„Ekkert óeðlilegt við þetta“ sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 12. apríl 2016 13:00 "Aðalmálið í þessu er að mínu viti að það er ekkert undarlegt við þetta," segir Gunnar Bragi Sveinsson, en málið hefur vakið mikla athygli í dag. vísir/anton brink „Þetta voru umsóknir sem voru búnar að liggja inni frá því í janúar og þegar ég var að gera hreint borð hjá mér og fór yfir þessar umsóknir þá fannst mér rétt að klára þennan hluta líka," segir Gunnar Bragi Sveinsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.Greint var frá því í Fréttablaðinu í dag að Gunnar Bragði hefði á síðasta degi sínum sem utanríkisráðherra veitt tæplega eina milljón króna í styrki af skúffufé ráðherra. Styrkirnir voru veittir til alls fjögurra félaga. Gunnar Bragi segir að ákveðið verklag sé viðhaft í ráðuneytinu. Umsóknir um styrki sem komi inn á borð ráðuneytisins séu afgreiddar á þriggja til fjögurra mánaða fresti og að styrkirnir séu oftast veittir til þeirra félaga sem eigi erfitt með að fá styrkveitingar annars staðar.Verkefni sem oft falla milli skips og bryggju „Þetta eru verkefni sem falla kannski á milli skips og bryggju og eiga erfitt með að fá styrki annars staðar, eitthvað af þeim. Svo er þetta líka spurning hvers eðlis verkefnið er þannig að ráðherra þarf að sjálfsögðu að meta það og ræða við aðra um þessi verkefni. En ákvörðunin er að sjálfsögðu ábyrgðin mín og ég taldi þetta mjög góð verkefni sem ég vildi setja þessa aura í," segir Gunnar Bragi. Þjóðdansahópurinn Sporið fékk 250 þúsund krónur. Sömu upphæð fékk Kómedíuleikhúsið á Ísafirði vegna leikferðar til Spánar. Landsbyggðarvinir fengu 150 þúsund krónur og Landgræðsla ríkisins fékk 300 þúsund krónur vegna ráðstefnu sem á að halda í september næstkomandi.Sjóðurinn ekki tómur Aðspurður segist hann ekki hafa tæmt sjóðinn. „Þetta eru þrjár og hálf milljón sem eru í ráðstöfunarfé í utanríkisráðuneytinu fyrir árið 2016, þannig að það má segja að þetta sé svona aðeins rúmlega fyrir þessa þrjá mánuði sem ég hef veitt út, en það munar eiginlega engu." Brynhildur Pétursdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, gagnrýndi svokallað skúffufé ráðherra í Fréttablaðinu í dag, en hún segist þeirrar skoðunar að ekki eigi að dæla út almannafé á tilviljanakenndan hátt. Gunnar Bragi segir þetta eðlilegt kerfi.Ekkert undarlegt við þetta „Almennu rökin eru þau að ráðherra hafi fé til þess að setja í ákveðin verkefni, verkefni sem eins og ég sagði áðan kannski falla á milli skips og bryggju hjá einhverjum öðrum sjóðum og þess háttar, en eru engu að síður áhugasöm og mikilvæg verkefni. Verkefni sem eru kannski til þess að styrkja samfélagið," segir hann. „Aðalmálið í þessu er að mínu viti að það er ekkert undarlegt við þetta. Þessir fjármunir núna eru mjög litlir og voru skornir niður við hrunið en þá voru þeir töluvert hærri. En það er eðlilegt að þetta taki breytingum eins og annað, en mér finnst ekkert óeðlilegt við þetta," útskýrir Gunnar Bragi.Uppfært 14.25: Gunnar Bragi hefur sent frá sér yfirlýsingu til fjölmiðla vegna málsins vegna fréttarinnar frá því í morgun. Þar segir hann meðal annars að verkefnin sem um ræðir miði ýmist að kjördæmi sínu eða málefnasviði utanríkisráðuneytisins. Hann segist þó ekki þekkja persónulega, að sér vitandi, neinn sem hlaut styrk. Tengdar fréttir Dældi út skúffufé á síðasta degi sínum Gunnar Bragi Sveinsson veitti styrki af skúffufé utanríkisráðuneytisins þann 7. apríl, daginn sem hann hætti í utanríkisráðuneytinu. Alls styrkti hann fjögur félög um samtals 950 þúsund. Aðrir ráðherrar snertu ekki sitt skúffufé. 12. apríl 2016 07:00 Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Richard Attenborough allur Erlent Laun bæjarfulltrúa lækkuð Innlent Slökkva á áróðurshátölurunum Erlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira
