Varar kjósendur við lélegum eftirlíkingum: „Þetta var nú bara til gamans gert“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. október 2016 21:24 Þorsteinn Víglundsson. Vísir/GVA Þorsteinn Víglundsson oddviti Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi norður skýtur á Bjarta framtíð í færslu á Facebook-síðu sinni í dag en þar segist hann hafa orðið var við að óprúttnir keppinautar Viðreisnar hafi gert tilraun til að stela einkennisorðum flokksins sem eru „Almannahagsmunir framar sérhagsmunum.“ Þorsteinn segir að við þessu sé bara eitt að segja og það er „að fólki ber að varast lélegar eftirlíkingar, sama hversu bjartri framtíð er lofað.“ „Þetta var nú bara til gamans gert. Maður má nú líka vera á léttu nótunum stundum. Þau voru að keyra út þessar auglýsingar um almannahagsmuni á móti sérhagsmunum en það eru einmitt einkunnarorð Viðreisnar. En ég setti þetta nú inn í léttu gríni,“ segir Þorsteinn í samtali við Vísi. Viðreisn hefur undanfarið gert nokkuð úr því að reyna að fjarlægja sig frá Sjálfstæðisflokknum en aðspurður segir Þorsteinn að flokkurinn sé ekki að reyna að fjarlægja sig frá Bjartri framtíð. „Nei, alls ekki. Við höfum verið sammála um margt og með ólíkar skoðanir á öðru sem svo sem kemur ekkert á óvart. Þarna eru tvö frjálslynd miðjuöfl en þetta var nú meira bara til gamans gert.“ Þess má geta að Brynhildur S. Björnsdóttir varaþingmaður Bjartrar framtíðar skrifar athugasemd við færslu Þorsteins: „HAHAHA...ertu að djóka? Við erum búin að tala um sérhagsmuni vs almannahagsmuni frá upphafi ;) En alltílæ...því fleiri sem vilja berjast fyrir því betra segi ég. Megi Viðreisn farnast sem allra best í því. Og Bjartri framtíð...og bara öllum öðrum sem er alvara í því. En óprúttið er BF ekki. Svo það sé sagt.“Þorsteinn segir kosningabaráttu Viðreisnar ganga vel þó að það sé auðvitað beðið eftir því að þingi fari að ljúka svo að kosningabaráttan geti komist almennilega af stað og sviðsljósið fari frekar að beinast að kosningamálunum en þjarkinu inni á þingi eins og hann orðar. „Það er auðvitað heppilegra til þess að kjósendur geti glöggvað sig á þeim kostum sem eru í boði að þingið fari að ljúka vinnu sinni.“ Tengdar fréttir „Ekki eftir miklu að slægjast“ Þorsteinn Víglundsson segir Viðreisn nær Bjartri framtíð og Pírötum en stjórnarflokkunum. 3. október 2016 23:37 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent Fleiri fréttir Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Sjá meira
Þorsteinn Víglundsson oddviti Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi norður skýtur á Bjarta framtíð í færslu á Facebook-síðu sinni í dag en þar segist hann hafa orðið var við að óprúttnir keppinautar Viðreisnar hafi gert tilraun til að stela einkennisorðum flokksins sem eru „Almannahagsmunir framar sérhagsmunum.“ Þorsteinn segir að við þessu sé bara eitt að segja og það er „að fólki ber að varast lélegar eftirlíkingar, sama hversu bjartri framtíð er lofað.“ „Þetta var nú bara til gamans gert. Maður má nú líka vera á léttu nótunum stundum. Þau voru að keyra út þessar auglýsingar um almannahagsmuni á móti sérhagsmunum en það eru einmitt einkunnarorð Viðreisnar. En ég setti þetta nú inn í léttu gríni,“ segir Þorsteinn í samtali við Vísi. Viðreisn hefur undanfarið gert nokkuð úr því að reyna að fjarlægja sig frá Sjálfstæðisflokknum en aðspurður segir Þorsteinn að flokkurinn sé ekki að reyna að fjarlægja sig frá Bjartri framtíð. „Nei, alls ekki. Við höfum verið sammála um margt og með ólíkar skoðanir á öðru sem svo sem kemur ekkert á óvart. Þarna eru tvö frjálslynd miðjuöfl en þetta var nú meira bara til gamans gert.“ Þess má geta að Brynhildur S. Björnsdóttir varaþingmaður Bjartrar framtíðar skrifar athugasemd við færslu Þorsteins: „HAHAHA...ertu að djóka? Við erum búin að tala um sérhagsmuni vs almannahagsmuni frá upphafi ;) En alltílæ...því fleiri sem vilja berjast fyrir því betra segi ég. Megi Viðreisn farnast sem allra best í því. Og Bjartri framtíð...og bara öllum öðrum sem er alvara í því. En óprúttið er BF ekki. Svo það sé sagt.“Þorsteinn segir kosningabaráttu Viðreisnar ganga vel þó að það sé auðvitað beðið eftir því að þingi fari að ljúka svo að kosningabaráttan geti komist almennilega af stað og sviðsljósið fari frekar að beinast að kosningamálunum en þjarkinu inni á þingi eins og hann orðar. „Það er auðvitað heppilegra til þess að kjósendur geti glöggvað sig á þeim kostum sem eru í boði að þingið fari að ljúka vinnu sinni.“
Tengdar fréttir „Ekki eftir miklu að slægjast“ Þorsteinn Víglundsson segir Viðreisn nær Bjartri framtíð og Pírötum en stjórnarflokkunum. 3. október 2016 23:37 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent Fleiri fréttir Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Sjá meira
„Ekki eftir miklu að slægjast“ Þorsteinn Víglundsson segir Viðreisn nær Bjartri framtíð og Pírötum en stjórnarflokkunum. 3. október 2016 23:37