru í boði að þingið fari að ljúka vinnu sinni.“ Tengdar fréttir „Ekki eftir miklu að slægjast“ Þorsteinn Víglundsson segir Viðreisn nær Bjartri framtíð og Pírötum en stjórnarflokkunum. 3. október 2016 23:37 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Sjá meira
Þorsteinn Víglundsson oddviti Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi norður skýtur á Bjarta framtíð í færslu á Facebook-síðu sinni í dag en þar segist hann hafa orðið var við að óprúttnir keppinautar Viðreisnar hafi gert tilraun til að stela einkennisorðum flokksins sem eru „Almannahagsmunir framar sérhagsmunum.“ Þorsteinn segir að við þessu sé bara eitt að segja og það er „að fólki ber að varast lélegar eftirlíkingar, sama hversu bjartri framtíð er lofað.“ „Þetta var nú bara til gamans gert. Maður má nú líka vera á léttu nótunum stundum. Þau voru að keyra út þessar auglýsingar um almannahagsmuni á móti sérhagsmunum en það eru einmitt einkunnarorð Viðreisnar. En ég setti þetta nú inn í léttu gríni,“ segir Þorsteinn í samtali við Vísi. Viðreisn hefur undanfarið gert nokkuð úr því að reyna að fjarlægja sig frá Sjálfstæðisflokknum en aðspurður segir Þorsteinn að flokkurinn sé ekki að reyna að fjarlægja sig frá Bjartri framtíð. „Nei, alls ekki. Við höfum verið sammála um margt og með ólíkar skoðanir á öðru sem svo sem kemur ekkert á óvart. Þarna eru tvö frjálslynd miðjuöfl en þetta var nú meira bara til gamans gert.“ Þess má geta að Brynhildur S. Björnsdóttir varaþingmaður Bjartrar framtíðar skrifar athugasemd við færslu Þorsteins: „HAHAHA...ertu að djóka? Við erum búin að tala um sérhagsmuni vs almannahagsmuni frá upphafi ;) En alltílæ...því fleiri sem vilja berjast fyrir því betra segi ég. Megi Viðreisn farnast sem allra best í því. Og Bjartri framtíð...og bara öllum öðrum sem er alvara í því. En óprúttið er BF ekki. Svo það sé sagt.“Þorsteinn segir kosningabaráttu Viðreisnar ganga vel þó að það sé auðvitað beðið eftir því að þingi fari að ljúka svo að kosningabaráttan geti komist almennilega af stað og sviðsljósið fari frekar að beinast að kosningamálunum en þjarkinu inni á þingi eins og hann orðar. „Það er auðvitað heppilegra til þess að kjósendur geti glöggvað sig á þeim kostum sem eru í boði að þingið fari að ljúka vinnu sinni.“
Tengdar fréttir „Ekki eftir miklu að slægjast“ Þorsteinn Víglundsson segir Viðreisn nær Bjartri framtíð og Pírötum en stjórnarflokkunum. 3. október 2016 23:37 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Sjá meira
„Ekki eftir miklu að slægjast“ Þorsteinn Víglundsson segir Viðreisn nær Bjartri framtíð og Pírötum en stjórnarflokkunum. 3. október 2016 23:37