„Þetta voru umsóknir sem voru búnar að liggja inni frá því í janúar og þegar ég var að gera hreint borð hjá mér og fór yfir þessar umsóknir þá fannst mér rétt að klára þennan hluta líka," segir Gunnar Bragi Sveinsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.Greint var frá því í Fréttablaðinu í dag að Gunnar Bragði hefði á síðasta degi sínum sem utanríkisráðherra veitt tæplega eina milljón króna í styrki af skúffufé ráðherra. Styrkirnir voru veittir til alls fjögurra félaga. Gunnar Bragi segir að ákveðið verklag sé viðhaft í ráðuneytinu. Umsóknir um styrki sem komi inn á borð ráðuneytisins séu afgreiddar á þriggja til fjögurra mánaða fresti og að styrkirnir séu oftast veittir til þeirra félaga sem eigi erfitt með að fá styrkveitingar annars staðar.Verkefni sem oft falla milli skips og bryggju „Þetta eru verkefni sem falla kannski á milli skips og bryggju og eiga erfitt með að fá styrki annars staðar, eitthvað af þeim. Svo er þetta líka spurning hvers eðlis verkefnið er þannig að ráðherra þarf að sjálfsögðu að meta það og ræða við aðra um þessi verkefni. En ákvörðunin er að sjálfsögðu ábyrgðin mín og ég taldi þetta mjög góð verkefni sem ég vildi setja þessa aura í," segir Gunnar Bragi. Þjóðdansahópurinn Sporið fékk 250 þúsund krónur. Sömu upphæð fékk Kómedíuleikhúsið á Ísafirði vegna leikferðar til Spánar. Landsbyggðarvinir fengu 150 þúsund krónur og Landgræðsla ríkisins fékk 300 þúsund krónur vegna ráðstefnu sem á að halda í september næstkomandi.Sjóðurinn ekki tómur Aðspurður segist hann ekki hafa tæmt sjóðinn. „Þetta eru þrjár og hálf milljón sem eru í ráðstöfunarfé í utanríkisráðuneytinu fyrir árið 2016, þannig að það má segja að þetta sé svona aðeins rúmlega fyrir þessa þrjá mánuði sem ég hef veitt út, en það munar eiginlega engu." Brynhildur Pétursdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, gagnrýndi svokallað skúffufé ráðherra í Fréttablaðinu í dag, en hún segist þeirrar skoðunar að ekki eigi að dæla út almannafé á tilviljanakenndan hátt. Gunnar Bragi segir þetta eðlilegt kerfi.Ekkert undarlegt við þetta „Almennu rökin eru þau að ráðherra hafi fé til þess að setja í ákveðin verkefni, verkefni sem eins og ég sagði áðan kannski falla á milli skips og bryggju hjá einhverjum öðrum sjóðum og þess háttar, en eru engu að síður áhugasöm og mikilvæg verkefni. Verkefni sem eru kannski til þess að styrkja samfélagið," segir hann. „Aðalmálið í þessu er að mínu viti að það er ekkert undarlegt við þetta. Þessir fjármunir núna eru mjög litlir og voru skornir niður við hrunið en þá voru þeir töluvert hærri. En það er eðlilegt að þetta taki breytingum eins og annað, en mér finnst ekkert óeðlilegt við þetta," útskýrir Gunnar Bragi.Uppfært 14.25: Gunnar Bragi hefur sent frá sér yfirlýsingu til fjölmiðla vegna málsins vegna fréttarinnar frá því í morgun. Þar segir hann meðal annars að verkefnin sem um ræðir miði ýmist að kjördæmi sínu eða málefnasviði utanríkisráðuneytisins. Hann segist þó ekki þekkja persónulega, að sér vitandi, neinn sem hlaut styrk.
Tengdar fréttir Dældi út skúffufé á síðasta degi sínum Gunnar Bragi Sveinsson veitti styrki af skúffufé utanríkisráðuneytisins þann 7. apríl, daginn sem hann hætti í utanríkisráðuneytinu. Alls styrkti hann fjögur félög um samtals 950 þúsund. Aðrir ráðherrar snertu ekki sitt skúffufé. 12. apríl 2016 07:00 Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Richard Attenborough allur Erlent Laun bæjarfulltrúa lækkuð Innlent Slökkva á áróðurshátölurunum Erlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira
Dældi út skúffufé á síðasta degi sínum Gunnar Bragi Sveinsson veitti styrki af skúffufé utanríkisráðuneytisins þann 7. apríl, daginn sem hann hætti í utanríkisráðuneytinu. Alls styrkti hann fjögur félög um samtals 950 þúsund. Aðrir ráðherrar snertu ekki sitt skúffufé. 12. apríl 2016 07:00